blaðið - 16.11.2005, Síða 22

blaðið - 16.11.2005, Síða 22
22 I FERÐALÖG MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 blaðid Ástiii er fíkniefni glaða mannsins Egill Fannar Kristjánsson, tónlist- armaður og aðstoðarkokkur á Iðnó, lagði upp í reisu um heiminn með besta vini sínum, Samúel Alexand- erssyni, fyrir rétt rúmu ári síðan. Þeir félagar ferðuðust frá byrjun október og komu aftur heim í mars síðastliðnum eftir viðkomu á mý- mörgum stöðum í Asíu, Eyjaálfu og víðar áður en að þeir luku reisunni með rútuferð þvert yfir Bandaríkin. Aðspurður segir Egill ástæðurnar fyrir þessari útþrá hafa verið þörf fyrir að komast í burtu og einskær ævintýraþrá. „ Ég vildi bara komast í burtu frá lífsgæðakapphlaupinu og kynnast framandi slóðum í leiðinni,“ segir Egill og bætir við að þetta hafi verið svakalega gefandi reynsla. ,Það er svo mikil ást í þessu, enda er ástin fíkniefni glaða mannsins. Við kynntumst gríðarlega mikið af fólki og sáum alveg ótrúlega mikið.“ Ást og virðing fyrir náunganum Egill segir að þessi ferð hafi verið gífurlega þroskandi og mikill skóli. Hann ítrekar þó að svona ferðir geti verið hættulegar og því skipti miklu máli að vera skynsamur og fara var- lega. „ Maður verður bara að passa sig á vondu köllunum og lúsugu flækingshundunum,“ segir Egill og kímir. Hann hvetur alla sem mögu- Egili Fannar Kristjánsson er hér hægra megin með Samúel Alexanderssyni, ferðafélaga sínum, á góðri stundu í Tailandi. Egill á f ramandi strönd á Fíjí-eyjum. lega geta að fara í svona ferð og ráð- leggur þeim sem hug hafa á að taka fyrst og fremst með sér ástina, opna hugann og ótakmarkaða virðingu fyrir öllum þeim sem á vegi þeirra verða. „ Ég fer alveg pottþétt aftur í svona reisu. Ég á nefnilega eftir að fara til allra hinna landanna sem ég fór ekki til síðast,“ segir Egill að lok- um og bætir við að jafnvel standi til að setjast að í Kambódíu í nálægri framtíð þar sem hann hefur verið að skoða það að opna gistiheimili í sam- starfi við nokkra aðra aðila. t.juliusson@vbl.is Ferðalög í kringum heiminn: Leiðarvísir um heiminn Ferð hringinn í kringum heim- inn er frábær leið til þess að læra meira um sjálfan sig, vaxa og þroskast sem einstaklingur á sama tíma og ótrúlegustu kimar hnattarins eru upplifaðir í návígi. Mörgum finnst þetta líklega fjar- lægur draumur en það er ótrúlegt hvað það getur verið auðvelt með smávægilegu átaki að safna fyrir, panta og demba sér í svona ferð. Blaðið kynnti sér málið nánar. Það fyrsta sem fólk verður að gera áður en haldið er í svona ferð er að leggja fyrir, því að þessar ferðir hafa tilhneigingu til að taka lengri tíma og kosta meira en hin venjubundna helgarferð til London eða Kaup- mannahafnar. Því er ekki mælt með að fólk treysti einvörðungu á krítar- kortin til að greiða fyrir allan pakk- ann eins og oft vill verða þegar um styttri ferðir er að ræða. Einnig væri skynsamlegt að gera strax ráð fyr- ir þeim ferðalögum sem þú hyggst leggja í, utan þeirra föstu áfanga- staða sem það félag sem þú ákveður að fljúga með býður upp á, sem fyrst svo að hægt sé að reikna þau áform inn í kostnaðaráætlunina. Síðan er ekkert annað eftir en einfaldlega að selja aleiguna, vinna alla yfirvinnu sem er til boða og leggja allt kostnað- arsamt líferni tímabundið á hilluna. Hvernig snýr maður sér? Ef þeir „Around the World Travel“- miðar sem fjallað verður um hér að neðan eru keyptir þá þýðir það ekki endilega að viðkomandi sé raunveru- lega að fara umhverfis allan heim- inn, þó að slíkt standi vissulega til boða. Vanalega er hins vegar um að ræða ferðalag í lengri kantinum um tiltekna kima jarðarinnar. Það er ein- faldlega heitiá pakka sem inniheldur flugmiða, eða samansafn nokkurra miða, sem gerir ferðalöngum kleift að fljúga á milli mýmargra áfanga- staða og dvelja á hverjum þeirra eins lengi og viðkomandi kýs. Westernair er dæmi um ferðaskrif- stofu sem sérhæfir sig í ferðum með mörgum áfangastöðum víðs vegar um heiminn, en áhugasamir eru þó hvattir til að skoða fleiri söluaðila og bera saman til að ná fram hag- stæðasta verðinu. Westernair lýsir sjálfum sér á þann veg að þeir bjóði ferðalöngum upp á bestu flugfélögin, bestu ráðleggingarnar og bestu þjón- ustuna á lægsta verðinu. Á heima- síðu skrifstofunnar kemur fram að hægt sé að bóka ferðir umhverfis heiminn með mismunandi mörgum áfangastöðum frá rétt tæplega 700 pund, eða í kringum 75.000 krónur, þó að áhugasamir megi vissulega reikna með því að ýmiss konar skatt- ar, gjöld og uppfærslur á farrýmum muni bætast við áður en að heildar- verð liggur fyrir. Sem dæmi um ferð- ir í svipuðum verðflokki og rætt var um hér að ofan má nefna að það er hægt að kaupa ferð sem inniheldur flug frá London til Rio de Janiero í Brasilíu, þaðan til Buenos Aires í Argentínu, áfram til Santiago Chile, svo Auckland og Queenstown á Nýja Sjálandi, því næst til Sydney í Ástr- alíu, til Denpasar á Balí, viðkomu í Hong Kong og endað í Bangkok á Tælandi þaðan sem flogið er að nýju til London. Á heimasíðu Westernair, www.westernair.co.uk, er hægt að nálgast allar nánari upplýsingar og skoða mýmargar mismunandi ferða- leiðir. Skipulagning nauðsynleg Þegar búið er að panta ákveðinn pakka þá er næsta skref á dag- skránni að hanna áætlunarleið um það hvernig þú vilt helst ferðast ut- an hans og til hvaða staða þú myndir helst vilja fara. Afar skynsamlegt er að forgangsraða til hvaða landa mað- ur vill allra helst fara sem ekki eru í flugleiðinni og hvaða maður hrein- lega verður að upplifa. Þær áætlanir verða þó alls ekki ófrávíkjanlegar því að nánast undantekningalaust er hægt að breyta flugmiðunum ef vilji er fyrir án mikils kostnaðar. Það er samt sem áður gott að hafa tíma- ramma til málamiðlunar á ferðinni í heild sinni fyrirliggjandi áður en lagt er af stað. Þá væri ekki úr vegi að kynna sér þau lönd sem þú ert að fara til og nánasta umhverfi þeirra ítarlega á Veraldaravefnum eða á næsta bókasafni því að það er aldrei að vita hvort að staðurinn, sem þú ert búinn að leita að alla ævi en viss- ir ekki að væri til, leynist í einhverri skruddunni eða sé lýst ítarlega á bloggsíðum annarra ferðalanga. Heilsa og öryggi Þegar ferðast er um heiminn til fjar- lægra og framandi áfangastaða þá veit maður aldrei hvaða tegundir af sýklum og sjúkdómum maður gæti komist í tæri við. Sumir þeirra gætu meira að segja verið lífshættulegir. Því er bráðnauðsynlegt að láta bólu- setia sig áður en lagt er af stað. Á heimasíðu landlæknisembætt- isins er mælt með því sérstaklega að leita til læknis helst tveimur mánuðum áður en lagt er í ferðir til hitabeltislanda til þess að fram- kvæma nauðsynlegar bólusetningar. Á Islandi er hægt að fá bólsetningar á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og almennum heilsugæslustöðvum sem veita allar nánari upplýsingar. Á heimasíðu landlæknisembættis- ins eru líka veitt holl ráð og verðandi ferðalöngum ráðlagt hvað taka skuli með í ferðir. Þá er sérstaklega mælt með því að verðandi ferðalangar kaupi sér viðunandi ferðatryggingu því það er Hklega fátt verra en að sitja fárveikur og fastur á ókunnug- um stað án nokkurra peninga til að koma sér heim og án nauðsynlegs að- gengis að læknisþjónustu. t.juliusson@vbl.is LVK4U AD OÓOU SAMBAH X HÖFUM OPNAÐ NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUN AÐ HLÍÐARSMÁRA 13 í KÓPAVOGI ALLAR VHS MYNDIR Á KR. 1250.- (hvergi ódýrari) ÓTRÚLEGT TILBOÐ Á TITRURUM KR. 500.- MEÐAN BIRGÐIR ENDAST www.tantra.is HLÍÐARSMÁRI 13 S. 587 6969 Opið virka daga 12-20 FÁKAFENI 11 S. 588 6969 Laugardaga 12-18

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.