blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 28
28 I MENKFING MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 blaöiö Dómur um Sölku Völku í Borgarleikhúsinu Proskasaga kvenskörungs Borgarleikhús- 99 ið frumsýndi sl. laugardagskvöld leikritið Sölku Völku eftir sam- nefndri skáld- sögu Halldórs Laxness í leik- gerð Hrafnhild- ar Hagalín. Það kallast að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægsturaðtakast áviðþessamögn- uðu skáldsögu og þá stóru per- sónu sem Salka ............ Valka er. í þess- ari leikgerð er einblínt á Sölku og samskipti hennar við tvo áhrifa- mestu einstaklingana í lífi hennar þá Arnald og Steinþór. Þetta er ekki ástarsaga heldur þroskasaga þriggja ólíkra einstaklinga sem fyrir hlutskipti örlaganna mætast í þorpinu Óseyri við Axlarfjörð. í leikritinu er tímarammi frá- sagnar brotinn upp og flakkað er á milli þriggja ólíkra tímaskeiða í lífi Sölku. Varpað er upp mynd af henni sem barni, sem unglingi og loks sem fullþroskaðri konu. Þess- ar stundum öru skiptingar krefjast töluverðs af Ilmi Kristjánsdóttur sem leikur Sölku en í heild má segja að henni takist afburða vel að leysa það verkefni af hendi. Túlkun Ilmar á Sölku er afar sannfærandi og kraftur sögupersónunnar og ákveðni nær að skína vel í gegn. Sama verður að segja um leik Sveins Geirssonar sem leikur Arnald þó hlutverkið sé vissulega ekki eins krefjandi og hlutverk Sölku. Ellert A. Ingimundarson nær vel að túlka hinn ófágaða og óbeislaða Steinþór og hans ruddalega fas. Halldóra Geirharðsdóttir leikur Sigurlínu, móður Sölku. Saga hennar er harm- sagan í leikritinu. Saga konu sem verður undir í harðri og allt að Þessar stundum öru skiptingar krefjast töluverðs af IImi Krist- jánsdóttur, sem leikur Sölku, en í heild má segja að henni takist afburða vel að leysa það verkefni afhendi. Túlkun llmar á Sölku er afar sannfær- andi og kraftur söguper- sónunnar og ákveðni nær að skína vel í gegn. því ómanneskju- legri tilveru. Hún er andstaða Sölkuaðþvíleyti að hún tekst ekki á við aðstæðurn- ar heldur annað hvort flýr þær eða gefst upp frammi fyrir þeim. Halldóra nær ágætlega að túlka hina veik- lunduðu konu en á það til að vera frekar óskýr í máli þannig að .............. stundum reynd- ist erfitt að greina orðaskil. Segja má að leik- ritið hvíli fyrst og fremst á þessum fjórum höfuðpersónum sem fyrir vikið bera verkið uppi. Önnur hlut- verk eru minni háttar en þó verð- ur ekki hjá því komist að minnast á Þórhall Sigurðsson sem tekur að sér þrjú hlutverk í verkinu þ.e. Jukka á Kvíum, læknirinn og verk- stjórann. í þessum hlutverkum nær Þórhallur oftar en ekki að kalla fram bros í leikriti sem annars tekst á við kaldan og óhugnanlegan veruleika. Hann á það þó til að falla ofan í gamlar klisjur sem útiloka að persónur nái fullkomlega að stíga fram. Sú ákvörðun í þessari leikgerð að einblína á þroskasögu Sölku er athyglisverð en þegar upp er staðið nær það ekki halda uppi heilu verki. Þrátt fyrir sterkan ka- rakter Sölku verður öll önnur per- sónusköpun eilítið losaralega og all- ar meiriháttar togstreitur verksins hálf máttlausar. Leikmyndin í verkinu er afskap- lega einföld og vel úr garði gerð. Yfir sviðinu hvílir risastór mynd af fjalli sem stendur fyrir fjallið Öxl sem undirstrikar vel einangrun þorpsins, mátt landsins og náttúr- unnar. í flestum tilvikum ganga leikarar inn á svið undir fjallinu líkt og þeir gangi út úr því. Undir myndinni eru þil með timburáferð sem notuð eru til að skapa rými og afmarka það. Tónlistin í verkinu er samin af Óskari Guðjónssyni og Ómari Guðjónssyni og nær vel að undirstrika andrúmsloftið í leikrit- inu. Borgarleikhúsið - Salka Valka. Leikstjóri: Edda Heiðrún Bachman. Helstu hlutverk: llmur Kristjánsdóttir, Halldóra Geirharðs- dóttir, Ellert A. Ingimundarson, Sveinn Geirsson og Þórhallur Sigurðsson. hoskuldur@vbl.is Archer og Van Gogh Jeffrey Archer vinnur nú að nýrri skáldsögu, spennusögu, sem sæk- ir innblástur í sjálfs- mynd eftir Vincent Van Gogh. Þetta er fyrsta skáldsaga Arc- her eftir að hann losnaði úr fangelsi árið 2003 en hann sat inni vegna meinsæris. Mynd- in sýnir Van Gogh með sáraumbúð- ir eftir að hann skar af sér hluta af eyra. Bókin heitir False Impressi- on og kemur út í mars á næsta ári. Van Gogh er einn af eft- irlætis mynd- listarmönn- um Archers sem er mikill lista- verkasafn- ari en á þó ekki verk eftir hann. Archer á hins vegar verk eftir Pic- asso, Pissarro, Hockney og Bonn- ard. „í rúm þrjátíu ár hef ég haft Van Gogh myndin sem varð inn- blástur að nýrri skáldsögu Jeffrey Archer. Myndin er til sýnis í Courtauld listagaller- finu í London. dálæti á listaverkum. Þetta var tækifæri mitt til að koma þeim að í skáldsögu,“ segir Archer. 1 skáldsögunni er Gogh myndinni stolið frá sveitasetri gamallar aðalskonu, nóttina áð- ur en árás er gerð á Tví- buraturnana í New York. Söguhetja bókarinnar er Anna Petrescu, sérfræðingur í Van Gogh, og hún aðstoðar við að endurheimta myndina. í einum kafla bókarinnar er afskorið eyra sent til bandarísks bankastjóra. ■ Steinar Bragi. Ljóð eftir hann er að finna í Ijóðapakka sem Nýhil gefur út. Ljóðabókasería Nýhil „Nýhil hefur verið starfandi í þrjú ár og rekur eiginlega upphaf sitt til Berlínar þar sem íslenskir heim- spekinemar og listafólk rottaði sig saman. Síðan þá hafa þessir níu höf- undar, sem gefa út í vetur hjá okkur, verið mjög iðnir og eiga ýmist að baki ljóðabók eða skáldsögur,“ segir Þór Steinarsson einn af aðstandend- um útgáfunnar. „Nýhil hefur stutt við sjálfsútgáfu þessara höfunda og nú í nóvember sendum við frá okk- ur ljóðapakka. Sá fyrri kemur út í nóvember. Þar eru ljóðabækur eftir Eirík örn Norðdahl, Óttar Mart- in Norðfjörð, Ófeig Sigurðsson og Hauk Má Helgason. 1 apríl á næsta ári koma svo bækur eftir Krístínu Eiríksdóttur, Þórdísi Björnsdóttur, Val Brynjar Antonsson, Örvar Þór- eyjarson Smárason og Steinar Braga Guðmundsson. Það er greinilegur áhugi á ljóðum þessara höfunda en þetta er hæg- virk útgáfa sem selst ekki í gegnum búðir en fólk kaupir bækurnar. Bóka- útgáfa í dag er orðin ódýr og ef mað- ur ber sig eftir björginni þá gengur útgáfan vel. Okkur gengur mjög vel að selja þessa ljóðabókaseríu," segir Þór. Ljóðaáhugamönnum gefst kostur á að kaupa ljóðapakkann, sem hlot- ið hefur nafnið Norrænar bókmennt- ir, í áskrift á aðeins 6.750 krónur og kemur fyrri pakkinn út í nóvember og seinni pakkinn í apríl á næsta ári. ■ Stjörnu- bjartar næt- ur Bók írska metsölu- höfundarins, Mae- ve Binchy, kemur nú loksins út á ís- lensku. Þetta er hennar nýjasta bók sem ger- ist í dulmögn- uðu umhverfi grísku eyjanna. Á lítilli grískri eyju sitja nokkrir ferðalangar yfir hádegisverði á krá uppi í íjallshlíð, tvær konur og tveir karlar. Skyndilega verða þau vitni að óvæntum harmleik í höfninni við eyjuna. Harmleikurinn tengir þau nánum böndum. Öll standa þau á tímamótum, telja sig hafa sagt skilið við sitt gamla líf en eiga eftir að gera upp reikningana og finna sér nýja fótfestu í lífinu. Fíóna er ung írsk hjúkrunarkona sem stakk af með manninum sem enginn vildi að hún giffist. Tómas syrgir misheppnað hjónaband og saknar litla stráksins síns í Kaliforníu. Elsa yfirgaf glæstan sjónvarpsferil í Þýskalandi þegar hún uppgötvaði leyndarmál sem maðurinn sem hún elskaði hafði dulið fyrir henni. Davíð hljópst á brott þvf hann gat ekki hugsað sér að vinna í fjölskyldufyrirtækinu. Undir næturregni og stjörnu- björtum himni fléttast saga þessara ólíku einstaklinga saman.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.