Dagsbrún - 01.10.1989, Side 13

Dagsbrún - 01.10.1989, Side 13
Hvað á að gera í Hvammi? Uppbygging í Skorradal er framtíðarverkefnið „Þegar málaferlunum um Hvammsland- ið verður endanlega lokið munum við fara í að skipulegga svæðið og hefja síð- an uppbyggingu þar,“ segir Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar og styrktarsjóðs félagsins, en sá sjóður á helminginn í Hvammslandinu á móti félagssjóði. „Það var upphaflega - og er raunar enn - ætlun okkar að byggja þarna eins og sex orlofshús, nægilega strjált til að menn séu þar vel út af fyrir sig,“ segir Halldór. „Þetta verður framtíðarverk- efni okkar. Félagið á nú þegar fjórtán .orlofshús og íbúðir annars staðar á land- inu og hluta í sumarhóteli að auki, þannig að við erum mettir að þessu leyti víða uro landið.“ Mikið verk er óunnið í landi Hvamms. Þar er gríðarlega mikill skógur, sem þarf að grisja verulega svo hægt sé að komast um hann með góðu móti og verður reynt að komast hjá að farga þeim trjám eftir fremsta megni - hugsanlega verður eitthvað af þeim flutt austur í Biskupstungur, þar sem Dagsbrún á um 17 hektara spildu í landi Stóra-Fljóts. Það land var keypt um 1940 og var þá hugmyndin að byggja þar sumardvalaheimili fyrir börn Dagsbrún- armanna. Af því varð þó ekki og verður varla úr þessu. í Hvammslandinu er fyrir stórt og veglegt íbúðarhús, um 160 fermetrar, sem Dagsbrúnarmenn hafa nokkuð not- að í sumar. Raunar er ekkert því til fyrirstöðu að nota húsið einnig yfir vetrartímann (sé á annað borð fært vegna snjóa) því það er hitað með raf- magni. Húsið stendur á steyptum grunni og er kjallari undir því að hluta. í því eru sex svefnherbergi og svefnloft fyrir 14 manns, tvö baðherbergi og rennandi vatn í hverju herbergi. Vel var vaúdað til hússins í upphafi og hafa menn á orði hversu vegleg og vönduð öll húsgögn í því eru. Sveitasetur væri líklega besta lýsingin á Dagsbrúnarhúsinu í Hvammi. • Þokkalegasta veiði er og í Skorradal- svatni og hafa Dagsbrúnarmenn verið að hirða þar ágæta fiska í sumar. Hægt er að leggja net í vatnið og hefur í því skyni verið keyptur lítill gúmmíbátur, sem geymdur verður í húsinu. A jörðinni Hvammi, sem er í eigu Thors-systra, er ekki búið og hefur ekki verið lengi. Búskapur lagðist þar niður fyrir um hálfri öld en Skógrækt ríkisins hefur jörðina á leigu til 1999 o^ hefur stundað þar umfangsmikla skógrækt. Orlofshúsið í Skorradal er fimmtánda orlofshús Dagsbrúnar. Fyrir á félágið fimm hús í Ölfusborgum, tvö á llluga- stöðum í Fnjóskadal, tvö á Einarsstöð- um á Héraði, tvö í Svignaskarði í Börg- arfirði, -tvær íbúðir á Akureyri, eitt hús í Vatnsfirði og þrettánda hluta í sumar- hótelinu í Flókalundi. Að auki hefur í sumár verið leigt eitt orlofshús í landi Vatns á Höfðaströnd. DAGSBRÚN 13

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.