blaðið - 16.11.2005, Síða 30

blaðið - 16.11.2005, Síða 30
30 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 blaAÍA FIFA og stærstu liðin í hár saman Chelsea er í hópi margra liða sem vilja meira fyrir sinn snúð þegar leikmenn keppa fyrir hönd þjóða sinna. Meistara- deildin í gærmorgun var dregið í 16-liða úrslit í meistaradeild Evrópu í handknattleik. Alfreð Gíslason og lið hans Magde- burg mun leika gegn Evrópu- meisturum Barcelona. Ólafur Stefánsson mun leika gegn ung- verska liðinu Pick Szeged með liði sínu Ciudad Real. Arhus GF, sem Sturla Ásgeirsson leikur með, mætir svo Fotex Vesprém ffá Ungverjalandi. Leikirnir í 16-liða úrslitum: Kolding - Celje Lasko Magdeburg - Barcelona RK Zabreg - Flensburg Pick Szeged - Ciudad Real Ademar Leon - Portland San An- tonio Gorenje - Montpellier Fotex Vesprém - Arhus GF Paris Handbal - Kiel EHF-keppnin 1 EHF-keppninni mætir þýska liðið Lemgo, með íslensku leikmennina Loga Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson innanborðs, króatíska liðinu Perutnina Pipo IPC Cakovec. Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson hjá Gumm- ersbach munu spila gegn sviss- neska liðinu Wacker Ihun og Göppingen, lið Jaliesky Garcia, gegn Besiktas frá Tyrklandi. KA mætír Steaua Bucurestí Gjá hefur myndast milli stærstu og ríkustu liða Evrópu annars vegar og Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) hins vegar. Hún er nú stærri en áður þar sem ekki næst að semja um greiðslur og skaðabætur fyrir leikmenn sem spila með landsliðum sínum. Liðin, sem kallast einu nafni G14 eftir stofnliðunum þrátt fyrir að telja nú 18 lið, styðja heilshugar próf- mál sem belgíska liðið Charleroi fór með fyrir evrópska dómstóla. Þar berst liðið fyrir bótum vegna leik- manns sem slasaðist meðan hann var á vegum landsliðs síns. Á knattspyrnuráðstefnunni Socc- erex, sem nú fer fram í Dubai, mætt- ust þeir Markus Siegler, upplýsinga- fulltrúi FIFA, og Umberto Gandini, framkvæmdastjóri G14 liðsins AC Milan. Þrátt fyrir að byrja á vinaleg- um nótum með handabandi kom fljótlega í ljós munurinn á sjónar- miðum mannanna. Innanhússmái Charleroi var án liðsinnis mar- okkóska leikmannsins Abdelmajid Oulmers í átta mánuði eftir að hann reif liðbönd í vináttulandsleik gegn Burkina Faso og nú krefst liðið skaða- bóta frá FIFA. Stuðningur G14 við belgíska liðið er forráðamönnum FIFA þyrnir í augum en málið verð- ur tekið fyrir í marsmánuði. „Það sem okkur líkar illa er að hagsmuna- hópur er að reyna að leysa vandamál með því að fara fyrir rétt án þess að tala við okkur fyrst, við viljum sam- töl,“ sagði Siegler. „Reglur sambands- ins segja að liðum er ekki leyfilegt að fara fyrir almenna dómstóla. Inn- an sambandsins eru sérstakir dóm- stólar sem taka á málefnum þess og við höfum okkar eigin iþróttagerðar- dóm í Sviss. Það er óþarfi að okkar mál fari út fyrir okkar dómskerfi. Við megum heldur ekki gleyma uppbyggingu sambandsins. FIFA er byggt upp eins og píramídi, knatt- spyrnusamböndin eru meðlimir í FIFA og knattspyrnuliðin eru und- ir hverju sambandi fyrir sig, það er svona sem knattspyrnan virkar í heiminum.“ Siegler tók einnig fram að þó nokkrar óformlegar umræður hefðu farið fram milli FIFA og G14 til að þoka málum i rétta átt, svo all- ir gætu vel við unað. Peningar og ákvarðanir Ríkustu liðin í Evrópu eru ekki einungis að berjast fyrir fjárhags- legum skaðabótum fyrir leikmenn sem slasast í landsleikjum heldur vilja þau einnig betri umbun fyr- ir að gefa leikmönnum leyfi til að spila fyrir hönd þjóða sinna. Eins og staðan er í dag fá þau ekkert fyrir leikmenn sem hleypt er í landsleiki og ef þeir skyldu slas- ast í þeim er meðferð greidd með tryggingum félaganna sjálfra. Að lokum vilja G14 liðin fá að stjórna einhverju um það hvernig alþjóð- legum leikdögum er raðað á daga- talið. „Við erum ekki bara að styðja Charleroi vegna fjárhagslegra skaðabóta,“ sagði Umberto Gand- ini. „Þetta er líka spurning um að hafa áhrif á ákvarðanir sem FIFA tekur. Knattspyrnusamböndin, - bandalögin og jafnvel FIFA sjálft eru smám saman að verða fjárhags- legir samkeppnisaðilar okkar. Við ráðum stjörnuleikmenn og borg- um þeim laun í 12 mánuði meðan aðrir aðilar taka okkar starfskrafta - leikmennina - og nota þá til að skapa fjármuni fyrir sig þrátt fyr- ir að við fáum engu að ráða. Þetta er ekki vandamál sem mun hverfa, það verður að hlusta á liðin.“ Ekki stríð Talsmenn Barcelona, sem einnig er í G14, sögðu að liðið þjáist einnig þegar vináttulandsleikir fara fram þar sem þá er ekki hægt að nota leik- mennina í alls kyns kynningarstarf- semi sem gefur vel í aðra hönd. „Það tapast tækifæri. En mikilvægara er þó að leikmennirnir okkar komi í góðu ásigkomulagi til baka eftir landsleikina." Það eru ekki einungis G14 lið sem beita þrýstingi á FIFA, Chelsea og Galatasaray eru ekki í hópnum en hafa svipaða hluti að segja á ráðstefnunni. Siegler tók þó eitt sérstaklega fram: „Við vitum af áhyggjum stóru liðanna. En ég vil segja þeim að það er ekkert stríð á milli FIFA og þeirra, við erum aldrei andsnúin því að tala saman.“ ■ I gær var einnig dregið í áskor- endakeppni Evrópu og dróst KA á móti Steaua Bucuresti frá Rúmeníu. Fyrri leikur liðanna verður á Akureyri þriðja eða fjórða desember og seinni leikurinn viku seinna, eða ellefta til tólfta desember. Haukarí sókn og ÍBVívörn Þegar DHL deild kvenna er skoðuð kemur í ljós að Hauk- ar eru með besta sóknarlið deildarinnar það sem af er. Haukar hafa skorað 31,1 mark að meðaltali í leik en næst koma nýliðar HK með 28,4. Þegar varnirnar eru skoð- aðar þá er það lið iBV sem hefur fengið fæst mörk á sig eða 21 að meðaltali. Valur kemur þar á eftir með 21,9 mörk að meðaltali á sig. Saeti Lið Leikir Sk.m Fg m 1. Haukar 7 218 174 2. ÍBV 7 189 147 3. Stjarnan 7 187 162 4. FH 7 184 168 5. Valur 7 177 153 6. HK 7 199 205 7. Grótta 7 153 157 8. FRAM 7 151 193 9. KA/Þór 7 163 209 10. Víkingur 7 162 215 Ólympíu- æðiðhafíð Ámánudaginnvorulukkudýrólymp- íuleikanna í Peking 2008 kynnt fyr- ir heiminum. Þau hafa þegar vakið mikla athygli í heimalandinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Margar milljónir af lukkudýrum verða framleidd í formi gjafa- og mynjavöru. Að þessu sinni heita lukkudýrin Fuwa á frummálinu en það þýðir vinalegir á okkar ástkæra ylhýra. Kínversk börn hafa tekið þessum nýju vinum opnum örmum og þykir sumum mjög erfitt að sleppa þeim eftir að hafa nælt sér í eins og tvö eintök af gripnum. Jafn réttur til íþróttaiðkunar „Taka verður a a mark á þeirri 77 gagnrýni og þeim ábending- um sem fram komu á ráð- stefnu um sam- kynhneigð sem Samtökin '78 héldu um helg- ina,“ segir Ellert B. Magnússon, forseti Iþrótta- og ólympíusam- bands Islands. I pistli á heimasíðu ISÍ segir hann að þótt hann hafi aldrei, á hálfrar aldar ferli sínum sem keppandi og stjórn- andi í íþróttalífinu, hugleitt eða haldið að kynhneigð truflaði fólk við sína íþróttaiðkun, þurfi að bregð- ast við fordómum og misrétti sem kann að vera fyrir hendi og koma í veg fyrir slíka áreitni. Á ráðstefnunni kom fram að sam- kynhneigðir hafa átt undir högg að sækja og að margir hafi hrökklast frá iðkun sinni og þátttöku í íþrótt- um vegna fordóma. „Þá vaknar mað- ur upp við vondan draum og reynir að horfast í augu við þann veruleika að samkynhneigt fólk hlýtur auðvit- að að vera í okkar röðum og þeir ein- staklingar eiga auð- vitað sama rétt og aðrir og eiga ekki að þurfa að líða fyr- ir kynhneigð sína. Þessu má bregðast við með ýmsum hætti: Binda það í lög félaga og sam- banda að allir standi jafnir án tillits til kynhneigðar, að efla þennan þátt íþróttafræðslunnar, gera þjálfara meðvitaða um að afstýra mismun- un af þessum völdum og almennt að íþróttafélög og stjórnendur þeirra verði á varðbergi gagnvart fordómum og áreitni í garð sam- kynhneigðra. Samkynhneigt fólk á fullt erindi og á jafnfullan rétt til þátttöku í íþróttum og hverjir aðrir einstaklingar." Samkynhneigt fólk á fullt erindi og á jafn- fullan rétt til þátttöku í íþróttum og hverjir aðrir einstaklingar.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.