Dagsbrún - 01.10.1989, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 01.10.1989, Blaðsíða 4
DAGSBRÚN SÓKN í EIF í síðasta Dagsbrúnarblaði (3. tbl. 1989) var grein eftir Pál Valdimars- son varastjórnarmann í Dagsbrún um stöðu félagsins innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þar sagði Páll með- al annars að eitt af helstu framtíðar- verkefnum félagsins væri „að vinna að sameiningu Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar, sem hlýtur að vera sjálfsögð leiðrétt- ing á alvarlegri tímaskekkju, sem var verjanleg í upphafi þessarar ald- ar en alls ekki í lok hennar. Slíkt sameinað félag yrði án nokkurs efa sterkasta verkalýðsfélag landsins.“ í framhaldi af þessum ummælum var leitað til Rögnu Bergmann, for- manns Framsóknar, og Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dags- brúnar og lögð fyrir þau sú spurning, hvort sameining félaganna væri nú tímabær. Dagsbrúnar Töldu að kvennadeild Ragna Bergmann, formaður Framsóknar: Ekki tímabært Eflaust værum við sterkari í kjarabarátt- unni öll í einu félagi - og þá vil ég benda á að það eru til fleiri félög ófaglærðra í Reykj- avík en Dagsbrún og Framsókn. Engu að síður tel ég að sameining Dags- brúnar og Framsóknar sé ekki tímabær. Að verulegu leyti ráða tilfinningar afstöðu fólks í þessu efni. Ég á til dæmis eftir að sjá að Dagsbrúnarmenn séu tilbúnir að fella niður nafnið á félaginu sínu og vera í félagi, sem heitir eitthvað allt annað. Og það sama má segja um konurnar í Framsókn: fyrir all- mörgum árum, eftir að fyrstu karlmennirnir gengu í félagið, gerði stjórn félagsins það að tillögu sinni á félagsfundi að nafninu yrði breytt úr „Verkakvennafélagið Framsókn" í „Verkalýðsfélagið Framsókn'1. Það var kolfellt. Reynslan af sameiningu karla- og kvenna- félaga annars staðar á landinu bendir til að konurnar verði fljótlega undir, að karlarnir keyri þær í kaf. Tilraunir undanfarinna ára til að rétta hlut kvenna í nefndum og stjórn- um innan verkalýðshreyfingarinnar, og um það hefur jafnvel verið samið í heildarkjara- samningum, hafa borið sorglega lítinn árangur.Þegar fullt og raunverlegt jafnræði ríkir milli kynjanna skal ég verða fyrst manna til að stinga upp á endanlegri samein- ingu félaganna. Ég minnist þess að þegar ég var að byrja að starfa að verkalýðsmálum var ég sett í verkfallsvörslu, sem fólst í því að smyrja brauð, hita kaffi og þrífa. Þannig var verk- fallsvarsla. okkar kvennanna - og það létum við bjóða okkur! Fyrir tveimur árum sendum við í Fram- sókn Dagsbrúnarmönnum bréf með ósk um að þeir tilefndu þrjá menn í samráðsnefnd félaganna. Sú nefnd hefur nokkrum sinnum komið saman. Ennfremur höfum við sam- ráðsnefnd með lífeyrissjóðnum, þar sem sitja fulltrúar beggja félaga, lífeyrissjóðsins og lögmenn félaganna. Það má því segja að samstarf félaganna hafi verið gott og oft höf- um við flutt sameiginlegar tillögur við ýmis tækifæri. Samráðsnefndirnar hafa gefið ágæta raun og ef vel tekst til áfram, þá eru þær að sjálfsögðu fyrsta skrefið í átt til sam- einingar. Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur, sem vinnur að ritun sögu Dagsbrúnar, hefur tekið saman kafla um hlut kvenna í sögu Dagsbrúnar og reykvískrar verkalýðshreyfingar. Eftirfarandi er unnið upp úr efni frá Þorleifi: Það var strax á fimmta fundi Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar 1906 að Pétur G. Guðmundsson, ritstjóri Alþýðublaðsins (gamla), sté í pontu og gerði að tillögu sinni, að stofnuð yrði sérstök kvennadeild innan félagsins og að konur, sem ynnu sömu störf og karlar, fengju einnig sömu laun. Pétur var þekktur fyrir róttækar skoðanir en nú þótti mönnum hann hafa gengið of langt. Tillaga hans fékk væg- ast sagt dræmar undirtektir. Einn fund- armanna taldi að kvennadeild myndi spilla siðgæðinu eins og þekkt væri af vinnustöðum, þar sem kvenfólk væri að vinna innan um karlana. Hann sagði að „hugsunin væri óeðlileg og öfug og ef þessu yrði komið á fót væri ísland hið eina land í heimi, annað en Rússland, sem hefði þannig fyrirkomulag.“ Aðrir ræðumenn á þessum Dagsbrún- arfundi létu í ljós ótta við harðnandi samkeppni um vinnuna ef launajafnrétti yrði komið á. Konur myndu flykkjast á 4 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.