Dagsbrún - 01.10.1989, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 01.10.1989, Blaðsíða 3
Guðmundur J. Guðmundsson um stöðuna í kjaramálum: Verðtryggingu á allt — eða ekkert Frá því að kjarasamningarnir voru undirritaðir 1. maí í vor reiknast hag- deild Alþýðusambands íslands til að kjaraskerðingin nemi um 3,5 prósent- um. Fyrir samningana hafði kaupmáttur hrapað um nálega þrjú prósent frá ára- mótum, svo heildarkaupmáttarrýrnun á þessu ári er orðin hálft sjöunda prósent. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ spáir að miðað við óbreytt ástand í gengis- málum muni kaupmáttur taxtakaups rýrna um hálft annað prósent til viðbót- ar, þannig að heildarkjaraskerðing á þessu ári mun verða um átta prósent. Þetta er miðað við kaupgjaldsvísitölu í júní í fyrra. „Pessar tölur segja ekki allt,“ segir Guðmundur J. Guðmundsson, formað- ur Dagsbrúnar. „Yfirvinna og þar með ráðstöfunartekjur heimilanna hefur dregist saman ennþá meira á þessum tíma og mörg fyrirtæki eru að boða enn frekari samdrátt í sinni starfsemi. Það er enda ekki fyrirsjáanlegt að betri tíð sé í vændum ef fiskveiðikvóti minnkar jafn mikið og áætlað er. Þá minnkar vinna í landi - og ekki síst í Reykjavík, þar sem mesta þjónustan er við útgerð og fisk- vinnslu. Formaður Vinnuveitendasam- bandsins er heldur ekkert að auka mönnum bjartsýni - hann segir hreint út að kjörin eigi eftir að versna mikið á næstunni." Verkalýðshreyfingin skýtur sér undan... Guðmundur bendir á að rýrnun kaup- máttar taxtakaups frá samningunum í vor komi mjög misjafnlega við fólk - og segir að verkalýðshreyfingin hafi látið hjá líða að átta sig á því eða viðurkenna það. „Vaxtapólitíkin, sem rekin er í þessu landi, á einna stærstan þátt í slæmri afkomu fyrirtækja og heimila," segir hann. „Það hlýtur að vera gríðar- legt hagsmunamál fyrir fólk, sem skuld- ar til dæmis húsnæðiskostnað, að fá vextina lækkaða. Þeir hafa ekki verið lækkaðir eins og heitið var í samningun- um og eru nú drápsklyfjar á fjölda fólks, einkum yngra fólki. Umtalsverð vaxta- Guðmundur J.: Ekki hægt að líða það að kaupmáttur hrapi jafnt og þétt allan ársins hring — og það jafnvel þótt gerðir séu mjög hófsamir kjarasamningar. lækkun væri mesta kjarabótin, sem hægt er að veita þessu fólki. Hinsvegar er það auðvitað kjarabót fyrir þá, sem eiga peninga og skulda ekki, að hafa vextina sem hæsta. En hversu stórir eru þessir hópar? Það er það, sem verkalýðshreyf- ingin hefur skotið sér undan að kanna. Ein tala segir ekki svo mikið um kjara- skerðinguna - hún er vafalaust frá því að vera engin og upp í 10-15 prósent, allt eftir aðstæðum. Það þarf að athuga stöðuna og þekkja vandann - gera víð- tæka kjarakönnun, sem ekki tekur bara mið af taxtakaupinu heldur aðstæðum öllum. Hvað eiga menn? Hvað skulda þeir? Hversu mörgum börnum þurfa þeir að framfleyta? Hversu mikið þurfa þeir að vinna til að eiga fyrir mjólk og brauði?" Guðmundur segir að einn stjórnar- manna í Dagsbrún hafi slegið á það, að mjólk og brauð handa fjögurra manna fjölskyldu - þrír lítrar af mjólk og eitt brauð daglega - kosti hvorki meira né minna en um tíu þúsund krónur á mán- uði. Og þá á eftir að kaupa smjör og álegg fyrir nú utan allt annað. Allt verðtryggt nema Iaunin „Hér er sú fáránlega pólitík rekin, að landbúnaðarvörur hækka jafnan mest og það bitnar alltaf á sama fólkinu, barnafólki. Þetta ástand er vitaskuld fullkomlega óþolandi, að landbúnaðar- vörur skuli vera að hækka árið út og árið inn,“ segir formaður Dagsbrúnar. „Ef mjólkin hækkar, þá hækkar láns- kjaravísitalan. Landbúnaðarvörur eru verðtryggðar - og raunar er yfirleitt allt verðtryggt í þessu landi - nema kaupið. Það segir sig sjálft, að það gengur ekki. Þetta kerfi þarf að endurskoða frá grunni. Hvers vegna eiga allir að fá taxta sína hækkaða eftir vélrænu kerfi nema launafólk? Annaðhvort á að vera verðtrygging á öllu - og líka launum verkafólks - eða engu!“ Guðmundur segist hafa miklar áhyggjur af atvinnuástandi á landinu í vetur. „Ástandið er dökkt, sýnist mér,“ segir hann. „Kvótinn er að minnka, verklega framkvæmdir allskonar verða sýnilega minni en verið hefur og staða margra fyrirtækja fer versnandi." — Hvað er þá til ráða? „Kvótaskerðingunni væri hægt að mæta að verulegu leyti með því að landa meira heima og selja aflann ekki óunn- inn úr landi. Spurningin er því þessi: Ætlar verkalýðshreyfingin að horfa á atvinnuleysið ganga hér yfir eða ætlar hún að gera eitthvað í málinu? Þeim mun meira, sem atvinnuleysið er, þeim mun erfiðara verður að ná sér upp á ný. Þess vegna eru verkefnin tvíþætt - stór og aðkallandi. í fyrsta lagi verður verkalýðshreyfingin að beita öllu sínu afli til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Og í annan stað er ekki hægt að líða það að kaupmáttur hrapi jafnt og þétt allan ársins hring - og það jafnvel þótt gerðir séu mjög hófsamir kjarasamningar. Þetta verða verkefni samninganna um áramótin," segir Guðmundur J. Guð- mundsson. -ÓV. DAGSBRÚN 3

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.