blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 1
Sérblað húsbyggjandans íylgir Blaðinu í dag / I SÍÐA 17TIL 24 ■ ERLENT Stærsti vandi Perssons leystur Utanríkisráðherra Svíþjóðar sagði af sér í gær Frjálst, óháð & ókeypis! Töfrandi svik í Zimbabwe Töfralæknir einn í Zimbabwe hefur verið fundinn sekur um svik sem hljóta að teljast æði frumleg. Læknirinn fékk konu eina til að greiða sér um tvær milljónir króna og þá upphæð kvaðst hann ætla að nota til að fá hafmeyjar til að finna stolinn bíl hennar. Að sögn breska útvarpsins, BBC, kvaðst maðurinn ætla að nota peningana til að flytja inn hafmeyjar frá Bretlandi, sem leita áttu bílinn uppi. Hluti upp- hæðarinnar átti að renna til þess að borga fyrir þær hótelgist- ingu. En til að ná sambandi við hafmeyjarnar þurfti að kaupa nokkra farsíma. Að auki kvaðst maðurinn þurfa á þessum fjár- munum að halda til að kaupa naut en kynfæri þess hugðist hann nota til að finna þjófinn. Dómstóll komst að þeirri nið- urstöðu að um svik hefði verið að ræða þar sem töfralæknirinn, sem er raunar kona og heitir Ed- ina Chizema, væri ekki skráður félagi í samtökum þeirra sem fást við óhefðbundnar lækn- ingar í Zimbabwe. Þar og raunar víðar í Afríku eru töfralæknar í miklum metum og mjög margir nýtasérþjónustuþeirra. Edina bíður nú dóms. m Blaöiö/Stemar Hugi I útreiðartúr Það eru ekki mörg ár liðin frá þvi að hesturinn var þarfasti þjónn íbúa þessa lands. Var hann notaður til flestra ferða og einnig til að aðstoða við ýmis nauðsynleg störf. Að lokum var hann svo étinn til að forða landanum frá hungurvofunni. Nú er staðan önnur og hestar eiga nú illa heima i borgum og bæjum. Þessi hestamaður lét hinsvegar umferðaniðinn og amstur nútímans ekki aftra sér frá því að bregða sér á hestbak, þó hann hætti sér ekki út á götur borgarinnar en lét sér nægja að hleypa klárnum á skeið á skeiðvelli Gusts í Kópavogi. Höfuðborgarsvæðið meðallestur 67,3 Lögregla leitar uppljóstrara á meðal grunnskólabama Foreldrar barna í Miðborgar-, Hlíða- og Háteigshverfi hafa fengið bréf frá lögreglu og hverfisskólunum, þar sem kynnt er að þeir og börn þeirra kunni að verða boðuð í viðtöl á Lögreglustöðinni við Hverfisgötu til þess að leita upplýsinga til þess að kortleggja vímuefnaneyslu. For- eldrar, sem Blaðið hefur rætt við, telja að með þessu sé verið að hvetja börn og unglinga til þess að gerast uppljóstarar lögreglu. Tilefni hinna boðuðu viðtala er sögð vera nýútkomin Forvarnar- stefna Reykjavíkurborgar, en við lestur hennar verður þó ekki séð að ráð sé gert fyrir viðtölum af þessu tagi. Umsjón með öllum forvarnar- verkefnum á samkvæmt stefnunni að vera á forræði þjónustumið- stöðva borgarinnar, en eftir því sem næst verður komist á það ekki við um þetta verkefni. „Tilgangur með slíku viðtali er að styrkja unglingana og foreldra/ forráðamenn í baráttu gegn vímu- efnum og fá upplýsingar um stöðu mála,“ stendur í bréfinu, en í For- varnarstefnunni er ekki getið um upplýsingaöflun með þeim hætti. Líkt og tekið er fram í bréfinu, benda foreldrar á að á „þessum árum [séuj einstaklingar leitandi og áhrifagjarnir" og viðtöl af þessu tagi geti hvatt til trúnaðarrofs barna við jafnaldra sína, auk þess sem það bjóði heim hættu á að þau beri aðra röngum sökum, jafnvel í því skyni einu að gera lögreglu til geðs eða vekja á sér athygli. Marsibil Sæmundsdóttir, for- maður Forvarnanefndar Reykja- víkurborgar, kvaðst ekki þekkja til þessa bréfs, en sagði að í Forvarn- arstefnunni væri rætt um samstarf allra aðila, þar á meðal lögreglu og skóla. Lögreglunni væri ekki upp- lagðar aðferðir í þessu, en hún taldi að þetta hefði ekki verið markmiðið. „Lögreglunni gengur vafalaust gott eitt til, en þessar aðferðir eru á allt öðrum nótum en að var stefnt. Þessi aðferð held ég sé ekki farsæl. f þessu starfi eins og öðru þarf að gæta meðalhófs." Héðinn Pétursson, skólastjóri Austurbæjarskóla, tók í sama streng. „Það mætti misskilja þetta orðalag, en það þarf þá bara að laga það. Það er mikilvægt að í þessum efnum séu allir að tala sama tungumálið og okkar skilningur var sá að lög- reglan væri að leita eftir samræðu- vettvangi en ekki sakbendingum,“ sagði Héðinn. „En ég skal ekki vera hissa á því þó fólk fari upp á tærnar ef orðalagið er óljóst að þessu leyti.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.