Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 16

Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 16
TVEIR SATTMALAR 1946 „ísland og Borgundarhilmur" 1262 Gamli sáttmáli Þat var sammæli bænda fyrir sunnan land ok norðan, at þeir játuðu æfinlegan skatt herra Hákoni konungi ok Magnúsi, land ok þegna með svörðum eiði, XX álnir liverr sá maðr, sem þingfararkaupi á at gegna. Þetta fé skulu saman færa hreppstjórar ok til skips flytja, ok fá í liendr konungs umboðsmanni, ok vera þá úr allri ábyrgð um þat fé. Hér í mót skal konungr láta oss ná friði ok íslenzkum lögum, Skultt sex skip ganga af Noregi til íslands ij sumur enu næstu, en þaðan í frá sem konungi ok hinum beztu bændurn landsins Jiykir hentast landinu. Erfðir skulu upp gefast fyrir íslenzum mönn- um í Noregi, hversu lengi sem Jrær hafa staðit, Jjegar réttir koma arfar til, eða Jjeirra lögligir umboðsmenn. Landaurar skidu upp gefast. Slíkan rétt skulu íslenzkir menn hafa í Noregi sem þá er Jjeir liafa beztan liaft ok þér bafit sjálf- ir boðit í yðrum bréfum,-ok at halda friði yfir oss, svo sem guð gefr yðr framast afl til. Jarlinn viljurn vér yfir oss hafa meðan hann heldr trúnað við yðr, en frið við oss. Skulum vér ok vorir arfar lialda allan trúnað við yðr meðan Jjér ok yðrir arfar Italda við oss Jiessa sáttargerð, en lausir ef hun rýfst at beztu manna yfirsýn. Við leggjum til, að stærsta og minnsta lýðveldi heimsins geri nú þegar með sér tvo sáttmála á framangreindum grundvelli til 25 ára. Banda- ríkin fá með nánar tilteknum skilyrðum leyfi til að hafa herstöðvar í Hvalfirði og við flug- völlinn í Keflavík til landvarnar fyrir bæði ríkin. (BIs.48). A sama tíma heimilar Jjing og stjórn Banda- ríkjanna tolla- og hömlulausa verzlun nreð íslenzkar afurðir í Bandaríkjunum. (BIs. 48). . . . Ef unnt verður að fá í Bandaríkjunum aðgang að hömlulausum innflutningi íslenzkrar framleiðslu, virðist sú breyting, og ekkert annað, geta biargað íslandi frá stórfeldu fjárhags- hruni. (Bls. 43). . . . íslenzkir nántsmenn yrðu þar að staðaldri. Amerísk tækni kæmi að notum við að hagnýta náttúrugæði landsins. (Bls. 56). (Hér vantar ennþá tilsvarandi ákvæði í Nýja sáttmála Jónasar). Málið verður þó leyst til vegsauka þjóðinni eins og kjósendtir leystu lýðveldismálið 1944. (bls. 26). mótfallinn þvi, að Jslendingar veiti nokkrn erlendu ríki herstöðvar hér d landi. Steingr. Aðalsteinsson Af alhug og harla glaður geng ég í flokk þeirra íslendinga, sem krefjast Jjess, að allt er- * 16 VÖR MÓTMÆLUM ALLIR! lent herlið verði, þegar í stað, á brott úr landi voru, og að engu ríki verði hér landvist leyfð fyrir vígamenn sína og manndrápatilfæringar. Með Jdví að standa einhuga um Jjessar kröfur geta íslendingar lagt drjúgan skfrf til öryggis og friðar í heiminum. Þórðitr Benediktsson. BORGARPRENT

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.