Dagsbrún - 01.09.1989, Blaðsíða 37

Dagsbrún - 01.09.1989, Blaðsíða 37
ORLOF Lágmarksorlof skal vera 24 virkir dagar. Orlofsfé skal vera 10,17% af öllu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu eöa yfirvinnu. Um orlof fer að öðru leyti eftir ákvæðum laga um orlof. Verkafólk, sem unnið hefur 10 ár í sama fyrirtæki skal eiga rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofsgreiðslum sem nema 10,64%. Þetta gildir frá upphafi næsta orlofsárs eftir að ofangreindum starfstíma er náð. LAUSAR VIKUR í ORLOFSHÚSUM Við viljum minna félagsmenn á að út september er hægt að dvelja í orl- ofshúsum félagsins á hinum ýmsu stöðum á landinu, þar með talið Vatn í Skagafirði og eru til lausar vikur. Frá og með 1. október er aðeins opið í Ölfusborgum, Akureyri og lllugastöðum. HÁLF OG HEIL DAGSLAUN Fyrir hvern byrjaðan vinnudag greiðast hálf daglaun og full daglaun sé unnið meira en hálfan daginn, og gildir það jafnt virka daga sem helga. LÁGMARKSHVÍLD Hafi verkamaður unnið samfellt meira en 16 klukkustundir að meðtöld- um matar- og kaffihléum, skal hann fá minnst 8 klst. samfellda hvíld án frádráttar á föstum dagvinnulaunum. Verkamenn skulu hvílast 10 klst. Séu þeir hins vegar sérstaklega beðnir um að mæta til vinnu áður en 8 klst. hvíld er náð, skal greiða yfir- vinnukaup auk fastra dagvinnulauna. Þegar um slíkt er að ræða á laugar- og sunnudögum skal auk unnins tíma greiða 4 klst. dagvinnulaun, sé unnið til hádegis, en 8 klst. sé ein- nig unnið eftir hádegi. Að öðru leyti gildir samkomulag um framkvæmd hvíldartíma og frí- tímaákvæða laga nr. 46/1980. 37

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.