Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 8

Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 8
RÆÐUMENN Á ÚTIFUNDINUM Jóhannes Eliasson: „íslending ar eiga að gæta sjálfir lands- ins síns á friðartímum, og það er óverðskuldað vantraust á þjóðina að lialda, að hún geti það ekki“. Dr. Sigurður Þórarinsson: Stúdentar standa enn einhuga vörð um sjálfstæði þjóðar sinnar, minnugir þess, að það var íslenzkur stúdent, sem hafði orð fyrir þeim hópi ís- lendinga, er sagði einróma: „Vér mótmælum allir“. Runóljur Á. Þórarinsson: „Sjálfstæðismál hverrar þjóð- ar á að vera henni of heilagt til að gera það að pólitísku dægurþrasi og langt yfir það hafið“. Kristján Eiriksson: „Við skor- um á alla alþingismenn að gefa okkur afdráttarlaust svör um það, hvort þeir muni ljá því samþykki sitt, að nokk- urt erlent ríki fái herstöðvar hér á landi“. Jón 'P. Emils: „Það á að vera ósk og krafa almennings í landinu, að íslenzki þjóðsöng- urinn og ísl. fáninn megi á ó- komnum öldum vera tákn al- frjálsra manna í frjálsu landi“. Guð m und u r Ásm u n dsso n, fundarstjóri: „Ég vona, að þeir, sem fylgdu okkur stúd- entum í þessu máli, er þeir komu á fundinn, liafi styrkzt í trúnni á málstað sinn, en hinir, ef nokkrir eru, endur- skoði afstöðu sína“. 8 VÉR MÓTMÆLUM ALLIR!

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.