Þjóðvörn - 18.11.1947, Page 1

Þjóðvörn - 18.11.1947, Page 1
2. árganguf. 1. tölublað. ÞJOÐVORN Þriðjudaginn 18. nóv. 1947. Gylii Þ. Gíslason pvóiessor: Framkvæmd flugvallarsamningsins Ræ&a, ilutt á A.lþingi 20. olctóher 1947. Herra forseti! Það er nú liðið rúmt ár síðan Alþingi samþykkti flugvallarsamn- inginn svonefnda. í þessum samn- ingi eru fólgin fjögur meginatriði: í) Herverndarsamningurinn skyldi falla úr gildi og her sá, sem hér hafði verið, fluttur á burt. 2) Keflavíkurflugvöllurinn skyldi verða íslenzk eign. 3) Bandaríkjastjórn skyldi heimilað að nota flugvöllinn í ákveðnu skyni í tiltekinn tíma og stjórna sjálf starfsemi sinni þar. 4) Ákveðið var að Bandaríkjastjórn skyldi njóta vissra sérréttinda í sambandi við starfsemi sína og starfsmenn á vellinum. Ég var því andvígur, að þessi samningur væri gerður, og voru það aðallega þrjú atriði, sem ollu því. 1) Ég taldi samninginn. skerða al- ger umráð íslendinga yfir landi sínu og hér væri því urn sjálf- stæðis- og hagsmunamál að ræða, sem í senn hefði menningarlega og fjárhagslega þýðingu. 2) Ég taldi samninginn varhuga- verðan vegna þess, að bækistöðv- um á flugvellinum mætti fyrir- varalítið breyta í herstöðvar, og ég taldi í grundvallaratriðum rangt af smáþjóð að láta stórþjóð í té stöðvar, sem hægt væri að nota sem herstöðvar. 3) Ég taldi það óeðlilegt og rangt, að veita Bandaríkjamönnum þau sérréttindi, sem þeim voru veitt í samningnum með tilliti til skatta og tolla. Þegar sanmingurinn var til um- ræðu hér á Alþingi í fyrra, má segja, að fram hafi komið þrjár megin- skoðanir í sambandi við þann vanda, sem samningnum var ætlað að leysa, þ. e. a. s. kröfuna um, að Bandaríkja- menn yrðu á burt með her sinn. í fyrsta lagi vildu sumir heimila Bandaríkjamönnum viss afnot af Keflavíkurflugvellinum áfram, þ. e. a. s. meðan þeir hefðu hergæzlu í Þýzkalandi og í sambandi við hana, að annast þar vissa starfsemi og hafa þar starfsmenn undir eigin stjórn. I í öðru lagi var sú skoðun, sem haldið var fram af háttv.Sósíalistafl., að Bandaríkjamönnum skyldu mein- uð öll afnot af Keflavíkurflugvell- inum. Þriðja skoðunin var sú, sem fram kom í breytingartill. okkar háttv. 3. landkjör. þingnr. Hannibals Valdimarssonar og till. háttv. þing- manns Strandamanna, Hermanns Jónassonar, og núverandi hæstvirts atvinnumálaráðherra? Bjarna Ás- geirssonar, en hún var fólgin í því, að Bandaríkjamönnum skyldu heimiluð afnot af flugvellinum með- an þeir hefðu herskyldum að gegna í Þýzkalandi, en að flugvöllurinn og allur rekstur hans væri algerlega undir íslenzkri stjóm. Ég skal ekkrorðlengja frekar um það, hvort rétt hafi verið eða rangt að gera umræddan samning. Það, sem nú er um að ræða, er hvort sanmingurinn hafi verið vel eða illa framkvæmdur, hvort vel eða illa hafi verið haldið á rétti íslend- inga við framkvæmd lians. Þrjdr fyrirspurnir til utanríkisráðherrans. í upphafi þessa þings hafði ég af- ráðið að bera fram þrjár fyrirspurnir til hæstv. utanríkisráðherra viðvíkj- andi framkvæmd samningsins. Ég hefi talið að framkvæmd hans hafi ekki verið lýta- eða ágallalaus, og þess vegna hafði ég ákveðið að bera fram þær fyrirspurnir, sem ég skal nú leyfa mér að lesa: 1) Hvers vegna hefir ekki verið sett reglugerð sú, um stjórn og rekst- ur Keflavíkurflugvallarins, sem ráð er fyrir gert í flugvallarsamningn- urn, sem samþykktur var 5. október 1946? 2) Eru framkvæmdir þær, sem nú er unnið að á Keflavíkurflug- vellinum, gerðar með samþykki rík- isstjórnarinnar? 3) Er það rétt, að hið ameríska flugfélag, sem annast rekstur Kefla- víkurflugvallarins í urnboði Banda- rikjastjórnar, hafi nær engan erlend- an gjaldeyri selt íslenzkum bönk- um? Þegar ég hafði afhent þessar fyrir- spurnir til skrifstofunnar, sagði ég hæstv. forsætisráðh. frá þeim, og tjáði hann mér þá, að von væri á skýrslu frá hæstv. ríkisstj. um þetta mál allt. Mæltist hann til þess, að ég biði skýrslunnar og drægi þessar fyrirspurnir til baka og féllst ég á það. Nú hefir þessi skýrsla komið fram. Hún hefir verið lesin hér á Alþingi og auk þess birt í blöðum. Segja má, að í skýrslunni sé leitazt við að svara fyrstu fyrirspurninni, sem sé því, hvers vegna hafi ekki verið sett reglugerð um stjórn og rekstur Keflavíkurflugvallarins, og er ástæðan, sem fram er færð, sú, að nauðsynlegt sé að fá víðtækari reynslu en orðið er til þess að unnt sé að setja reglugerðina. Mér finnst þessi skýring ekki full- nægjandi. Það er liðið ár síðan þessi samningur var gerður og hálft ár síðan Keflavíkurflugvöllurinn var afhentur íslendingum sem eign þeirra. Þessi tími er svo ríflegur, að hægt hefði átt að vera að setja reglu- gerð til þess að skera úr ýmsum vafaatriðum, sem um er að ræða í samningnum og í ljós liafa komið í sambandi við framkvæmd hans. Við annarri spurningunni hefir fengizt fullt svar. Mér skilst, að hæstv. ríkisstj. hafi samþykkt þær miklu framkvæmdir, sem verið er að vinna að á flugvellinum. Hitt er annað mál, hvort hæstv. ríkisstj. hef- ir þar gert rétt eða ekki. Á þriðju spurninguna er ekki miníizt eða svar við henni. Á þau mál, sem þar er vikið að, hefir ekki verið minnzt áður við þessar urn- ræður. Siðan ég ætlaði að bera fram fyrirspurnirnar, hefi ég fengið upp- lýsingar, sem ég tel staðfesta, að það sé rétt, að þetta ameríska flugfélag hafi nær engan erlendan gjaldeyri selt íslenzkum bönkum. Þó er vitað, að það greiðir allmiklar fjárhæðir í íslenzkum peningum. Það er vitað, að allt kaup sem starfsmenn þess fá greitt á íslandi, er greitt í íslenzk- um peningum og auk þess kaup þeirra manna, sem vinna við hinar geysimiklu framkvæmdir þess, sem og ýmis reksturskostnaður flugfélags- ins. Ég sé ekki, að félagið geti haft aðrar tekjur í íslenzkum peningum en þær, sem það fær af að selja far- miða með vélum sínum frá Ameríku til Norðurlanda, og það ætti ekki að rnega selja öðrum farmiða fyrir íslenzka peninga en íslendingum. En mér kæmi mjög á óvart, ef tekj- ur félagsins af íslenzkum farþegum væru svo miklar, að nægðu fyrir öllu því, sem félagið þarf að nota af ís- lenzkum gjaldeyri. Hér er um eitt- hvað það að ræða, sem ekki er full- ljóst, og ég held, að öllum væri fyrir beztu, að þetta mál yrði upplýst til fulls. Ef það er svo, að félagið selji útlendingum far fyrir íslenzkan gjaldeyri, þá á hæstv. ríkisstj. að stöðva það og hefði raunar átt að vera búin að stöðva það fyrir löngu. Urn þá skýrslu flugvallamefndar- innar, sem hæstv. utanríkisráðh. las upp, er það að segja, að hún varð mér til nokkurra vonbrigða. Mér finnst ekki vera í henni ýmsar upp- lýsingar, sem nauðsynlegt sé að fá, og auk þess finnst mér, að í henni gæti nokkurrar minnimáttarkenndar gagnvart Bandaríkjamönnum. Hins sama finnst mér hafa gætt í ræðum hæstv. utanríkisráðh. og hæstv. flug- málaráðherra. Mér finnst þeir hafa lagt höfuðáherzlu á að sýna fram á, að allt það, sem aflaga hafi farið, sé að kenna starfsmönnum, sem fyrrverandi flugmálaráðh. hafi ráðið. Nú er það auðvitað fjarri mér að rnæla því bót, sem aflaga fer, og tel ég það jafnámælisvert, hver sem í hlut á, en hitt vil ég leyfa mér að átelja, að það sé gert að aðal- atriði, hvaða íslenzkum embættis- mönnurn það sé að kenna, sem af- laga fer, í stað þess að skýra frá, hverjar ráðstafanir hafi veríð gerðar til þess að koma í veg fyrir slíkt framvegis. Og það er vissulega at- hyglisvert, að ekkert orð skuli látið falla um það, að afstaða eða að- gerðir Bandaríkjamanna hafi valdið nokkrum erfiðleikum við fram- Framhald á bls. S. Próiessor, clr. ph.il. Einar Ól. Sveinsson: EFTIR ÁR Ár er liðið síðan samning- urinn um Keflavíkurflugvöll- inn var samþykktur. Á alþingi átti sá samningur andstœðinga af flestum flokk- um, andstœðinga, sem greiddu atkvœði á máti honum. Og fullyrða má, að meðal kjósend- anna voru andstæðingarnir til- tölulega miklu fleiri. Andstæðingar samningsins, bœði utan þings og innan, létu skýrt og skorinort í Ijós skoð- un sína á honum. Þeir reyndu að koma öllum í skilning um, hverjar afleiðingar hann gæti haft. Voru þessir menn of bölsýn- irl Voru þeir að mála skratt- ann á vegginn? Nú er liðið ár síðan þetta var. Stuttur tími, en hann hef- ur reynzt nógu langur. Því miður hefur það, sem menn óttuðust og sögðu fyrir, rætzt í öllum greinum. Það er óhugnanlegt, að ekki skyldi eitt smáatriði geta orðið ögn skárra. Og það er sama frá hverju sjónarmiði er litið, þjóðernis, siðferðis, laga: Keflavíkurflug- völlurinn er holdfúasár á þjóð- arlíkamanum íslenzka. Þess er mikil þörf, að það sár sé grætt jafnskjótt og auð- ið er. Að öðrum kosti getur það orðið ólæknandi. Það sár er ekki grætt fyrr en íslendingar hafa full og óskoruð ráð yfir landi sínu, ekki aðeins í orði, heldur og á borði. Lýðveldisstofnunin fyrir hálfu fjórða ári fær með engu móti samrýmzt láni nokkurs hluta lands til erlends veldis. Lýðveldisstofnunin er ekki fullkomnuð fyrr en þetta ástand er á enda. o*o»oéo*o»o»o«o< Fun^urinn í Tjamarbíó* Almcnnur fundur um efndir flugvallarsamningsins var haldinn í Tjarnar- bíó 16. nóv. kl. 2 síðdcgis. Fundarboðandi var Þjóðvarnarfélag íslendinga. Hús- fyllir var, svo að hvert sæti var skipað og 50—60 urðu að standa allan tímann. Margir urðu frá að hverfa. í fjarveru formanns félagsins, séra Sigurbjarnar Einarssonar dósents, setti Eiríkur Pálsson bæjarstjóri fundinn með stuttri ræðu. Aðrir ræðumenn voru: Gylfi Þ. Gíslason prófessor, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, frú Sigríður Eiríksdóttir og dr. Broddi Jóhannesson. Undir- tektir fundarmanna voru afburða góðar. í fundarlok var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: Almcnnur fundur í Tjarnarbíó í Reykjavík, haldinn að tilhlutan Þjóð- varnarfélags íslendinga, sunnudaginn 16. nóvember 1947, skorar á rikisstjórn- ina að Ieggja sig fram um, að samningurinn um flugvöllinn á Reykjanesi verði þannig framkvæmdur, að réttar og hagsmuna íslcndinga verði gætt í hvívetna. Fundurinn mótmælir harðlega og eindregið þeirri ágengni, sem Bandarikja- menn hafa sýnt islenzku þjóðinni með því að skýra og framkvæma, að vísu óljós og lítt hugsuð ákvæði samningsins, einvörðungu sér í hag, og telur slikt með öllu ósamboðið virðingu Bandaríkjanna sem lýðræðisþjóðar. Beri því brýna nauðsyn til, að nú þegar verði sett reglugerð, er taki af allan vafa um þau efni, sem ágreiningi hafa valdið, svo sem um tolla, skatta o. fl. Fundurinn telur, að íslenzk stjórnarvöld hafi hingað til eigi sem skyldi gætt íslenzkra hagsmuna í sambandi við framkvæmd samningsins og sé slíkt ílla farið, og minnir á, að samkvæmt 5. grein samningsins hefur lýðveldið ísland óskoraðan fullveldisrétt og úrslita yfirráð varðandi umráð og rekstur flugvallarins, mannvirkjagerð og athafnir þar. Ennfremur skorar fundurinn á ríkisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir, er séu til þess fallnar að tryggja það, að ísland geti tekið að sér í vaxandi mæli rekstur flugvallarins. Loks leggur fundurinn sérstaka áherzlu á, að neylt verði fyrsta tækifæris til þess að lieimta flugvöllinn undir íslenzk yfirráð að fullu og öllu, enda er þá bezt unnið í samræmi við íslenzkan þjóðarvilja.

x

Þjóðvörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/938

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.