Dagsbrún - 01.11.1989, Blaðsíða 36

Dagsbrún - 01.11.1989, Blaðsíða 36
ÁUNNIN RÉTTINDI Áunnin réttindi verkamanna skulu haldast við endurráðningu innan eins árs. Á sama hátt skulu áunnin réttindi taka-gildi á ný eftir eins mán- aðar starf, ef endurráðning verður eftir meira en eitt ár, en innan þriggja ára. Verkamaður sem unnið hefur eitt ár eða lengur samfellt hjá sama vinnuveitanda, skal á sama hátt njóta áunninna réttinda á ný eftir þriggja mánaða starf, ef til endurráðningar kemur eftir meira en þriggja ára starfshlé, en þó innan fimm ára. TIL ATHUGUNAR FYRIR ATVINNULEYSISBÓTAÞEGA Forsenda greiðslu atvinnuleysisbóta er að bótaþegi láti skrá sig vikulega hjá vinnumiðlunarskrifstofu síns sveitarfélags. Falli skráning niður, fellur einnig niður réttur til atvinnuleysisbóta fyrir það tímabil nema ef lagt er fram lækninsvottorð, en þá falla ein- ungis niður þeir dagar sem viðkomandi var veikur. í síkum til- fellum skal bótaþegi mæta til skráningar um leið og hann er orð- inn heill heilsu. Þeir sem neita vinnu sem þeim er boðin án þess að hafa til þess ríkar ástæður missa rétt til bótagreiðslna. ÚTBORGUN BÓTA Athygli skal vakin á því að útborgun bóta svo sem atvinnuleysisbóta og sjúkradagpeninga er eingöngu annan hvern miðvikudag kl. 9—12. NÁMSKEiÐ FYRIR BYGGINGAVERKAMENN Fyrirhugað er að halda fyrsta námskeiðið fyrir byggingarverkamenn í október, námsgögn eru öll tilbúin. Þeir félagsmenn sem vinna við bygg- ingarvinnu og hjá verktökum eru beðnir um að hafa samband við skrif- stofu félagsins varðandi nánari upplýsingar. 36

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.