Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 10

Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 10
örlagaríkum krossgötum. Krossgötur eru hættu- legar, e£ trúa má þjóðsögum, einkum á tímamót- um. Þar var sú freisting fyrir menn lögð, að þeir urðu ævinlegir afglapar, ef þeir stóðust ekki. Við höfum ekki, — eða líklega ekki —, eins og oflátungar þjóðsagnanna, ráðizt í það a£ sjálf- vilja að liggja á krossgötum í þetta sinn. En þótt mikil liula sé ylir því öllu, hvar við erum stadcl- ir, þá virðast þær krossgötur, senr \ið erum komnir á, ekki ólíkar þeim, sem af er sagt í þjóð- sögum. A. m. k. er eitthvað talað manna á milli um væna flotskildi og fögur krof, jafnvel gull og aðrar gersemar, sem álfar þeir, er hér birtast í þeim tvíræðu ljósaskiptum, sem yfir veröldinni hvíla nú, láti í skína. Þjóðsögurnar kenna okkur, að þeir, sem létu að ginningum flotsins og krof- anna og álfagullsins, misstu hvort tveggja, mat- inn og vitið, æru og auð, urðu auðnulausir af- glapar þaðan í l'rá. Við getunt reitt okkur á, að okkar afdrif yrðu þau sömu og annarra flot- gogga, ef við færum að jæirra dæmi. Unt [)að eru ekki þjóðsögur einar til vitnis, heldur stað- reyndir mannkynssögunnar. Eg veit ekki, hverju okkur kann að vera lieit- iö gegn því að ljá erlendu stórveldi fangastaðar á landi okkar. En ég veit, hvað við missum, ef við gerum það. Við missum traust og virðingu allra jrjóða, fyrst þeirrar manndómsjrjóðar, sent æskir ítaka í landi okkar, og síðan allra ann- arra. Við missum allt tilkall til þess, að fyrrver- andi sambandsjijóð okkar og önnur Norður- lönd líti á okkur öðruvísi en sem pólitíska skrælingja. Við missurn sjálfstraust og sjálfsvirð- ingu. Við missum, slítum úr okkur þann hjarta- streng, sem tengir okkur þrautum og sigrum , sár- um og sælu, draumum og dáðum horfinna, ísl. manna. Við missum Einar Þveræing, Árna Odds- son tárvotan í Kópavogi, missum Jón Sigurðs- son, j)ví að við höfum svikið Jrá alla. Við miss- um ilminn af gróanda 19. og 20. aldar. Við miss- um 17. júní 1944, jní við umhverfum Jdví, sem þá gerðist, í skrum og skrípaleik. Við missum nú [jegar yfirleitt allt, sem verðmætast er og með öllu óbætanlegt, en ávinnum í mesta lagi í stað- inn það eitt, sem mölur og ryð eyðir og þjcífar stela. Hverju við kynnum að ræna óborna ís- lendinga, vitum við ekki. En jrað þarf ekki að rninna okkur á, hver kostnaður hlauzt af Jreinr fríðindum, sem keypt voru fyrir réttindaafsal ár- ið 1262. Sjálfan sig selur enginn nema með tapi, livað sem líður liagfræði jressara gróðatíma. Gömlu mennirnir kölluðu Jrað að verzla við fjandann að meta æru sína til peninga og leggja framtíð sína ævarandi í veð fyrir stundar- ávinningi, hvort sem Jrað var gert af ótta eða ágirnd. Og Jreir höfðu J>á trú, að slík viðskipli liorfðu til lítils ábata. Hnötturinn er nú orðinn svo- lítill og stór- veldin svo stór, að rneira að segja þessi skiki, sem forsjónin gaf okkur, er orðinn ómissandi fyrir bægslamikil stórhveli, Jjegar þau [rurfa að bítast og byltast. Löngum var þessi hólmi kall- aður útsker eitt, og fáir létu sig varða, hvort hér lifðu rnenn eða kvikindi, skrýmsl eða forynjur, eða afturgöngur þeirra manna, sem forðum festu hér ból. Löngum hurfu gögn hólmans og gæði úr loppnum liöndum okkar til annarra Jrjóða, og ekki vorum við öðrum til rneins eða baga í lífsbaráttu Jreirra, hvorki sjálfrátt né ó- sjálfrátt. Ef nokkurt fólk jarðar á [rað land, sent það byggir, þá eigunt við Jretta. Okkur hefur það kvalið og blessað. Við einir höfum elskað Jrað. Það er engan veginn óhugsandi, að [reir menn reynist sannspáir, sem búast við, að enn munum við sjá styrjaldarvá fyrir dyrum okkar. Um Jrað verður ekki leitað ráða eða úrskurðar til okkar. Onnur styrjölcl verður íleiri ]>jóðum skeinuhætt en okkur og teflir fleirum í tvísýnu. Og við höf- um Jrá séð tilveru okkar ógnað fyrr af ytri at- burðum og okkur óviðráðanlegum. Hættur og Jrrautir geta orðið góðum drengjum gagnsam- legar, en ómennum aldiei. Þeirn verður jafnt að óláni vegur og vesöld, gróði og tap. Og mann- leysur værum við, ef við létum ótta við ókomna atburði véla frá okkur vit og heiður. Það væri ekkert áhorfsmál fyrir okkur að lána landið og j>rengja um kosti íslenzks sjálfstæðis og menn- ingar, ef við vissum, að við gæturn með ]>ví forð- að mannkyninu frá vísum voða eða tortímingu. En við eigum ekki um slíka kosti að kjósa. Við afstýrum engum voða nteð því að verzla með landsréttindi, sóma okkar og framtíð. Það er eins líklegt, að við myndum með slíku einmitt bjóða voðanum heim. Og a. nt. k. erum við í allt ann- ars konar ábyrgð um J>að, sem yfir þetta lancl og heiminn í lieilcl kann að dynja af hernað- arorsökum, ef við gerumst rneð' vilja beinir að- iljar að vígbúnaði ákveðins stórveldis. Konii Jrað, sem koma vill. Kannske hefur Eyjan hvíta beðið Jress eins í allar Jressar aldir að verða að eimyrju í kjarnorkuárás. Þá það. Við skyldum a. m. k. reyna að mæta J>ví með hreinni samvizku og skírum skildi. Máske hafa feðurnir hnípt í sínum leku moldarhreysum, krotað sín stef og 10 VÉR MÓTMÆLUM ALLIR!

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.