blaðið - 16.11.2005, Page 24

blaðið - 16.11.2005, Page 24
24 I VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 blaöið Ástfangin af Páli Óskari Það þarf svo sannarlega ekki að kynna Silvíu Nótt enda hefur hún vægast sagt gripið landann heljar- tökum með heillandi og kannski ögn barnalegri framkomu sinni. Það velkist þó enginn í vafa um það að ný sjónvarpsstjarna er fædd og Silvía Nótt staðfesti það með glæsibrag á Eddu verðlaun- unum þar sem hún vann Edduna fyrir sjónvarpsþátt ársins og sem sjónvarpsmaður ársins. Blaðið spjallaði við Silvíu Nótt um ástina, frægðina og fegurðarsam- keppnina Silvían 2005. Silvía segist vera ógeðslega stolt af verðlaununum. „Mér fannst Eddu- verðlaunin ógeðslega réttlát, ég er náttúrulega búin að vinna fyrir þessu skilurðu. Ég er búin að vera með eina ógeðslega töff seríu og svo aðra ógeðslega töff seríu. Þetta er fyrir fyrstu seríuna þannig að ég á örugglega eftir að vera með allar Eddurnar næst skilurðu. Þá hefur akademían líka fattað meira hvað ég er miklu meira töffaðari heldur en allir hinir, skilurðu. Serían sem vann var meira svona „demó“ skil- urðu. Og það segir sig sjálft, að ef demóþátturinn vinnur tvö verðlaun, hvað vinnur þá alvöru þáttur með al- vöru farða margar Eddur?“ Var viss um sigur Silvía Nótt segist hafa verið kom- in upp á svið á Edduverðlununum þegar hún heyrði nafn sitt kallað, svo viss var hún um sigur. „Ég var eiginlega komin upp á sviðið en það var ógeðslega gott. Ef ég hefði ekki „fokking" unnið þessi verðlaun þá hefði ég farið í mál við þessa keppni. Það eru allir búnir að segja að ég sé töffuðust og best í sjónvarpi á Is- landi. Það vantaði aftur á móti flokk fyrir förðun í sjónvarpi, töffuðustu fötin, töffuðustu hárgreiðsluna, töff- uðustu áruna, líka fallegasta per- sónuleikann og flokk fyrir þá sem eru ógeðslega góðir við hina. “Silvía segist vera handviss um að hún hefði unnið alla þessa flokka hefðu þeir verið í Edduverðlaununum og sérstaklega góðsemisflokkinn enda segir hún að það sé hennar stærsti galli. „Ég er alltof góð. Ég þarf eigin- lega bráðum að fá borgað, eða ég fæ náttúrulega borgað fyrir það sko. Ég fæ ekki neitt til baka fyrir að vera góð, skilurðu. Ég er alltaf að segja: „Hey ógeðslega.“ Mamma með húðkrabba- mein og þroskaheft systir Þó að velgengni Silvíu komi sumum á óvart þá segir hún sjálf að hún hafi alltaf vitað að hún yrði fræg. „Það var bara einn hlutur sem ég átti al- veg inni og ég er bara að innheimta það sem mér var ætlað í þessu lífi skilurðu. Að sýna öllum hinum hvað ég er töff,“ segir Silvía Nótt og bætir því við að hún hafi sko fæðst í Nepal. „Ég er uppalin í Garðabæn- um, skilurðu, á Arnarnesinu og ég bý þar líka með fjölskyldunni. Svo á ég líka „penthouse" í 101 skil- urðu og ég á líka „penthouse" í Los Angeles. Ég þarf að passa litlu systir mína sem er þroskaheft út af því að mamma er á spítala skilurðu, þess vegna bý ég heima. Mamma brann nefnilega sko svolítið i ljósum. Hún er sko með húðkrabbamein út af því að við vorum fyrsta fjölskyldan sem keypti ljósabekk heim til okkar. Hún er bara öll í sárum eitthvað á spítala og hún er búin að vera þar í þrjá mánuði.“ Grætur á kvöldin Silvía Nótt viðurkennir fúslega að það sé stundum erfitt að passa þroskahefta systur sína. „Það er ógeðslega erfitt en ég er svo ógeðslega góð. Svo fæ ég líka borgað fyrir það. Ég er alltaf í „penthousinu“ minu um helgar að djamma og svona. Þá læt ég systir mína bara inn á svona heimili með öðrum þroskaheftum. Hún er alltaf að grenja þar en hún er alltaf að grenja hvort sem er. Hún er ekkert töff, ef hún væri töff skilurðu þá myndi mér kannski ekki vera al- veg sama. Hún er svo mikill lúði og henni er ekki viðbjargandi þannig að hún verður bara að grenja eins og hinir.“ Silvía Nótt segist sjálf stund- um gráta á kvöldin og einnig þegar einhver hefur sagt eitthvað ljótt við hana en viðurkennir þó ekki að það gerist nokkurn tímann. Skilaði Gilzenegger Eins og glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa tekið eftir lauk sambandi Silv- íu Nóttar og Gilzenegger nýverið og Silvía vill ólm koma á hreint hvers vegna það var. „Þetta gerðist í sum- ar, ég vildi bara sýna hinum hvað hann er mikill hommi og hvernig þetta var í alvörunni því það er bú- ið að vera ógeðslega mikið af kjafta- sögum i gangi sko. Sko, þetta var bara flipp, hann er aðeins að flippa í hommaskap skilurðu en það er enginn í alvörunni hommi þú veist. Ekki hommi, þetta var lygasaga sem einhver sagði einhvern tímann.“ Komin með nýjan kærasta Þrátt fyrir sambandsslit Silvíu og Gilzenegger þá er Silvía Nótt ekki af baki dottin því hún er komin með nýjan mann upp á arminn og segist vera ástfangin sem aldrei fyrr. „Ég og Páll Óskar erum saman. Við op- inberuðum samband okkar á Eddu- verðlaununum eða ég opinberaði það. Ég er ógeðslega ástfangin, hann er fullkominn fyrir mig. Hann er með næstum því eins hár og ég skil- urðu, hann er alltaf ógeðslega flipp- aður eins og ég og hann er ógeðslega töff. Ég þurfti ekki einu sinni að velja á hann fötin á Edduna.“ Silvía vill þó ekkert kannast við að Páll Óskar sé samkynhneigður og segir pirruð að þetta sé flipp. „Hann er flippaður og hann var ekki í sleik við neinn, það getur enginn sagt það að hann hafi verið í sleik með einhverjum. Það er ekki satt. Hann var bara að grínast en hann er hættur þessu gríni. Við erum ógeðslega ástfangin, hann er að koma að sækja mig og við ætlum að skreppa til Costa Rica í „brunch.“ Það er ógeðslega dýrt fyrir svona fólk sem á enga peninga en það er ekki dýrt fyrir mig því ég á kortið hans pabba því ég er að passa systur mína.“ Silvía segist samt vera fræg- ari en Páll Óskar en hann sé næstum því eins frægur og hún. „Hann verð- ur bráðum næstum því jafn frægur og ég, sko ég hjálpa honum að gera hann meira frægan,“ segir Silvía og bætir við að Páll Óskar sé einmitt í þessum töluðu orðum að standsetja íbúð sína upp á nýtt svo hún geti flutt inn. „Hann á eftir að breyta sín- um lífsstíl svolítið svo að hann passi betur mínum lífsstíl. Svo ætlum við að kaupa íbúð við hliðina á pabba á Arnarnesinu.“ Silvían 2005 Það hefur mikið verið um kjafta- sögur að Silvía Nótt hafi einungis fengið sjónvarpsþátt á Skjá einum vegna föður síns en Silvía segir það alrangt. „Ég er búin að segja að það er algjört rugl. Það var búið að hringja í mig stanslaust út af því að þau fréttu að ég væri ógeðslega töff og svo var mynd af mér sem einhver sendi örugglega til þeirra. Þeir voru búnir að vera að bíða eftir mér lengi.“ Talið berst að framtíðarplönum og Silvía er ansi leyndardómsfull þegar hún talar um næsta, stóra skref ílífi hennar. „Þann 7. desember verður fegurðarsamkeppnin Silvían 2005 - og það má byrja að senda inn um- sóknir og myndir á silvia@si.is. Það mega allir taka þátt, bæði „girls and gays“ og keppnin snýst um hver er líkust Silvíu Nótt að innan og utan. Það verður ógeðslega erfitt og það er náttúrulega enginn næstum því eins töff og ég en það verður samt ógeðslega krúttlegt að sjá hverjir eru að reyna að vera ógeðslega jafn töff og ég. Það er ótrúlega mikið af „wannabe" tíkum sem halda að þær geti verið eins töff og ég en það er bara krúttlegt." svanhvit@vbl.is Allt til innpökkunar! GRÆNN Opiðfrá kl. 08.00-16.00. MARKAÐUR Réttarháisi 2- 110 Rvk- Sími: 535-8500- Netfang: info@flora.is HLÝJAR ÚLPUR, SÍÐBUXUR OG PEYSUR Póstsendum Opið mán.-föstud. kl. 10-18 lau 10-14 yppfm^nnn V/Laugalæk. sími 553 3755

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.