Dagsbrún - 01.10.1989, Síða 9

Dagsbrún - 01.10.1989, Síða 9
vera í lífeyrissjóði? eru samtrygging fólks fn Magnússon, istjóra SAL sjötugur og byrjar að taka þinn lífeyri, þá þarftu að ákveða hversu lengi þú ætl- ar að lifa, hversu lengi greiðslurnar eiga að endast. Slíkt veðmál um lífslíkur er í hæsta máta ógeðfellt og niðurlægjandi hverjum einstaklingi. í almennum líf- eyrissjóði þarf ekki að reikna út lífslíkur sínar - menn fá lífeyri greiddan svo lengi sem þeir lifa. í frumvarpi til laga um starfsemi líf- eyrissjóða, sem er búið að liggja í skúffu þriggja fjármálaráðherra í tvö ár, er gert ráð fyrir að allir lífeyrissjóðir muni greiða örorku- og makalífeyri. Þegar það kemur til framkvæmda verður Frjálsi lífeyrissjóðurinn ekki lengur líf- eyrissjóður heldur viðbótartrygging og um hana er allt gott að segja. Þá er annar ókostur við svona „einka- lífeyrissjóð“ og hann er sá, að viðkom- andi nýtur ekki samtryggingarinnar. Ef hann verður til dæmis öryrki á miðjum aldri þarf hann að ganga í sinn eigin sjóð. í almenna lífeyrissjóðakerfinu fær hinsvegar fertugur öryrki lífeyrisréttindi sín framreiknuð eins og hann hefði greitt allt til sjötugs.“ Staða fertugs Dagsbrúnarmanns En tökum nú dæmi af fertugum Dags- brúnarmanni, sem hefur greitt í Lífeyr- issjóð Dagsbrúnar og Framsóknar frá stofnun hans, segjum 20 ár til hægðar- auka. Samkvæmt gildandi kerfi gefur hvert ár í sjóðnum lífeyrisréttindi upp á 1,8% af launum. Á tuttugu árum hefur þessi fertugi Dagsbrúnarmaður því unn- ið sér inn 36% lífeyrisréttindi, eftir tíu ár verður hlutfallið komið upp í 54%. (Þó er sá varnagli hafður á hér, að vegna þess að svokallaður reiknigrund- völlur sjóðanna er talinn rangur gerir áðurnefnt frumvarp um starfsemi sjóð- anna ráð fyrir að árleg réttindi verði lækkuð í 1,45% á ári.) Gefum okkur að þessi fertugi Dags- brúnarmaður vinni til sjötugs og borgi mánaðarlega í lífeyrissjóðinn. Þá verð- ur hann búinn að vinna sér inn 72% líf- eyrisréttindi, það er að segja: Hann fær 72% af launum sínum í lífeyri. Gefum okkur ennfremur að hann hafi lágmarkslaun, sem í dag eru um 40 þús- und krónur á mánuði. Þá fengi hann sjötugur 26 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóðnum, 10.600 krónur í ellilíf- eyri og tekjutryggingu upp á 16.400 krónur. Full tekjutrygging er í dag 22.400 krónur en hún er tekjuháð. Frí- tekjumarkið er 12.800 krónur, skerð- ingin 45% á tekjur umfram þessar 12.800 krónur og því fengi hinn ímynd- aði Dagsbrúnarmaður sjötugur alls um 53 þúsund krónur á mánuði í lífeyris- greiðslur úr sínum eigin sjóði og almannatryggingakerfinu. „Þetta dæmi er til marks um að þeir sem eru á lágum launum sinn starfsferil eru sæmilega settir þegar þeir eru komnir á aldur,“ sagði Hrafn Magnús- son. „Þeir sem eru á hærri launum ná hinsvegar aldrei því, sem þeir höfðu áður - séu þeir ekki ráðherrar og hæsta- réttardómarar - því tekjutrygging þeirra skerðist meira eða fellur alveg niður.“ — Þú nefndir áðan að reiknigrund- völlur lífeyrissjóðanna væri rangur og að þeir lofuðu meira en þeir gætu staðið við. Ertu með því að segja að lífeyris- sjóðirnir séu á hausnum? Vextir munu lækka „Ekki beinlínis... en það er alveg ljóst að iðgjöld og ávöxtun sjóðanna verða að geta staðið undir skuldbinding- um þeirra og eins og nú horfir munu þeir ekki allir geta það þegar fram líða stundir. Þrennt kemur til greina til að leysa þennan vanda. í fyrsta lagi að lækka lífeyrinn, sem ekki þykir góður kostur, í öðru lagi að hækka iðgjöldin og í þriðja lagi þurfa sjóðirnir að leita leiða til að ávaxta sitt pund betur en þeir hafa gert. Með því að lækka reiknig- rundvöllinn úr 1,8% lífeyrisréttindum á ári niður í 1,45% og ná 3,5% raun- ávöxtun á ári umfram lánskjaravísitölu er talið að hægt verði að leysa þennan vanda sjóðanna.“ — En nú er ávöxtunin miklu meiri en 3,5%... „Já, í augnablikinu er hún miklu hærri en hún hlýtur að lækka í framtíð- inni. Með núverandi ávöxtun er að hluta til verið að leysa fortíðarvanda sjóðanna, sem skiptir milljörðum í allt. Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Fram- sóknar hefur til dæmis tekið á sig miklar byrðar vegna verðtrygginga samkvæmt lögum um eftirlaun til aldraðra. Sömu- leiðis er þessi hærri ávöxtun núna notuð til að rétta af hallann af því mikla tapi, sem sjóðirnir urðu fyrir á tímum óðaverðbólgu og neikvæðra vaxta.“ 6 milljarðar í lífeyri í landinu eru nú starfandi um 85 líf- eyrissjóðir. Verði frumvarp um starf- semi lífeyrissjóða (samið af Endur- skoðunarnefnd lífeyriskerfis með 8- manna nefnd og 17-manna nefnd) að lögum er gert ráð fyrir að sjóðunum fækki verulega. Sjóðunum hefur fækk- að nokkuð á undanförnum árum- þeir voru um 100 fyrir áratug eða svo. Fimm stærstu sjóðirnir eru með um 45% af heildareignum lífeyrissjóðanna í landinu og 20 stærstu sjóðirnir eru með um 75% af heildareignunum. Líf- eyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins, næst á eftir lífeyrissjóðum ríkisstarfs- manna, SÍS og verslunarmanna. Árlega greiða lífeyrissjóðirnir um 6 milljarða króna í lífeyri. Þar af greiða SAL-sjóðirnir urn einn milljarð til um tíu þúsund félagsmanna og á fjárlögum fyrir þetta ár er gert ráð fyrir öðrum milljarði í lífeyrisgreiðslur til ríkis- starfsmanna. DAGSBRÚN 9

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.