blaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 23

blaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 23
blaóió MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 FERDALÖG I 23 Pakkaferðir Icelandair vinsœlar Utanlandsferð erprýðilegur kostur íjólapakkann hvortsem verið er að kaupa handa maka eða öðrum ástvinum. Icelandair hafa um árabil boðið upp á jólapakka til sölu hjá sér og engin breyting verður þar á í ár. „Við verðum að sjálfsögðu áfram með jólapakkana okkar í ár,“ segir Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri hjá Icelandair. Stefán segir jólapakk- ana hafa slegið sölumet hjá fyrirtæk- inu í fyrra og að þeir virðast vinsæll kostur hjá fólki til jólagjafa, því eftir- spurn sé mikil. Stefán segir London og Kaupmannahöfn vinsæla áfanga- staði fyrir jólin, ásamt Boston og New York. „Fyrir jólin hefur verið mikil eftirspurn eftir verslunarferð- um - sérstaklega til Bandaríkjanna. Gengið á Bandaríkjadalnum gerir það að verkum að fólk getur sparað stórfé með því að skreppa þangað, versla jólagjafirnar og auðvitað skemmta sér í leiðinni," segir Stefán og bætir við að New York og Minnea- polis séu vinsælir verslunarstaðir. Ódýrara en almenn fargjöld Jólapakkarnir hafa þó hækkað um- talsvert í verði milli ára og er hækk- unin á bilinu 16,7-37,6%. Þetta gerist á sama tíma og evran er 17% lægri en í fyrra og Bandaríkjadalur hefur lækkað um 9%. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir þó að kjör- in séu svipuð og í fyrra þegar yfir 20 þúsund jólapakkar seldust hjá félaginu. „Verðið er núna 23.900 til Evrópu og 34.900 til Bandaríkjanna sem er ódýrara en almenn fargjöld," segir Guðjón. „Með jólapökkunum erum við að bjóða ferðir eftir ára- mótin á frábærum kjörum. Ef tekið er mið t.d. af eldsneytisverðhækkun- um á árinu eru kjörin svipuð og á síðasta ári, þegar við seldum gríðar- legt magn sæta. Jólapakkarnir gilda til allra áfangastaða sem Icelandair flýgur til í beinu áætlunarflugi frá Islandi á tímabilinu annarra en Or- lando. Ákveðnir skilmálar fylgja „Jólapakkarnir virðast vinsælir hjá mjög mörgum og sumir kaupa marga, en ætli það sé ekki algeng- ast að hjón ákveða að gefa sér dek- urferð í jólagjöf. Þá er þessi kostur frábær því hægt er að nota janúar til að velta fyrir sér hvert á að fara og hvenær,“ segir Guðjón. Hann segir ákveðna skilmála fylgja þess- um miðum en fólk geti notað þá á tímabilinu 10. janúar-14. maí. Guð- jón segir að ef fólk geti ekki notað miðann geti það átt inneignina og notað hana síðar. Miðarnir eru bók- anlegir til og með 27. janúar en sæta- framboð er takmarkað. Ef ekki eru til sæti á jólafargjaldi er mögulegt að uppfæra miðann í næsta skráða fargjald, utan netsmella, og greiða mismuninn. Endurgreiðslur eru ekki heimilaðar þó að breytingar á dagsetningum séu mögulegar gegn 5.000 króna gjaldi innan gildistíma Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 blaðiö= fargjaldsins. Dveljast verður yfir að- faranótt sunnudags og ferðin verður að hefjast á íslandi. Þá er einungis hægt að ferðast til og frá sömu borg undir skilmálum jólapakkanna. Handhafar Vildarkorts Visa og Ice- landair geta greitt með Vildarpunkt- um og peningum fyrir jólapakka á almennu farrými. Guðjón segir söluna fara vel af stað og á fyrsta söludegi hafi á þriðja hundrað jólapakkar selst. Mest selj- ist gjarnan síðustu dagana fyrir jól. Jólapakkinn verður í sölu til og með 24. desember 2005. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúl lcelandair 999 niaoDoro KR. Alla virka daga frá 11.30 - 13.15 - Súpur - Ávextir - Grænmeti - Fiskur - Pizzur - Pasta Kjúklingur - Lasagna og margt fleira Allir hamborgarar á matseðli á Tilboð þessa viku Súperdós 99 kr. gildir í Take away 16” pizza m/2 áleggstegundum sími 535 1400

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.