Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 1

Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 1
Útgefendur: Háskólastúdentar og Stúdentafélag Reykjavikur Ábyrgðarmaður: Guðmundur Ásmundsson 2. tbl. 16. apríl 19h6 MÓTMÆLUM ALLIR! FRÁ ÚTIFUNDI STÚDENTA 31. MARZ ÚTIFUNDURINN, sem Stúdentaráð Háskólans og Stúdentafélag Reykjavíkur efndu til 31. marz síðast liðinn í Reykjavík, hlýtur að vera ógleymanlegur öllum, sem þangað komu. Þótt rigning væri og dimmt í lofti, var bjart yfir þeim þúsundum manna, sem streymdu að Mið- bæjarskólanum þennan dag. Við eldheit eggjunarorð ræðumannanna læsti hrifning sig um fólkið og fagnaðarlætin glumdu. Annars gekk ekki þrautalaust að koma á þessum fundi. Fyrst neitaði útvarpsráð stúdent- um að ræða sjálfstæðismálið í útvarpinu, því næst var þeim synjað um öll kvikmynda- hús bæjarins til fundahalda. Þeim var neitað að flytja ræður sínar af svölum Alþingishússins eða Sjálfstæðishússins við Austurvöll. Fengu þannig allmargir aðilar tækifæri að sýna hug sinn til þessa fundar. En hvað sem því líður, þótt einstakir menn væru á móti okkur stúdentum í þessu máli, þá hefur þjóðin sýnt, að hún er með okkur, og það er mest unr vert. Hér í blaðinu birtast ræður tveggja þeirra, sem töluðu á fundinum, þeirra dr. Jakobs Sigurðssonar, formanns Stúdentafélags Reykjavíkur, og sr. Sigurbjörns Einarssonar dósents.

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.