Dagsbrún - 01.10.1989, Síða 2

Dagsbrún - 01.10.1989, Síða 2
Pagsbrún DAGSBRUNARBLAÐIÐ Útgefandi: Verkamannafélagið Dagsbrún Abyrgðarmaður: Guðmundur J. Guðmundsson Umsjón með útgáfu: Athygli h.f./Ómar Valdimarsson Ljósmyndir: G. Róbert Ágústsson Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Klói. Formannspistill: Stórhug — ekki stöðnun Pað er mikið talað um að það sé kreppa í landinu og það fer ekki framhjá nokkrum manni hvert fyrirtækið á öðru fer á hausinn. Það er bæði um að ræða raunveruleg gjaldþrot og gervigjaldþriot. Gervigjaldþrotin eru saga út af fyrir sig sem þyrfti að gegnumlýsa. Þar eru á ferðinni ýmsir óprúttnir fjár- málamenn sem sjá sér hagnað í gjaldþrotum, eru búnir að koma sínum eign- um undan og láta ríkið um að borga vangoldin vinnulaun. En fyrir utan gjaldþrotin hefur nokkuð borið á atvinnuleysi undanfarna mánuði. Á sumum stöðum á landinu er þetta atvinnuleysi árstíðabundið, annars staðar er það viðvarandi svo sem á Akranesi og Selfossi. Víst eiga sinn þátt í þessu ýmis utanaðkomandi áhrif sem við ráðum ekki við, svo sem minni sjávarafli. Og það er alvarlegra mál að sjávarafli mun minnka enn á næsta ári. En bregðast íslendingar við af nægjanlegum stórhug? Höfundur þessa pist- ils er ekki í minnsta vafa um að nýtt álver — í fyrsta áfanga í Straumsvík — og stækkun Búrfellsvirkjunar mundi skapa um það bil eitt þúsund atvinn- utækifæri. Það mundi strax segja til sín í auknum umsvifum og aukinni veltu og það mundi draga úr atvinnuleysinu. í þessu sambandi nægir að minna á að óvíða á landinu eru verkamannalaun hærri en í álverinu í Straumsvík og við virkjunarframkvæmdir. vissulega þarf að fara gætilega í umgengni við erlenda auðhringa en við megum ekki vera svo hrædd við þá að við þorum ekki að nýta þá gífurlegu orku sem býr í íslenskum fallvötnum. Lítum aðeins á sjávarútveginn: Hefur ekki of lengi verið stefna hjá okkur íslendingum „lítill afli fyrir lítið verð“? Mörg fremstu fiskvinnslufyrirtæki landsins, til að mynda Hvaleyri í Hafnarfirði, hafa tekið upp margvíslega nýbreytni í úrvinnslu sjávarafurða. Forstöðumenn þessara fyrirtækja fullyrða að jafnvel þótt aflakvóti væri minnkaður um tíu prósent væri hægt, með nýj- um framleiðsluháttum, að skapa mun fleirri atvinnutækifæri og meiri verð- mæti en gert hefur verið með meiri kvóta hingað til. Mér sýnist að eitt helsta einkenni stóru söluhringanna, SH og SÍS, sé stöðnun. Það er hreinlega grátlegt að á sama tíma og atvinnuleysi þrúgar fjölda útgerðarplássa á íslandi fær SH viðurkenningu frá borgaryfirvöldum í Grymsby fyrir atvinnuaukandi starfsemi í borginni! Sannleikurinn er sá að íslensku verksmiðjurnar í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar — þar sem fleiri hundruð manns vinna — væri hægt að starfrækja hér að langmestu leyti. Það eru nýir markaðir og nýir möguleikar að opnast vítt og breitt um heim- inn. Þeir bíða bara eftir að við uppgötvum þá en það er óráðlegt að treysta því að þeir bíði endalaust. Og vitanlega kostar tíma, fé og fyrirhöfn að kom- ast inn á þessa markaði — en sveltur sitjandi kráka . . . Staðreynd málsins er sú, að það þarf meiri stórhug í íslenskt atvinnulíf. Ekki stöðnun, við höfum nóg af henni. Kaup íslensks verkafólks er ekki orsök fyrir samdrætti og kreppu á íslandi. Launamisrétti fer vaxandi í landinu, kaup sérmenntaðs og sérhæfðs starfs- fólks virðist hækka mun meira en kaup almenns verkafólks. Ef þessi þróun fær að vera óheft leiðir það til enn frekari stéttaskiptingar og misréttis en nú viðgengst í því samfélagi, sem við köllum „stéttlaust" á hátíðarstundum. Nokkuð hefur borið á landflótta á undanförnum mánuðum, ungt fólk og dugmikið treystir sér einfaldlega ekki lengur til að komast af við þau kjör, sem sögð eru bera ábyrgð á „kreppunni“. Víst eru vandamálin mörg — en landflótti er ekki lausn á neinum vandamálum. Hann eykur vandann frekar en hitt. í þessu landi eru möguleikarnir nánast ótæmandi og það er ekki minnsta þörf á að skerða nein þau réttindi sem við og forfeður okkar höfum tryggt með blóði, svita og tárum. Við þurfum að ganga á móti vandanum og sigrast á honum, ekki flýja land. Guðmundur J. Guðmundsson. V erkamannafélagið DAGSBRÚN Félagsstjórn: Formaður . . Varaformaður Ritari ....... Gjaldkeri . . Fjármálaritari Meðstj. . . . Varastjórn. . Guðmundur J. Guðmundsson Halldór Björnsson Hjálmfríður Þóröardóttir Ólafur Ólafsson Guðlaugur Valdimarsson Ásgeir Kristinsson Leifur Guðjónsson Sigurður Rúnar Magnússon Gunnar Þorkelsson Páll Valdimarsson Stjórn Vinnudeilusjóðs: Formaður . . Ólafur Ólafsson Meðstj. . . . Gýmir Guðlaugsson Friðrik Ragnarsson Varamenn . . Leifur Guðjónsson Sigurður Bessason Stjórn styrktarsjóðs: Aðalmenn . . Guðmundur J. Guðmundsson Halldór Björnsson Hjálmfríður Þórðardóttir Varamenn . . Ásgeir Kristinsson Ólafur Ólafsson Endurskoðendur félagsins: Freyr Guðlaugsson Brynjólfur Lárentínusson Varamaður . Sigurður Bessason Starfsmenn á skrifstofu Dagsbrúnar: Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Halldór Björnsson, varaformaður Hjálmfríður Þórðardóttir, ritari Sigurður Bessason, fulltrúi Emilía S. Emilsdóttir gjaldkeri Kristjana Valgeirsdóttir, bókari Þorleifur Friðriksson, söguritari Atli Gíslason, hrl., lögmaður félagsins Ólöf Halldórsdóttir, ræsting Gróa Steinsdóttir, ræsting Skrifstofa Dagsbrúnar að Lindargötu 9, 101 Reykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 09- 17. Útborgun bóta er á miðvikudögum kl. 09- 11. Sími á skrifstofu: 25633. 2 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.