Vér mótmælum allir - 28.06.1946, Síða 1

Vér mótmælum allir - 28.06.1946, Síða 1
Útgefendur: Háskólastúdentar og Studentafélag Reykfavlkur Ábyrgðarmaður: Guðmundur Ásmundsson 4. tbl. 28. júní 1946. VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! Dr. EINAR ÓL. SVEINSSON, prófessor: Ræða scyljánda jtíní 1946 Þegar lýðveldi var endurreist á íslandi árið 1944, var til þess valinn sá dagur, sem einna kærastur hafði verið þjóðinni, 17. júní, afmælis- dagur Jóns Sigurðssonar. Þetta var ekki aðeins viðurkvæmilegt, heldur og rökrétt. Margir eru þeir rnenn, sem unnið hafa að frelsi íslendinga, vitsmunamenn, hæfileikamenn, mannkostamenn, sem af heilum liug hafa lagt krafta sína frarn til þess. En það er eins og Jón Sigurðsson hafi svo sem brennigler safnað öllum geislum í eitt, hugsjónum, stjórnvizku, dug og óþrjótandi elju, svo að hann er meginhreyfiaflið í' frelsisbaráttu þjóðarinnar. Og þegar sú barátta hafði loks borið þann árangur, að brott voru numdar hinar síð- ustu leifar hinna gömlu erlendu yfirráða, arfur- inn frá 1262, þá hlaut sá atburður að verða tengdur við minningu þessa einstaka sonar íslands. Mjög misjafnir eru þeir menn, sem miklu hafa komið til leiðar í heiminum. Stundum hefur þetta verið eins og segir í Hávamálum: daufur vegur og dugir. Menn, sem hafa verið síður en svo annmarkalausir, hafa þó orðið að miklu liði. En þegar til Jóns Sigurðssonar er horft, getur þar að líta mann óvenjulegum og fjöíbreyttum hæfileikum búinn, óvenjulega heilsteyptan og annmarkalausan. Hann lét sig máli skipta allt, sem íslenzkt var eða gat horft íslenzku þjóðinni til heilla. Þau málefni, sem hann fjallar um, voru furðulega fjölbreytt, hann vissi vel, að ekki þurfti aðeins að vekja þessa svefnugu og sárkúguðu þjóð, heldur og fræða hana nálega í öllunr greinum. Það er unun að lesa sumar stjórnmálagreinar hans. Ég nefni sem dæmi grein hans Alþingi á Islandi í 1. árg. Nýrra félagsrita, liina einstöku gaum- gæfni og rökvísi, hinn djúpa skilning á þjóð- frelsi og mannréttindum og áhrifum þess á ein- staklinga og þjóðlífið allt. Það er leitun á vitur- legri orðum um lýðræðið, grundvöll stjórnmála- lífs nútímans. Það er sagt um Njál gamla, að hann var lang- sýnn og langminnugur. Þessa kosti átti Jón Sigurðsson í ríkum mæli. Langminni hans: það er óvenjuleg þekking á sögu og högum íslenzku þjóðarinnar, sú þekking var ekki dauður fróðleik- ur, heldur lifandi, djúpur og gaumgæfilegur skiln- ingur á þeim öflum, sem þar hafa leikizt við, hversu viðskipti þeirra og áhrif hafa verið ýmis- leg, hversu tímarnir breyttust og hvers vegna. Það var lífrænn skilningur, sem veitti hjálp í baráttu nútímans, heill ráðgjafi, óþrjótandi vopnabúr. — Það er gömul röksemd um nyt- semd sagnfræðinnar, að hún hafi dæmi til eftir- breytni, en það má heita, að hver kynslóð kepp- ist við að gera þessa röksemd að engu með því að brjóta móti því, sem læra má af reynslu lið- innar tíðar. En Jóni Sigurðssyni var ekki þannig farið, hann reyndi að notfæra sér reynsluna. Hann hafði óvenjulega þekkingu á hag íslendinga, þegar örbirgð þeirra var sem mest, Hann vissi vel, hvað það kostaði að glata frelsinu. Víða má sjá hinn mikla skilning hans á pólitískri sögu Sturlungaaldarinnar: hvaða öfl voru það, sem urðu frelsinu til glötunar? Skilningurinn á þessu er ekki líflaus og gagnslaus fróðleikur,

x

Vér mótmælum allir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.