Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 15

Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 15
Svar mitt er: Nei. Um rökstuðning við þessa skoðun leyii ég mér að skírskota til ræðu, er ég flutti 1. desember síðastliðinn á svölum Alþingishússins. Gunnar Thoroddsen. Spurningu í bréfi yðar, dags. 2, apríl 1940, svara ég ákveðið neitandi. Hallgrimur Benediktsson. Mér er Ijtift að verða við ósk yðar og svara þessari spurningu. Ég svara henni afdráttar- laust neitandi. Ég vil engan erlendan lier liafa í landinu. Lúðvík Jósepsson. Sem svar við spurningu yðar í bréfi, dags. 2. þ. m., vil ég taka þetta fram. Fyrsta skilyrðið til þess að geta myndað sér ákveðna skoðun í ákveðnu máli, tel ég vera að gerþekkja það. Þetta geri ég ekki með herstöðva- málið. Öllum gögnum, er það snerta, lrefur ver- ið iialdið vandlega leyndum af núverandi ríkis- stjórn, og enn hafa ekki fengizt birt nein bréf eða gögn, er upplýsi málið. Ég mun því halda áfram að vinna að jrví, að málið verði upplýst fyrir alþjóð, og vænti, að þér gerið það sama. Og ég vona, að sem flestir geti orðið sammála um það. Að þeim upplýsingum fengnum mun ég mynda mér skoðun á málinu, og ég vona, að ég geti rætt um jrað við kjósendur mína á þing- málafundum í vor. Pdll Zóþhóniasson. Svar mitt er afdráttarlaust nei . Ég lít svo á, að sú þjóð, sem leyfir erlendum her setu í landinu sínu, á friðartímum, geti ekki talizt frjáls, sjálfstæð og fullvalda. Ég vil því leyfa mér að nota þetta tækifæri til að tjá yður þá skoðun mína, að sjálfsagt sé að krefjast jiess, að her Bandaríkjanna liverfi tafarlaust burt úr landinu. Sigjús Sigurhjartarson. Svar miit við spurningu yðar er: Nei. Ég vil jafnframt þakka stúdentum samheldni þeirra og skilning á því þýðingarmikla máli, er hér um ræðir. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Viðvíkjandi spurningu yðar um herstöðvar hér á landi og álit mitt á því rnáli sendi ég yður sem svar tillögu, sem samþykkt var á fundi í verkamannafél. ,,Dagsbrún“ í nóvember s. 1. „Fundur í verkamannafélaginu „Dagsbrún", haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 1945, lýsir sig eindregið andvígan Jrví, að nokkru erlendu ríki verði veittar hernaðarbækistöðvar hér á landi, og telur, að forráðamönnum þjóð- arinnar beri að vísa tafarlaust á bug hvers konar ásælni erlendra ríkja, hvaðan sem hún kemur og í hvaða mynd sem hún birtist“. Þar sem ég er í einu og öllu sammála því, sem í tillögunni er tekið fram, mun ég hvar senr ég hef aðstæður til leggja Jressu máli Jiað lið, sem ég get. Sigurður Guðnason. Leiga lierstöðva til erlends ríkis er skerðing frelsis og afsal sjálfstæðis þjóðarinnar. Ég vil ekki verðskulda það, að mér verði formælt af niðjum vorum og svara því spurn- ingu yðar afdráttarlaust neitandi. Sigurðúr S. Thoroddsen. Þið vökumenn á vorri slóð, Jrið vikuð einni spurn að mér. Mig hrellir stríð. Ég hræðist blóð. Eg heiti á þann, senr stærstur er, að leysa um aldir allan lýð frá ógn og kúgun harðstjórans, að eyða hatri, stöðva stríð, en stækka veldi kærleikans. Þið ræðið mjög um ríki stáls. Hjá ráðherrum er hljótt um Jrað. Þeir greina ei frá gögnum máls, en gefa vottorð sitt á hvað. Fn ef þið viljið fleira fá að frétta af mér, og rekja spor, svo hefjið för og haldið {)á í Húnajring á fund í vor, að hlýða Joar á manna mál, um margt af því, sem fyrir bar, um ljós og skugga, lýðsins prjál, og landsins gagn og nauðsynjar. Skúli. Guðmundsson. Sem svar við heiðruðu bréfi yðar frá 2. apríl s. 1. vil ég taka fram, að ég er afdráttarlaust VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! 15

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.