Dagsbrún - 01.10.1989, Side 5

Dagsbrún - 01.10.1989, Side 5
OG FRAM- ÍA SÆNG? „Dagsbrúnarliðið vill þrengja sér. . .“ Þegar rætt var um hugsanlega sam- einingu Dagsbrúnar og Framsóknar missti stjórnarkona í Framsókn út úr sér svohljóðandi vísukorn: Félagið okkar er framfarasinnað framtíðin kannski er óráðin enn. Dagsbrúnarliðið v01 þrengja sér innað okkur sem konum en þar eru menn. fundur 1906: myndi spilla siðgæðinu vinnumarkaðinn og þá væri viðbúið að húsmæðrum gæti reynst erfitt að fá kvenfólk í ígripavinnu, fiskbreiðslu eða þvotta. Eftir miklar umræður var borin upp tillaga um að félagið kysi sjö manna nefnd til að athuga hvað helst mætti gera til að bæta kjör þeirra kvenna, er ynnu daglaunavinnu í Reykjavík. En jafnvel sú tillaga þótti of byltingarkennd og var felld með 84 atkvæðum gegn 26. Næstu árin voru allnokkur átök í bænum um kvenfrelsi en það var ekki fyrr en 25. október 1914, að verkakonur tóku sig saman og stofnuðu Verka- kvennafélagið Framsókn. Dagsbrúnar- menn voru fyrstir karla til að fagna fé- lagsstofnuninni og sýndu fögnuð sinn í verki með því að tilkynna að framvegis yrðu fundir í Dagsbrún opnir Fram- sóknarkonum. Vináttubragðinu svör- uðu konurnar með því að opna sína fundi fyrir Dagsbrúnarkörlum. Litlum sögum fer hinsvegar af heim- sóknum milli félaganna og harla fáir Dagsbrúnarmenn í dag munu hafa setið fund í Framsókn eða Framsóknarkonur fund í Dagsbrún. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar: Kynskipt félög eru tímaskekkja Ég er mjög fylgjandi því að sameina Dagsbrún og Framsókn og mun beita mér fyrir því að umræður um það fari í gang milli félaganna. Við eigum hiklaust að taka hönd- um saman og mynda öflugasta verkalýðsfé- lag á landinu hér í Reykjavík. Þróunin í verkalýðshreyfingunni á íslandi stefnir öll í þá átt - það er líklega ekki nema bara í Reykjavík, Hafnarfirði og Vestmannaeyj- um, þar sem eru sérstök félög fyrir karla og önnur fyrir konur. Það er tímaskekkja. Dagsbrún og Framsókn eiga margt sam- eiginlegt og sameining þeirra myndi örugg- lega mjög styrkja stöðu verkafólks í Reykja- vík. Vinnusvæði þessara félaga liggja víða saman og á mörgum vinnustöðum eru bæði konur úr Framsókn og karlar úr Dagsbrún - og jafnvel konur líka því í Dagsbrún eru konur orðnar um 200. Samstarf þessara félaga er nú þegar umtalsvert og gott, við rekum til dæmis saman lífeyrissjóð, sem fljótlega verður þriðji stærsti lífeyrissjóður á landinu. Á milli forustusveita félaganna er gott persónulegt samband - sem er frumskil- yrði fyrir því að viðræður geti farið í gang í einhverri alvöru. Ég hef lengi verið andvígur því að skipta þjóðfélaginu eftir kynjum - jafnréttið má ekki vera orðin tóm, það á að vera raun- verulegt og algjört. Karlar eiga að einhenda sér í baráttuna fyrir fullkomnu jafnrétti kynjanna - fyrir mannréttindum dætra sinna, systra, eiginkvenna og mæðra. Tímar misréttisins eru liðnir, nú eru tímar sam- stöðu kynjanna og starfsgreinanna. En þótt ég sé sannfærður um að slíkt félag yrði þróttmikið og kröftugt þá er mér vel ljóst að Dagsbrún og Framsókn er ekki hægt að sameina með valdboði, svona ákvörðun er ekki hægt að taka nema með nokkrum aðdraganda. Það má heldur ekki gleyma til- finningum fólks - mönnum þykir vænt um sitt félag og vilja gjarnan halda í hefðimar. Ég vil til dæmis ekki láta nafnið Dagsbrún og mig grunar að þær í Framsókn vilji ekki láta sitt nafn - jafnvel þótt það sé orðið nokkuð flekkað af öðrum. DAGSBRÚN 5

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.