blaðið - 16.11.2005, Side 16

blaðið - 16.11.2005, Side 16
WMWlil' MMMMm EMBER 2005 blaðiö Stórar konur þurfa að velja snið og liti vel Birna Björnsdótt- ir, stílisti, segir konur þurfa að taka mið af vexti sínum þegar þær velja sér föt. „Það skiptir líka máli hvort konan er nreio in eða breið og stílisti og eig. lágvaxin," segir verslunarinn Birna. Hún segir Stíl,stinn- litasamsetningu alltaf skipta máli hvernig sem konan er í laginu. „Stórar konur ættu alls ekki að vera í víðum fötum heldur aðsniðnum og fallandi," segir Birna en bætir við að fötin eigi ekki að vera svo þröng að þau klessist upp að líkamanum. Birna segir að taka eigi mið af andlitsfalli og litgrein- ingu þegar konur eru farðaðar og andlitsfalli og hálslengd þegar klipp- ing og háralitur er valinn. „Konur ættu líka að velja sér skartgripi út frá beinabyggingu, þannig ættu stór- beinóttar konur frekar að bera stóra skartgripi en smábeinóttar litla,“ segir Birna. I verslun sinni Stílistanum í Hvera- gerði selur Birna föt upp í stærðir 44-46 þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. | Sýnishorn af þeim fötum sem 0 Birna selur í verslun sinni, þar geta konur af öllum stærðum fundið eitthvað við sitt hæfi. Brjóstogjofobolurinn Þaegilogur gjoíobolur som Ginfoldor brjóstgjöfino Hamraborg 7 S: 564 1451 www.modurast.is Nokkur ráð fyrir stór- ar konur 1. Betra er að nota dökka liti f alklæðnað. 2. Oft gott að vera heillituð. 3. Nota aðskorinn fatnað en ekki of þröngan. 4. Nota svokallaða H-llnu, þ.e. buxna eða pilslínu, og nota jakka eða vesti við. 5. Ekki hafa fellingar eða rykkingar um míðju og ekki klæðast miklum pilsum. 6. Engar þverlínur eins og þver- röndótt. Teinótt er betra. 7. Nota fallandi efni, ekki stíf eða þykk. 8. Ekki stór munstur og ekki mikið afskarti. 9. Nota beinar buxnaskálmar. 10. Flott að nota klúta eða slæður (sem er mikið um í dag) til að búa til langlínu að framan og nota þá lit sem klæðir mann vel til að lýsa upp andlitið! Stórhuga fólk Þeir sem ætla til Lundúna á næst- unni ættu að tryggja sér borð á veitingastaðnum hans Jamie Oliver, Fifteen. Það er oft nokkurra vikna bið eftir borði en það er þess virði að bíða. Ég var þar um daginn, fékk borð á milli kl. 12 og 14 og það var þétt setinn bekkurinn i hádeginu. Nakti kokkurinn (sem var reyndar með svuntu) gaf sér tíma, þrátt fyr- ir heimsfrægð, sjónvarpsþáttagerð og bókaútgáfu, til að nostra við viðskiptavini og eldaði þann allra besta mat sem ég hef bragðað í lang- an tíma. Andrúmsloftið á staðnum er svo frjálslegt og kraftmikið. Það er hátt til lofts og vítt til veggja og staðurinn rúmar vel stórhuga kokk og alla hans vini. Jamie Oliver legg- ur nefnilega mikið upp úr því að skapa gott andrúmsloft og láta gott af sér leiða. Hann vill greinilega deila með sér og hafa áhrif til góðs. Fifteen er hugsjónastaður og kokkur án klæða ber samfélagslega ábyrgð. Það er ekki farið í felur með það að starfsfólkið er ungt, atvinnulaust fólk sem fær starfsþjálfun og gengur inn í dagskrá sem miðar að því að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirð- ingu ungs fólks og um leið að ala upp næstu kynslóð stjörnukokka. Einkunnarorð staðarins eru: Gleði, ástríða, ánægja, vinir, ást, hlátur og fjölskylda. Á þessum skemmtilega stað var mér sagt frá íslenskri konu sem starf- ar hjá stóru fyrirtæki og stendur reglulega fyrir fundum sem haldnir eru á veitingastað. Hún lætur alltaf pakka inn afganginum af veitingun- um og fer með hann á kaffistað þar sem þeir sem minnst mega sín leita sér skjóls og hressingar. Hún vill ekki að það sem búið er að borga fyr- ir fari til spillis heldur nýtist fólki sem hefur það ekki of gott. Mér finnst gaman að kynnast svona fólki sem hugsar um meira en sjálfan sig og er tilbúið að fara smá aukakrók til að gefa af sér. Hér fyrr á árum, þegar víða var þröngt i búi og margir liðu skort, var samhjálp nauðsynlegur hluti af daglegu lífi. Svo tóku smátt og smátt við tímar velmegunar þar sem hver skaraði eld að eigin köku. Frelsi, gróði, útrás og einkaeign voru orð dagsins. En allt gengur í hringi. Mér finnst fólk vera að fá nóg af græðg- inni sem hefur viðgengist og sé orð- ið meðvitaðra um það að við erum hér saman, berum öll ábyrgð á sam- félagi sem aldrei er sterkara en veik- asti hlekkurinn. Fyrirtæki verða að gera sér grein fyrir þessu líka í aukn- um mæli. Jamie Oliver og aðrir rausnalegir nútímamenn vita að stórhuga fólk gefur með sér. Nánasarlegt fólk gef- ur ekki af sér og tapar á þvi að lok- um. Veitingastaðurinn Fifteen er á 15 Westland Place, London, Ni 7LP. www.fifteenrestaurant.com Kveðja Sirrý www.skjarinn.is Líkamifyrir Itfiðfyrir konur: Höfundurinn til íslands Óttar Sveinsson er útgefandi bókar- innar, Líkami fyrir lífið fyrir konur. „Höfúndur bókarinnar Pamela Peeke verður á landinu um helgina og verður í World Class í Laugum næsta laugardag og þar geta konur komið og spurt hana um bókina. „Einkaþjálfarar hafa verið mjög áhugasamir um bókina og segja hana gott innlegg í líkamsræktarum- ræðuna,“ segir Óttar. Hann segir bókina X-ý* sérsniðna að \ h°rmónabúskap kvenna og taki bæði á mataræði og þjálf- un. I bókinni er hvert aldursstig tekið fyrir og farið yfir barneignaárin, aðdraganda tiðahvarfa, tíðahvörf og timabdið eftir tíðahvörf. Óttar segir Pamelu hafa ferðast vítt og breytt um Bandaríkin og kynnt bókina sína sem var söluhæsta bókin í New York á timabili. Svo virðist sem bókin ætli að slá í gegn hér á landi líka því hún er söluhæsta varan á femin.is þessa stundina.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.