Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 5

Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 5
lialda okkur hiklaust með valdi, et við ekki semj- um“. — Mönnunum hlýtur að reynast erfitt að gera slíkar röksemdir sannfærandi. Ég trúi því fast- lega, að herinn muni hverfa af íslandi, ef íslenzka þjóðin gerir þá ákveðnu kröfu, að hann verði að fara. Tiltrti Bandaríkjanna út á við, hið mikla traust, sem ýmsar af smáþjóðum heimsins bera til þeirra, samningsaðstaða þeirra við önn- ur stórveldi — allt þetta hlyti að eyðileggjast, ef þeir ljyrja á því að neyta máttar síns í slíku efni við smáþjóð, sem er þeim vinveitt og hefir sannarlega ekkert til saka unnið. En jafnvel þótt svo ótrúlega tækist til, að þeir færu ekki og hótuðu hvers konar refsiað- gerðum, ef við ekki semdum, þá hljótum við samt að mótmæla allir sem einn, heldur en beygja okkur í auðmýkt fyrir erlendu ofbeldi. Onnur meginástæðan sem sögð er vera til þess, að við ættum að ganga á mála hjá Bandaríkjun- um nú, er sú, að án tollfrelsis þar fyrir útflutn- ingsvörum okkar, sé algjört hrun atvinnuveg- anna yfirvofandi. An svokallaðrar viðskipta- tryggingar við Bandaríkin getum við ekki á komandi árum selt framleiðslu okkar og liljót- um að lenda í örbirgð og volæði. Það er ful! ástæða til þess að taka þessa viðskiptalégu hlið málsins til alveg sérstakrar yfirvegunar. Þessi staðhæfing bölsýnismannanna er alvar- legri og þýðingarmeiri en virðast kynni í fljótu bragði. Ef Jretta er rétt, liefir okkur skjátlazt, þegar við kröfðumst sjálfstæðis okkar. Ef þetta er rétt, hafa þeir menn, er við virðum mest, farið með fleipur eitt, þegar þeir gengu fram fyrir skjöldu og unnu fyrir okkar hönd liið dýrmæta frelsi á þeim grundvelli, að hér mundi í framtíðinni dafna óháð og fullvalda ríki. F.f þetta er rétt, er það í raun og veru aðeins sjálfsblekking, að við höfum raunverulega áunnið okkur nokkurt sjálfstæði, því að það ástand, sent hér ríkir nú. á sannarlega ekki nafnið skilið, ef það er byggt á svo hrynjandi grunni, að til þurfi erlenda máttarstólpa því til viðlialds. En þetta, góðir hlustendur, er sem betur fer alls ekki rétt. Aðstaða okkar veitir okkur nægi- lega möguleika. Náttúruauðæfi okkar eru svo mikil, enda þótt þau séu fárra tegunda, að á þeim má byggja blómlegan atvinnurekstur. Framtak og dugnaður íslenzku þjóðarinnar mun sýna, að það hlýtur að takast. Nú ætla ég ekki að halda því frarn, að fyrir okkur hljóti að liggja eintóm tímabil fjárgróði og almennrar vehnegunar. Vitanlega verðum við ætíð í mjög ríkum mæli háðir viðskiptaástand- inu í umheiminum, og kreppur nágrannaland- anna hljóta einnig að ná til okkar, en ekki verð ur auðvaldara að bera afleiðingar óhagstæðra viðskipta, ef þeim fylgja andlegt volæði og und- irgefni við erlent vald. Því verður ekki neitað, að atvinnuvegir okk- ar eru tiltölulega fábreyttir, og að afkoma þjóð- arinnar í allri fyrirsjáanlegri framtíð hlýtur að byggjast lyrst og fremst á sölu fiskafurða erlendis. Þessu hlýtur auðvitáð alltaf að fylgja nokkur óvissa frá ári til árs, en það .verður þó að telja Islendingum í hag, að þessi vara verður vandfengin ekki einungis á þessu ári heldur einnig framvegis í fjölmörgum af þeim löndunt heimsins, er liggja vel við viðskiptum við okkur. Það, sent á ríður fyrir okkur, er að innleiða þá fjölbreytni í framleiðsluna, sent möguleg er, nota okkur þá beztu tækni, sem kostur er á, bæði \ ið veiðar og vinnslu, læra að þekkja kröfur hinna ýmsu þjóða og u]t]tfylla þær, og að halda uppi stöðugri og óskeikulli markaðsleit og sölustarl- semi í Bandaríkjunum og Itinum ýmsu löndunt Evrópu: Þá er enginn vali á því, að árangurinn verður okkur í alla staði viðunandi. Því er oft haldið fram, þegar talað er um ís- lenzkar iðngreinar, að hér sé svo mikið fámenni, að reksturinn verði of smár' og of ófullkominn til þess að standast erlenda santkeppni. Að því er snertir ýmsar atvinnugreinir er þetta rétt, en á sviði fiskveiðanna og fiskiðnaðarins þurfurn við ekki að vera eftirbátar nokkurrar annarrar Jtjóðar. Eiskurinn og síldin, sem við veiðum. eru svo mikil að magni og gæðum, að þar er margfalt rúm fyrir þær afkastamestu og hag- kvæmustu veiði- og vinnsluaðferðir, sem þekkj- ast meðal Bandaríkjamanna eða nokkurs staðar annars staðar. Við heyrum oft nú á dögum það orð- tak, að eitthvað sé gert með „Ameríkuhraða“. Fólk talar gjarna um Ameríkuhraðann sem eitt- hvað óskiljanlegt og dularfullt, ef ekki blátt áfram ylirnáttúrlegt, og í öllu falli eitthvað, sem veujulegir dauðlegir menn fái ekki leikið eftir. En það sem liggur til grundvallar hinni ágætu framleiðslutækni Bandaríkjanna, er fyrst og fremst skipulag innan hverrar iðngreinar, þraut- lnigsað, margreynt og margendurbætt. Það er óánægja með Jrað sem hefir verið, og sífeldar tilraunir til endurbóta, Jrað er áræðni til þess VÉR MÓTMÆLUM ALLHVÍ 5

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.