Dagsbrún - 01.10.1989, Page 8

Dagsbrún - 01.10.1989, Page 8
Hvers vegna á ég að Lífeyríssjóðirnir Hugmyndir embættismanna á haust- dögum um að skattleggja vaxtatekjur lífeyrissjóðanna vöktu upp hörð við- brögð og snögg - raunar svo hörð, að fjármálaráðherrann sá sitt óvænna og bar til baka allar vangaveltur um að ein- hver alvara væri í þeim hugmyndum. Það er ekki undarlegt þótt fjáröfl- unarmenn ríkissjóðs líti hýru auga til lífeyrissjóðanna - eignir þeirra nema samtals nærri 80.000.000.000 krónum, áttatíu milljörðum. Það slagar hátt í all- ar erlendar skuldir þjóðarinnar. En þetta er ekki einasta atlagan, sem gerð hefur verið að lífeyrissjóðunum á undanförnum vikum og mánuðum. All- ir hafa heyrt menn tala illa um lífeyris- sjóðinn sinn og láta í ljós þá skoðun, að miklu betra væri að sjá um sína ávöxtun sjálfur; menn tala jafnframt um kosti gegnumsstreymissjóða, flókið kerfi, of marga lífeyrissjóði, einn lífeyrissjóð fyr- ir alla landsmenn og svo framvegis - fyr- ir nú utan almennt þjark um að lífeyris- sjóðirnir séu ræningjabæli og aðsetur smákónga á topplaunum. Fjórði stærsti sjóðurinn I framhaldi af þessu fórum við á fund Hrafns Magnússonar, framkvæmda- stjóra Sambands almennra lífeyrissjóða (SAL), en í því sambandi er meðal ann- arra Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar, fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins. Fyrsta spurningin sem lögð var fyrir Hrafn var þessi: -Hvers vegna á maður endilega að vera í lífeyrissjóði - fyrir nú utan þá staðreynd, að það er lögboðið? „Lífeyrissjóðirnir eru samtrygginga- kerfi sjóðfélaganna,“ sagði Hrafn. „Með þátttöku í lífeyrissjóði eru launþegar mjög vel tryggðir - auk ellilíf- eyris njóta sjóðfélagar örorku-, barna-, og makalífeyris. Frá næstu áramótum munu launamenn leggja tíunda hluta allra launa sinna í lífeyrissjóðina - þeir sjálfir fjögur prósent, atvinnurekendur sex - og þannig tryggja þeir enn frekar afkomu sína þegar þeir láta af störfum. f öðru lagi hafa lífeyrissjóðirnir þann þjóðhagslega kost, að þeir eru í eðli sínu lögbundinn skyldusparnaður og eru stærsti þáttur innlends sparnaðar í landinu. Lífeyrissjóðirnir halda uppi húsnæðiskerfinu, veita lán til félaga sinna og veita fé í ýmsa fjárfestinga- sjóði, sem ætlað er að treysta atvinnu- vegina. Á þann hátt draga lífeyrissjóð- irnir úr þörfinni fyrir erlent lánsfé.“ — Er það besti kosturinn fyrir Dags- brúnarmann að vera í Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar? Lífeyrissjóðirnir ekki bankabók „Nei, besti kosturinn væri að vera rík- is- eða bankastarfsmaður. Lífeyrisrétt- indi þeirra eru miklu betri en aðrir launamenn njóta og raunar svo góð, að í heild hefur þjóðfélagið ekki efni á að veita öllum starfandi mönnum sambæri- leg lífeyrisréttindi." 5 mánaða fangelsi Tveir fyrrum eigendur Tívolísins í Hveragerði voru nýlega dæmdir í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir fjársvik. Svikin fólust í því að mennirnir tveir héldu eftir lífeyrissjóðs- framlögum starfsfólks í Tívolíinu og skyldusparnaði starfsfólks annars fyrir- tækis, sem þeir ráku í Reykjavík. Sam- tals var þetta nærri hálf milljón króna. Þessi dómur, sem kveðinn var upp í Sakadómi Reykjavíkur, sýnir glögglega hversu alvarlegum augum dómstólar líta það, ef atvinnurekendur skila ekki lögbundnum greiðslum í lífeyrissjóði. Ástæða er til að minna Dagsbrúnar- menn á að fylgjast vel með því, að öll- um greiðslum, sem teknar eru af kaupi, sé skilað til réttra aðila. Nánari upplýs- ingar má fá á skrifstofu Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar á Suður- landsbraut 30 í Reykjavík, s. 84799. launa rætt við Hra framkvæmdi — Hvað með aðild að svokölluðum frjálsum lífeyrissjóðum, eins og til dæm- is þeim sem Fjárfestingafélag íslands rekur? „Andstætt við almennu lífeyrissjóð- ina, sem byggjast á svokölluðu upp- Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða: Besti kosturinn væri að vera ríkis- eða bankastarfsmaður. söfnunarkerfi, það er að segja að fólk safnar sér réttindum á löngum tíma, eru þessir sjóðir sem þú nefnir séreignar- sjóðir. Þeir eru í rauninni ekki annað en bankabók, sem menn leggja inn á og fá síðan lífeyri í samræmi við það. En við þetta fyrirkomulag er sá augljósi og alvarlegi galli, að þegar þú ert orðinn 8 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.