Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 2

Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 2
Prófessor ÓLAFUR LÁRUSSON, r'éktor Háskólans Landvörn æskumtar I'egar vér íslendingar heimtum aítur fullt sjálf- stæði vort vorið 1944 og slitum síðustu trefjarnar af þeim stjórnskipulegu tengslum, er knýtt höfðu land vort við annað land í nærfellt 700 ár, mun fáa hafa grunað, að áður en tvö ár væru liðin, myndi þjóð vor standa aftur í sömu sporum og hún stóð, er hin rofnu bijnd fyrst voru tengd, vorið 1262. En samt er nú svo komið, að nú bíð- ur vor sams konar örlagastund og þá beið for- feðra vorra. Þjóð, sent afhent hetir annarri þjóð liluta at landi sínu til hersetu og herbúnaðar, getur varla vænzt þess, að aðrar þjóðir telji hana í tölu full- valda þjóða. Hún viðurkennir og gengst undir erlent vald í heimkynnum sjálfrar sín. Hún ger- ir hið sama og forfeður vorir gerðu illu heilli, árið 1262. Ef vér gerum það nú, þá gerum vér að engu allt sem vér unnum 1944, og má þá segja, að sá metnaður, er þjóð vor sýndi þá, ltafi orðið harla skammvinnur og reynzt haldlítill. Allir vita, livern dilk glapræði forfeðra vorra 1262 dró á eftir sér fyrir alda og óborna, og þó er fyllsta ástæða til að ætla, að uppgjöf vor í her- stöðvamálinu myndi hafa enn óheillavænlegri afleiðingar um framtíð þjóðarinnar, svo óheilla- vænlegar, að óleyfilegt væri að nefna þessa tvo at- burði í sömu andránni. Tvennt má þar til nefna. Ef svo skyldi fara, að ófriður kæmi upp milli stórveldanna, með þeini mikilvirku drápsvélum, sem þau ráða nú yfir, þá bíður þjóðarinnar tor- tíming, svo framarlega sem sú styrjöld ekki fer fram hjá henni. Hvort vér verðum svo heppnir að geta verið fyrir utan þann hildarleik, er að sjálfsögðu óvíst, en von gæturn vér gert oss um það, þótt veik kunni hún að vera. E.i ef vér leyfunr einhverju stórveldanna herstöðvar í landi voru, þá eigum vér enga slíka von. Þá er óhjákvæmi- legt, að hernaðurinn herist hingað til lands, með öllum þeim ógnum, sem honum myndi fylgja, og þess skyldu menn vel gæta, að nú er svo kom- ið, að engin hernaðarþjóð, hversu voldug sem hún er, getur varið sjálfa sig, livað þá aðra. Engin þjóð getur komið í veg fyrir það, að kjarn- orkusprengjum sé skotið eða varpað á land það, er hún ræður yfir. Þetta er nú orðið á allra manna vitorði, þótt sumir menn hér á landi reyni að þverskallast við að skilja það. Uppgjöfin 1262 stefndi ekki þjóðerni lands- manna í neinn beran háska. Það lifði og þróaðist þrátt fyrir tengslin við Noreg og síðan við Dan- mörku, og það lifir enn í dag, og það hefir lifað fyrst og fremst í skjóli þess, að vér höfum feng- ið að búa einir í landi voru. Hákon konungur og Magnús sonur lians höfðu ekki í liyggju að flytja erlent herlið til landsins og setja það þar niður til varanlegrar dvalar. En að þessu er stefnt nú, að sambýli íslenzkra og erlendra manna hér í landinu. Hið erlenda lið, sem þyrfti til gæzlu hinna fyrirhuguðu herstöðva, myndi ávallt verða svo mannmargt, að það yrði fjölmenni borið saman við fámenni vort. Þessir menn yiyndu aldrei samlagast þjoðetni voru eða menningu, en við hinu er hætt, að álnif þeitia á oss yrðu meiri en góðu hófi gegndi. Myndi þjóðerni vort þola þetta sambýli til lengdar.-' Það er ekki að ástæðulausu, þótt þeirri spurn- ingu sé varpað fráih. Samskiptin við brezka her- námsliðið hér á landi sýndu það, að héi etu líka til nrenn ,sem engri þjóð er vert að treysta of vel. 2 VÉR MÓTMÆJLUM ALLIR!

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.