Alþýðublaðið - 11.02.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.02.1924, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 4 elginleikar, sem óspatt er beitt gegn þeim, sem vantar máttion að sporna móti broddunum. í tornöld voru það vopain, sem hðfðu úrskurðarvaldið, og voru þau engu síður notadrjúg í hðndum tátælingsins en auð- mannsins til að jafna órétt og ánauð, en nú eru það orðin og peningarnir, sem mestu ráða. Ef einhver hefir svo mikið kjaftavit, að hann kann að beita tungu sinni betur en andstæðingur hans, er honum sigurinn vís, þótt hann svo fari með rangindi. Þannig eru ástæðurnar nú. Hver hugsar um sinn eiginn hag. >Fyrirvi#nur< þjóðarinnar stinga upp í sjálfa sig beztu bit- unum af því, sem hún á að lifa af, og það svo ríflega, að þeir geta ekki einu sinni fleygt í hána rusli til að halda í henni lífinu, — drepa hana með hung- ursdauða. Fögur fyrirmynd fyrir eftirkomandi kynslóðir. (!) Svartur blettur í sögu framtiðarinnar! Vonandi rís upp ný þjóðhetja á meðal okkar, er geti opnað augu almennings fyrir þeirri hættu, sem fram undan er, og leiði þjóðina á þá bráut, er liggur til gætu og velmegunar. En alþýðan verður oll að sjá, sTiilja og starfa óskift tii þess, að því marki verði náð. Allir sem einn! Agúst Jónsson, N. Lenin. Eftir Hendrik J. 8. Ottósson. m Fáir menn hafa verib eins á vörum þjóftanna og Lenin. Verka- lýðurinn elskaði hann, en bur- geisarnir formæltu honum. Hvort tveggja sýnir bezt, hvert álit menn höfðu á honum, hver maður hann var. þýzki jafnaðarmannaforinginn Bebel var vanur að segja: >í hvert sinn, er burgeisarnir taka til að hrósa mér, spyr óg sjálfan mig: »Heyiðu nú, Bebel gamli! Hvaða bannsetta vitleysu hefir þú nú gert, að þú veiðskuldir hrós slíkra mannhunda?< Lenin þurfti ekki að segja slíkt. Hann gerði aldrei neina slíka vitleysu. Lenin var tæplega meðalmaður á hæð, herðabreiður og lotinn. Hann var ljós á brún og brá, en sköllóttur síðustu ár æflnnar, enda gaf hann sér» aldrei tíma til að njóta lífsins. Þegar hann talaði, hlustuðu allir. Ég varð meira en tSkutulIc, blað Alþýðutlokkains á Isafirði, sýnir ljóslega Topnaviðskifti burgeisa og alþýðu þar vestra. Skutull segir það, sem segja þarf. Ritetjóri íéra Guðm. Guðmundsson frá Gufudal. Gerist iskrifendur Skutuls frá nýári á afgreiðslu Alþýðublaðsins. lítið hissa fyrsta sinn, er ég heyrði hann tala. Ég bjóst við því, að hann stæði með reidda hnefa og léti hátt. Hann stóð brosandi fyrir framan áheyrendurna (2. þing Kommunista-Internationale) með hendurnar í buxnavösunum og jós skömmum yfir fulltrúa óháðra jafnaðarmanna þýzkra (Dittmann og Chrispien), enda varð þeim svarafátt. Allir hlustuðu. jafnt þeir, er skildu, og binir, er ekki skikiu stakt prð. Lenin talaði. Síðan heyrði óg hann oft tala, en ávalt ríkti sama kyrðin í salnum. Rit Lenins eru geysilega merki- Jeg. enda þótt minning hans sem foringja muni lengst halda nafni hans á lofti. Deila hans við Kari Kautsky Býndi greiniiegast yflr- burði hans. Margir hafa fundið Karl Marx það til foráttu, að hann var harð- ur og óbilgjarn gagnvart öðrum byltingamönnum, sem ekki höfðu Bdgsr Rioo Burroughr: Sonur Tarzans. mann úr skóginum. Maðurinn lá fram á makka hests- ins og knúði hann sporurn ákaflega. Rétt á eftir kom hinn hesturinn — mannlaus. Hanson stundi, er hann gat sér til, hvað gerst hefði i skóginum. Bölvandi keyrði hann hest sinn sporum, ef vera kynni, að hann gæti rekið ljónið frá bráð sinni; — hann hélt á byssunni. Þá kom ljónið i ljós á eftir hesti stúlkunnar. Hanson botnaði ekki i því; hann vissi, að Númi myndi ekki elta hestinn, hefði hann náð stúlkunni. Hann stöðvaði hest sinn, miðaði vandlega og skaut. Ljónið stanzaði hlaupin, snéri sér við og beit i hlið sina; svo valt það steindautt um koll. Hanson reið inn i skóginn og kallaði á stúlkuna. „Hér er ég,“ kom svar úr tré rétt yfir höfðí hans. „Hittirðu hann?“ „Já,“ svaraði Hanspn. „Hvar ertu? Hér skall hurð nærri hælum. Það mun kenna þór að heimsækja ekki skóginn á náttarþeli." Þau gengu út á sléttuna og mættu þar Morison, sem reið hægt á móti þeim; hann sagði, að hestur sinn hefði fælst, og að sér hefði gengið illa að stöðva hann. Hanson glotti; hann mintist fótanna, sem hann hafði séð berja sporunum i nára hestsins, en hann mintist ekki á það, sem hann hafði séð; hann setti Meriem fyrir aftan sig, og þau riðu þegjandi heim að bæn- um. XIX. KAFLI. Kórak kom út úr skóginum á eftir þeim og tók spjót sitt úr herðum Núma; hann brosti enn; honum hafði þótt ákaflega gaman að öllu saman. Eitt olli hon- um heilabrota, — hve stúlkan hafði fimlega haíið sig upp i tréð fyrir ofan sig; það var likara Mangana, — likara hans týndu Meriem; hann andvarpaði; hans horfna Meriem! Litla' dauða Meriem! Hann fýsti að vita, hvort þessi ókunna stulka liktist Meriem i fleiru; hann langaði ákaflega til þess að sjá liana; hann horfði á eftir þeim, er þau riðu yfir slóttuna; hvar skyldi heimili þeirra vera? Hann langaði til* þess að elta þau, en hann horfði þó bara á eftir þeim, unz þau hurfu i fjarska. Stúlkan og Englendingurinn höfðu valtið i huga lians gamlar_ endurminninga'r. Einu sinni hafði hann dreymt um það að lifa eins og þau, en við dauða Meriem hvarf sú löngun; hann kaus nú að eyða æfi sinni i einveru eins langt og hann gat frá öllum mönnum; hann andvarpaði og hvarf i skóg- inn. Bwana mætti æfintýra-fólkinu á svölunum; hann lá andvaka, er hann heyrði byssuskot úti á slóttunni, og fór á fætur, því að hann hólt, að Manson hefði kann ske verið á heimleið og orðið fyrir slysi. Hjá ráðsmanni sinum frétti hann, að Hanson væri farinn fyrir nokkrum klukkustundum. Við nánari athugun sá hann, að hestur Meriem var horfinn og einnig hestur sá, er Baynes hafði oftast notað. Jafnskjótt þóttist hann vita, að Morison Baynes hefði skotið, og var að búa sig af stað til þess að gæta betur að? þegar þremenningarnir kæmu. Útskýringum Englendingsins var tekið fremur þurlega af Bwana. Meriem þagði; hún sá, að Bwana var henni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.