Dagsbrún - 01.09.1989, Blaðsíða 38

Dagsbrún - 01.09.1989, Blaðsíða 38
LAUNÁFERÐUM Á leiö til ákvörðunarstaðar skal greitt kaup samkvæmt samningi þess- um fyrir alla þá tíma sem verið er á ferðalagi sé farið landveg eða loft- leiðis. Sé aftur á móti farið sjóleiðis, greiðist dagvinnukaup hvern dag sem á ferðinni stendur, en þó einungis fyrir þann stundafjölda sem til dagvinnu telst. Sama gildir um heimferð. Verkamenn skulu hafa fríar ferðir í vinnutíma til og frá vinnustað um hverja helgi, sé unnið í ekki meira en 250 km. fjarlægð frá félagssvæði Dagsbrúnar. Ef vinnustaður er utan 250 km., gilda ákvæðin undir fyrri lið þessarar greinar, að því undanskildu, að ekki er skylt að flytja verkamenn í bæinn nema um aðra hverja helgi. Ákvæði þessara greina um ókeypis flutning milli ráðningarstaða og vinnustaða og kaupgreiðslu meðan ferðin stendur yfir, gilda því aöeins, að verkamaður hætti í vinnu af ástæðum, er vinnuveitandi samþykkir. Allir mannflutningar á landi skulu fara fram í viðurkenndum fólksflutn- ingabílum. Sé af einhverjum óviðráðanlegum ástæðum ófært með venjulegum bifreiðum, er það vinnuveitanda vítalaust, þótt ferðin falli niður til helgar. LÍFEYRISSJÓÐSGREIÐSLUR Frá 1. janúar 1990 greiðir starfsmaður 4% iðgjald til lífeyrissjóðs af öll- um launum og atvinnurekandi með sama hætti 6%. STÖRF TRÚNAÐARMANNA Trúnaðarmönnum á vinnustöðum skal, í samráði við verkstjóra, heimilt að verja, eftir því sem þörf krefur, tíma til starfa sem þeim kunna að vera falin af verkamönnum á viðkomandi vinnustað og/eða viðkomandi verkalýðsfélagi, vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna, og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum. 38

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.