Þjóðvörn


Þjóðvörn - 18.11.1947, Blaðsíða 2

Þjóðvörn - 18.11.1947, Blaðsíða 2
5 ÞJÓÐVÖRN Þriðjudaginn 18. nóv. 1947 Séra. Ja.lt.oh Jónsson: HuéleiSiné um ílugvallarmáliS Þegar ég læt frá mér fara nokkrar línur um hið svokallaða flugvallar- mál, er það alls ekki gert í þeim tilgangi að þrautræða öll atriði máls- ins. Ég hefi hugsað mér að minn- ast á nokkur atriði, sem að mínu viti og tilfinningu skipta miklu, í sambandi við lausn þess í framtíð- inni. Gífuryrði gagna lítið. í fyrsta lagi: Það gildir ekki einu, hvemig þetta mál er rætt. Blaða- menn hafa vanið sig á að nota gíf- uryrði tungunnar um alla hluti. Þeir hafa sprengt sig á sprettinum og eiga nú ekki nema eitt orð yfir allt, sem verða má föðurlandinu til miska, orðið „landráðamaður". Og það er notað við öll tækifæri, enda er þetta orð nú orðið að hráka og hégóma, sem enginn tekur mark á. Sem bam lærði ég að líta á land- ráðamenn sem föðurlandssvikara, er brigðust landi sínu, eins og Júdas sveik Jesú, — menn, sem vísvitandi seldu það í óvinahendur, vitandi vel, að afleiðingin yrði ill. Að gefa einhverjum landráðamannsheiti, er í mínum augum sama og að segja, að hann væri líklegastur til að selja þjóð sína og land vísvitandi í óvina hendur. Að gera slíkt orð að eins konar slagorði dægurmálanna, og nota það um stóran hóp af mönn- um, jafnvel heila stjómmálaflokka á víxl, er því full-langt gengið. Þing- mennimir, sem illu heilli sam- þykktu flugvallarsamninginn, hafa verið nefndir landráðamenn. í mín- um augum eru þeir það ekki. Og margir, sem hrópa hæst að þeim, kynnu að fara líkt að, ef um aðra málsaðila^yæri að ræða. í viðtölum við menn he'. ég orðið var við, að sumir háværir gagnrýnendur flug- vallarsamningsins mæla hiklaust bót ýmissi ágengni annarra stórvelda við önnur lítil lönd, — ágengni, sem er engu minni ókurteisi en fram- koma Bandaríkjanna gagnvart okk- ur. — Sann-íslenzk sjónarmíð að hverfa. Aðrir menn, sem aftur á móti eru samþykkir flugvallarsamningnum, sýnast líkt á vegi staddir, þannig að þeir sýnast geta sætt sig við allt, sem Bandaríkin gera til að tryggja áhrif sín, en ónotast út í sama fram- ferði hjá öðrum stórveldum. Þama er komið að því, sem í mínum aug- um er alvarlegast, að í tali manna á meðal eru sann-íslenzk sjónarmið að hverfa, ekki vegna neinna land- ráða eða föðurlandssvika, heldur af því að það er þegar farið að líta á oss sem þáfttakendur í styrjöld. ViO pa, sem þannig hugsa, vildi ég segja þetta: Ef aðstaðan er orðin þannig, að skoðun íslenzkra stjórn- arvalda, að við þurfum að fara að segja til litar og ganga í vamarsam- band við aðrar þjóðir, er ég persónu- lega þeirrar skoðunar, að Norður- landasamband væri eðlilegast. En meðan ekki heyrist neitt ákveðið um myndun slíks sambands, vil ég láta öll hernaðarsambönd liggja milli hluta, og vara menn eindregið við að líta á flugvallarsamninginn sem hernaðarlega nauðsyn frá okk- ar hálfu. Hitt er annað mál, að í fyrra haust varð ég þess var í Noregi og Danmörku, að margir höfðu til- hneigingu til að líta á beiðni Banda- ríkjastjómar sem ósk um að fá tiyggðar herstöðvar á íslandi. En um það tjáir auðvitað ekki að tala framar. Gert er gert. Komið sem komið er. íslenzka þjóðin verður að vita, hvað hún vill. En samningstímabilið er ekki lengi að líða, og senn kemur að því, að hægt er að endurskoða samning- inn. Þá verður íslenzka þjóðin að vita, hvað hún vill, því að það skref, er þá verður stigið, kemur til með að hafa úrslita-þýðingu fyrir framtíð landsins um langan aldur. Mér virð- ast spurningarnar, sem fyrir liggja, vera svo ofur blátt áfram, að það er í rauninni undarlegt, að þær skuli hafa valdið öðrum eins hvelli og orðið hefir. Fyrsta spumingin er auðvitað sú, hvort við þurfum sjálfir nema einn stóran flugvöll. Verður varla haldið fram með nokkurri sanngirni, að svo sé. Af þeim sökum mætti þegar leggja niður annaðhvort Reykjavík- ur- eða Keflavíkurflugvöll. Sé miðað við styrjaldarhættu, er enginn vafi á því, að það er Reykjavíkurflug- völlur, sem á að eyðileggja. En sé það ekki gert, af því að menn vilji fremur hafa frið í huga, þá er held- ur engum blöðum um það að fletta, að það er ekki vegna eigin þarfa, sem íslendingar varðveita fíugvöll- inn í Keflavík. Af þeim sökum mætti gera hann ónothæfan, hve- nær sem er, án skaða fyrir landið. Til þess að starfrækja flugvöllinn með útlendri aðstoð, gætu aðeins legið tvær ástæður. Önnur sú, að við þyrftum flugvöllinn, en hefðum ekki mannafla og fé til slíks. Hin ástæðan, að við starfræktum vÖllinn vegna útlendinga og í greiðaskyni við þá. Og það er síðari ástæðan, sem gildir. Þess vegna hefir mér alltaf fundizt það grátbroslegast af öllu í flugvallarmálinu, hve seinir menn virðast til að skilja, að sam- kvæmt gildandi viðskiptavenjum vorum það við, sem áttum að setja Bandaríkjamönnum öll skilyrði og miða við það eitt, sem gat orðið ís- landi hagkvæmt, og þó fyrst við það, að hvorki virðingu, fjármun- um né sjálfstæði landsins væri hætta búin, F.p ég tel sjálfstæði landsins í luiírixi; ef einn fersentimeter af íslenzkri jörð er svo skipaður, að útlendur aðili ræður þar meiru en innlend stjómarvöld. Þeir, sem réðu því, að flugvallarsamningurinn var gerður, hafa sennilega verið á þeirri skoðun, að vel væri frá öllu gengið. Það er of seint að fara að taka nú upp umræður um þeir leiðir, sem mögulegar hefðu verið, áður en samið var. En hitt er tímabært, að bera fram nokkrar spumingar um framkvæmd samningsins og reynslu þá, sem þegar er fengin. Er fiugvallarhaldið liður í starfsemi Bandaríkjahersins? Er því t. d. svo háttað, að af hálfu Bandaríkjamanna sé stjórn og rekstri flugvallarins blandað saman við Þýzkalandsflutningana í fjár- hagslegu tilliti? Er skarplega að- greint millr flugvallarkostnaðarins og þess mannahalds og vöruvörzlu hins vegar, sem af hemámi Þýzka- lands leiðir? Ef þetta er ekki að- greint, þá liggur það í hlutarins eðli, að flugvallarhaldið er ekkert annað en liður í starfsemi Banda- ríkjahersins, hvað sem líður íslenzk- um embættismönnum á vellinum. Því er mér spum: Er flugvöllurinn fjárhagslega aðgreindur? Og eiga ís- lenzkir endurskoðendur aðgang að reikningum hans? Hvernig er hdttað um ráðn- ingar islenzkra starfsmanna til flugvallarins? Ef þetta er aðgreint, eins og vera ber, þá liggur það líka í hlutarins eðli, að þegar íslenzkt þjónustulið er ráðið til vallarins, hlýtur það að vera skýrt tekið fram, hvort það er ráðið til aðstoðar við flugvallarstarf- ið eða Þýzkalandsbúskapinn. Að öðrum kosti verður aldrei hægt að komast að fastri niðurstöðu um það, hversu mikinn mannafla þarf raun- verulega til þess að reka flugvöllinn á eðlilegan hátt. Nú var um það talað í fyrra, að íslendingar mundu hafa hag af því að senda menn til náms og reynslu suður á Reykja- nes. Þess vegna verður mér á að spyrja: Hvers vegna hefir ekki verið tekið þar við fleirum en orðið er? Hefir nokkuð verið ákveðið um það, hvort Bandaríkjamenn eru skyldug- ir til að taka eirin einasta mann? Og hvernig hefir verið samið um kaup og kjör þeirra, sem þar taka að sér störf? Eru það íslenzkar regl- ur, sem þar eiga að gilda? Eða er því jafnvel svo háttað, að einhver hluti íslenzkra þegna sé háður er- lendri atvinnulöggjöf á íslenzkri grund? Hví eiga bandarisk lög að ráða meiru en islenzk? Loks væri fróðlegt að vita, hvers vegna erlendir starfsmenn á íslenzk- um flugvelli geta ekki búið við sömu tollaskilyrði og aðrir þeir, er landið byggja. Það er einnig vitanlegt, að Bandaríkjamenn hafa sína eigin bjórbruggun. Samkvæmt íslenzkri löggjöf telst áfengi ekki til lífsnauð- synja, hvað sem líður hugsunarhætti einstakra manna. En hví eiga þá bandaríksk lög að ráða meiru? Ef erlendum mönnum er gert að skyldu að kaupa sitt áfengi frá ísl. ríkinu, þegar þeir dvelja á Siglufirði eða í Reykjavík, því eiga þá ekki sömu reglur að gilda á Reykjanesi? Ef svo er, þá er síður hætta á því, að íslenzk lögregla þurfi að glíma við stórfeld smyglmál, eins og kom- ið hefir fyrir. Engum þjóðhollum íslendingi getur staðið á sama. Allar þessar spumingar og marg- ar fleiri eru þess eðlis, að» engum þjóðhollum íslendingi getur staðið á sama um svarið. Og ég fæ ekki skilið, að yfir þeim þurfi nein laun- ung að hvíla. Bandaríkjamönnum er greiði gerður með því að láta þá vita það í einlægni, að það er sær- andi út af fyrir sig, að þeir skuli fara fram á nokkrar ívilnanir, sem geri ísáenzka embættismenn að eins- konar leppstjórn yfir íslenzkum landshluta, ekki sízt þegar þeir hafa áður móðgað okkur með því að biðja um herstöðvar í landinu, eftir allt, Rúmt ár er liðið, síðan flugvallar- samningurinn var gerður við Banda- ríkjamenn. Það er ekki úr vegi að líta um öxl og rifja upp nokkur atriði aðdraganda hans. Aðstaða íslands breytist. Fram að heimsstyrjöldinni 1939 —45 lá ísland úr þjóðbraut og hafði litla eða enga þýðingu í styrjöldum eða öðrum viðskiptum stórþjóða milli. Að vísu höfðu sézt þess nokk- ur merki í styrjöldinni 1914—18, að breyting var að verða í þeim efnum, einkum vegna kafbátahern- aðar Þjóðverja, en þó kom eigi til þess, að ísland yrði þá hernumið. Síðan hafði flugtækninni fleygt geysilega fram, og ísland kom til orða sem flugstöð milli heimsálfa. Fáum gat því dulizt, að aðstaða okkar íslendinga var orðin hættuleg, er styrjöldin skall á 1939, enda var skammt að bíða sannana þess. Aðfaranótt 10. maí 1940 hernámu Bretar ísland, þótt þeir liefðu ærna þörf fyrir herafla sinn annars staðar. Þeir töldu legu landsins svo mikils verða í styrjöldinni, að þeir vildu ekki fyrir nokkum mun eiga á hættu, að.Þjóðverjar yrðu fyrri til. Þann dag urðu þáttaskipti í sögu okkar íslendinga. Á svipstundu vor- um við komnir inn í hringiðu heims- málanna. Sökum hinnar örðugu liernaðaraðstöðu sinnar um þær mundir, vildu Bretar þó brátt losa herafla sinn héðan aftur, sér að hættulausu. Fyrir því lögðu þeir fast að íslenzkum stjórnarvöldum að biðja Bandaríkjamenn um hervernd. Sú lausn málsins hlaut að virðast heppileg af hálfu íslendinga, úr því sem komið var, þar eð Bandaríkja- menn stóðu þá enn utan við styrj- öldina. Var þá herverndarsamning- ur gerður við Bandaríkjamenn, og settu þeir hér her á land 7. júlí 1941. Bandaríkin skuldbindin til að hve'tjá af Islandi með, allan herafta sinn. Sumarið 1945 lauk styrjöldinni. Sambúð okkar við Breta og síðar Bandaríkjamenn hafði reynzt miklu betri en búast hefði mátt við, þegar allra aðstæðna er gætt. Við gátum sem bandamenn áttu íslandi að þakka. — Hin íslenzka þjóð á líka heimtingu á að fá ákveðin svör frá leiðtogum sínum um það, hvemig þeir vilja undirbúa endurskoðun eða uppsögn samningsins. Það er alvar- legt mál, ef ekki má gagnrýna samn- inginn eða framkvæmd hans opin- berlega, án þess að vera vændur um þjónustu við Rússa eða gerðar upp kommúnistiskar stjórnmálaskoðanir. Og megi ekki lýsa því í útvarpi eða blöðum, hvernig íslenzkum borgur- um koma málin fyrir sjónir, þá er bezt að rífa niður Frelsisstyttuna í New York og skipta um flagg á Bessastöðum. Jakob Jónsson. kennt okkur sjálfum um margt það, sem miður hafði farið, ekki síður en þeim. Nú mátti vænta þess, að allur erlendur her hyrfi úr landinu og við réðum því einir. í hervernd- arsamningnum stóð m. a.: „Banda- ríkin skuldbinda sig til að hverfa burt af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og sjó, undir eins og núverandi ófriði er lokið.“ íslenzk stjórnarvöld lögðu frá upp- liafi þann skilning í þetta atriði samningsins, að Bandaríkjamenn væru skuldbundnir til þess að hverfa á brott með allan her sinn héðan, þegar er Vopnaviðskiptum var lokið og með því hinni raunverulegu styrjöld, enda höfðum við enga þörf fyrir hervernd lengur, og bágt var að skilja, að Bandaríkjamönnum væri nokkur nauðsyn á að hafa hér áfram lierstöðvar. Bandaríkjamönn- um lilaut að vera kunnugt um þenna skilning íslendinga frá upp- hafi, en þó brá nú svo við, að þeir héldu fram öðrum skilningi á þessu atriði samningsins. Þeir töldu sig ekki skuldbundna til að fara héðan með her sinn fyrr en öllum hern- aðaraðgerðum væri lokið, með öðr- um orðum ekki fyrr en hémámi Þýzkalands væri lokið, hversu lengi sem það kynni að standa. íslenzk stjórnarvöld munu ekki hafa hvikað frá sínum skilningi, en hins vegar héldu þau horium ekki til streitu. Slíkt hefði verið djarf- mannlegt, en líklega ekki að sama skapi hyggilegt. Það var lítil von um, að árangur hefði nokkur orðið, þótt kært hcfði verið fyrir hinum sameinuðu þjóðum. En nú höfðu þó skapazt ærnar ástæður til að vera rækilega á verði framvegis, gefa hvergi nýjan höggstað á sér, halda engri smugu opinni til undanbragða eða hártogana. Því miður verður ekki sagt, að þeirrar varúðar hafi ver- ið gætt sem skyldi. Krafa um herstöðvar til langs tima. Bandarriqamenn otuðu nú fram þeim rétti, sem þeir töldu sig hafa til hersetu hér enn um skeið sam- kvæmt þeirra skilningi á hervernd- arsamningnum, til þess að komast að nýjum samningum við íslenzk stjómarvöld. Þeir fóru þess á leit Dr. Jón Jóhannesson: HORFT UM ÖXT

x

Þjóðvörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/938

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.