Dagsbrún - 01.10.1989, Side 7

Dagsbrún - 01.10.1989, Side 7
Aðbúnaður verkamanna á vinnustöðum: REYKJAYÍKURBORG TEKUR FORUSTUNA „Á síðustu misserum hefur það gerst, að borgin er að taka forustu í þeim mál- um sem snúa að aðbúnaði verka- manna á vinnustöðum," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, þegar tíðindamenn Dags- brúnarblaðsins fóru með honum í heim- sókn í tvær nýjustu hverfisstöðvar gatnamálastjóra á dögunum. Með nýju stjórnskipulagi embættis gatnamálastjóra var hagrætt verulega í rekstrinum og settar upp fimm hverfis- stöðvar sem þjóna hver sínum borgar- hluta. í apríl var vígð hverfisstöð VI á Stórhöfða 9 þar sem áður var Sorpeyð- ingarstöð Reykjavíkur. Sú stöð þjónar byggðinni austan Elliðaáa, þ.e. Grafar- vogi, Selás og Árbæ. í vetur starfa þar um 15 menn en þegar mest var í sumar voru starfsmenn um fjörutíu. í húsinu, sem er nýtt, er matsalur starfsmanna, skrifstofur og salerni með böðum. Það er snyrtilegt að koma inn í þetta hús - gólf flísalögð, veggir bjartir og menn annaðhvort á sokkaleistum eða inniskóm. „Munurinn á þessari aðstöðu og gluggalausa bragganum, sem við vor- um í áður hér niður á Þórðarhöfða, er eins og svart og hvítt,“ sagði Kjartan Gíslason rekstrarstjóri, sem við hittum þarna að máli. „Þar óðu menn að sjálf- sögðu inn á stígvélum og vinnugöllum en í þessu nýja húsi er öll umgengni allt önnur. Það kemur jafnvel fyrir að menn skipta um föt áður en þeir setjast til borðs.“ Kjartan sagði að böðin í húsinu væru heldur lítið notuð enn sem komið væri - einstaka maður færi þó í bað að loknum vinnudegi - en vafalaust myndi það fær- ast í aukana að menn notuðu sér þá góðu aðstöðu sem þarna væri. Dagsbrúnarmenn, sem við ræddum við, létu hið besta af aðstöðunni og sögðust ekki hafa komið á annan vinnu- stað verkamanna, þar sem aðbúnaður væri jafn góður. Sömu sögu var að segja í nýjustu hverfisstöðinni í fallegum trjálundi á Miklatúni, þaðan sem miðborg Reykja- víkur er þjónað. Þar voru gerðir upp Matsalurínn í bækistöðinni á Miklatúni: Guðmundur J. fær tíu dropa með Gísla Guðmunds- syni rekstrarfulltrúa. Hverfisstöð III á Miklatúni er í fallegum og friðsælum skógarlundi þar sem starfsmenn garö- yrkjustjóra höfðu áður bækistöð. gamlir skúrar, fyrrum bækistöðvar garð- yrkjunnar, og lítur nú allt út eins og það hafi verið byggt nýtt. Starfsmannafjöldi þar er svipaður og á Stórhöfða. Rekstrarstjóri er Hallgrímur Oddsson. Enn eru starfsmenn í hverfisstöð III, eins og heitir á Miklatúni, ekki farnir að nota rúmgóð og snyrtileg böðin - en á leið inn í matsalinn ganga þeir framhjá röð af vöskum sem óhreinir menn voru greinilega nýbúnir að nota óspart þegar við fórum þarna um. „Þetta er tvímælalaust besta aðstaða sem ég þekki,“ sagði Hörður Hjartar- son, fulltrúi, sem við hittum að máli í matsalnum, „og í raun furðulegt að þetta skuli ekki hafa verið orðið svona fyrir löngu síðan.“ DAGSBRÚN 7

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.