Dagsbrún - 01.10.1989, Blaðsíða 12

Dagsbrún - 01.10.1989, Blaðsíða 12
Fullur sigur Dagsbrúnar í Skorradalsmálinu — forkaupsréttur hreppsnefndar úr gUdi fallinn — dómi undirréttar áfrýjað til Hæstaréttar 20. júlí í sumar voru Dagsbrún og fyrri eigendur Hvamms í Skorradal sýknuð af öllum kröfum hreppsnefndar Skorradalshrepps um að samningur félagsins og fjögurra Thors-systra um kaup Dagsbrúnar á sumarhúsi í landi Hvamms og 17,5 hektara eignar- landi skyldi felldur úr gildi og jafnframt að hreppsnefndinni væri afsalað landið fyrir 11,4 milljónir króna. Auk þess var hreppsnefndin dæmd til að greiða Dagsbrún og Thors-systrum hvorum um sig 350 þúsund krónur í málskostnað. Hreppsnefndin ákvað að áfrýja dómin- um til Hæstaréttar og var það þingfest þar 2. október. Forsaga þessa máls er sú, að 12. júlí í fyrra keypti Dagsbrún „sumarhús í landi Hvamms í Skorradalshreppi, ásamt eignarlandi sem er 17,5 ha. að stærð... ásamt öllu sem fylgir og fylgja ber,“ eins og segir í kaupsamn- ingnum. Kaupverðið var 11,4 milljónir króna. Tilkynnt var um söluna til hreppsnefndarinnar og Jarðanefndar Borgarfjarðarsýslu jafnframt því sem hreppsnefndinni var boðinn forkaups- réttur að eigninni samkvæmt ákvæðum jarðalaga frá 1976. Hreppsnefndin synjar um leyfi til sölunnar Hreppsnefndin synjaði systrunum um leyfi til sölunnar og jarðanefnd sömu- leiðis með vísan til þess að hún teldi hana óæskilega. Dagsbrún og eigendur Hvamms kærðu ákvarðanir nefndanna til landbúnaðarráðherra sem ógilti ákvarðanir hreppsnefndar og jarða- nefndar með þeim ummælum, að mat ráðuneytisins væri að ráðstöfun eignar- innar væri ekki andstæð hagsmunum sveitarfélagsins. Þá gerðist það að hreppsnefndin ákvað að neyta for- kaupsréttar síns, sem hún taldi hafa orðið virkan á ný við úrskurð ráðherra. í framhaldi af því var reynt að ná sáttum í málinu en án árangurs. Eftir það reyndi hreppsnefndin að 12 DAGSBRÚN inna af hendi greiðslur fyrir eigninni en Thors-systur vildu ekki taka við þeim peningum á þeim forsendum að enn væri óútkljáð deilan um forkaupsrétt hrepps- nefndarinnar, að nefndin hefði glatað forkaupsrétti sínum með því að neyta hans ekki innan tilskilins frests og að Dagsbrún stæði fast á kaupunum. 23. nóvember í fyrra höfðaði hrepps- nefndin mál gegn Dagsbrún og systrun- um fyrir aukadómþingi Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu og krafðist þess að fá forkaupsrétt sinn viðurkenndan og kaupsamninginn ógiltan. Ekki bæði sleppt og haldið í málflutningi lagði hreppsnefndin á það áherslu, að samkvæmt jarðalögum reyndi því aðeins á forkaupsréttar- ákvæði að áður hefði verið veitt sam- þykki til ráðstöfunar viðkomandi jarðar eða jarðarparts; eigandi væri ekki bund- inn af kaupsamningi fyrr en samþykki sveitarstjórnar lægi fyrir og fyrr yrði forkaupsréttur ekki virkur. Mótrök Dagsbrúnar og Thors-systra voru einkum þau, að þar sem hrepps- nefndin hefði vanrækt að taka afstöðu til forkaupsréttartilboðs innan þess frests, er jarðalög gera ráð fyrir, þá hefði forkaupsréttur hennar fallið niður. Þegar hreppsnefndin hafi ákveð- ið að synja um samþykki á ráðstöfun landspildunnar skv. kaupsamningnum hafi hún afsalað sér rétti til að ganga inn í kaupin. Jarðalögin gefi hreppsnefnd ekki kost á að gera hvort tveggja: að banna fyrst söluna en ganga síðan inn í kaupin ef bannið reyndist ólöglegt. Ýmis fleiri rök voru og færð fram. Þetta er í raun kjarni deilunnar: Hvort hreppsnefndin hafi getað synjað um samþykki til sölu jarðarpartsins án þess að nýta sér um leið forkaupsrétt sinn. Dómarinn, Bjarni Lárusson, full- trúi, komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Eða eins og hann segir í niðurstöðu dómsins: „Með því að taka greina ógildingarkröfu stefnanda (þ.e. hreppsnefndarinnar) með rökstuðningi hennar væri verið að rýmka frest þann er stefnandi hafði lögum samkvæmt til að svara forkaupsréttartilboðinu en til þess brestur lagastoð.“ Dómsorðið er svohljóðandi: „Stefndu, Margrét Þ. Johnson, Sofía L. Thors Wendler, Ragnheiður Haf- stein, Katrín Kristjana Thors og Verka- mannafélagið Dagsbrún, skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, Hrepps- nefndar Skorradalshrepps. Stefnandi greiði stefndu, Margréti, Sofíu, Ragnheiði og Katrínu, samtals kr. 350.000 í málskostnað og Verka- mannafélaginu Dagsbrún kr. 350.000 í málskostnað. Tildæmdar málskostnaðarfjárhæðir beri dráttarvexti skv. ákvörðun Seðl- abanka íslands frá 15. degi eftir dóms- uppsögu, til greiðsludags... “ Af hálfu Dagsbrúnar flutti málið lög- maður félagsins, Atli Gíslason, hrl., af hálfu Thors-systra Ragnar Aðalsteins- son, hrl., en af hálfu hreppsnefndarinn- ar Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.