blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 bla6iö 16 I MAT Þetta snýst líka um að kenna fólki hvernig það nær betri stjórn á blóðsykrinum, til að halda orkunni betri yfir daginn og koma í veg fyrir lífstíissjúkdóma. Bœtt matarœði á einfaldan Margir standa frammi fyrir þeim vanda að jaftivel þó þeir hafi áhuga á að brey ta um mataræði þá vita þeir hreinlega ekki hverju skal breyta. Undanfarin ár hafa komið fram ótal dæmi um mis- munandi matarræði og sumar leiðir ganga jafnvel í berhögg við aðrar. Það er því engin furða að fóik sé orðið ruglað í ríminu eins og Inga Kristjánsdóttir, loka- ársnemi í næringarþerapíu og einkaþjálfari, tjáði Blaðinu. Næst- komandi þriðjudag heldur Inga námskeið í Yggdrasil og kennir þátttakendum að bæta matar- æðið á einfaldan hátt. ,Það er offitufaraldur að leggjastyfir þjóðirnar, hverja á fætur annarri, ásamt því að sykursýki og lífsstíls- sjúkdómar verða æ algengari,“ segir Inga þegar hún er spurð af hverju við þurfum að bæta mataræði okkar. .Þetta er að stórum hluta hægt að rekja til slæmra lifnaðarhátta og ekki síst lélegs mataræðis. Það er grunnástæðan fyrir því að fólk þarf að borða hollari mat. Það eru til ótal margar kenningar um hvað er rétt hátt mataræði og fólk er stundum orðið ansi ruglað í ríminu. Á bak við mín námskeið liggja heilmiklar rann- sóknir og sem betur fer hafa verið gerðar margar góðar rannsóknir innan þessa geira á síðustu árum. Auðvitað er ekkert eitt það eina rétta enda þarf hver og einn að finna hvað hentar sér best. Margir koma á námskeið hjá mér og fara eftir því sem hentar þeim best en nýta ekki annað. Við erum svo ofsalega mis- jöfn en við eigum það öll sameigin- legt að hvítur sykur er ekki góður fyrir okkur, við þurfum skipta út unnum kolvetni fyrir gróf kolvetni og við þurfum að borða betri fitu.“ Aðgengilegt heilsufæði Námskeiðið stendur yfir í eitt kvöld, frá kl. 20-22, og kostar 1.500 krónur. Inga segist einblína á það að kenna einfaldar reglur ásamt einföldum uppskriftum. „Ástæðan fyrir því er sú að ég vil hafa þetta einfalt og aðgengilegt. 1 dag þarf þetta ekki að vera erfitt því það er til mikið af hollum og góðum matvörum sem koma i staðinn fyrir þennan óholla mat sem fæst í stórmörkuðunum. Á Islandi er mikið úrval af góðum, líf- rænum matvælum sem auðvelt er að skipta yfir í enda er heilsufæði orðið svo aðgengilegt, heilsubúðir spretta upp á hverju horni og stórmarkaðir eru komnir með stórar heilsuhillur,“ segir Inga og bætir við að sem dæmi um auðvelda leið til að bæta mat- arræði megi skipta út hvítu pasta fyrir heilkornapasta og hvítum hrísgrjónum fyrir hýðishrísgrjón. „Þetta eru grundvallarbreytingar, að nota gróft korn í stað hvíta kornsins og taka vondar fitusýrur og hvítan sykur úr mataræðinu. Þetta snýst líka um að kenna fólki hvernig það nær betri stjórn á blóðsykrinum, til að halda orkunni betri yfir daginn og koma í veg fyrir lífstílssjúkdóma. Eins þarf að kenna fólki að borða góða fitu en Omega 3, 6 og 9 eru lífsnauðsynlegar fitusýrur sem við fáum meðal annars úr góðum og vel unnum olíum.“ svanhvit@bladid. net Útvatnaðar hnetur og fræ Það er mikil næring i hnetum og fræjum. Holl fita, fitosteról, trefjar, jurtaprótein (þar á meðal L-arginin sem er mjög gott fyrir blóðþrýsting og æðakerfi, magnesíum, kalíum og andoxunarefni svo eitthvað sé nefnt af því sem í hnetum og fræjum er. Þau innihalda öll þau nauðsynlegu nær- ingarefni sem þarf til að búa til nýtt líf. Til dæmis verður sólblómafræ að sólblómi, mandla að möndlutré, gras- kersfræ að graskeri og svo frv. En ef við tyggjum ekki hnetur og fræ vand- lega skiíar það sé svo að segja ómelt. Auk þess finna margir fyrir melting- artruflunum og óþægindum í maga en við því er gott ráð. Leggið möndlur, hnetur og fræ í bleyti í að minnsta kosti 12 klst. Þau byrja þá að spíra og þannig losna úr læðingi öll næringar- efnin sem við getum þá notað okkur án óþæginda. Síðan má nota möndlur og fræ í salatið, t.d. með flysjuðum gulrótum og vötnuðum rúsfnum, eða sem snakk á milli mála, t.d. með epli eða setja ofan á gufusoðinn fisk. Hnetur eða fræ (möndlur, heslihnetur, sól- blómafræ, kashewhnetur, valhnetur, graskers- fræ, sesamfræ) Hreintvatn Setjið í hreina glerkrukku og fyilið með vatni þannig að vel fljóti yfir. Geymið í ísskáp. Má byrja að nota eftir 12 klukkustundir. Notið alltaf hreina skeið til að veiða upp úr krukkunni. Geymsluþol í kæli er allt að 6 dagar, en það verður alltaf að vera nægt vatn í krukkunni. Gufusoðið hvítkál meö kjúklinga- baunum og öðru góðgæti, fyrir 3-4 Léttgufusoðið hvítkál, kjúk- lingabaunir og Crema di Peperoni er fullkomin samsetning. Það bragðast dásamlega og er mjög hollt. Með þessu er gott að hafa soðna kjúklingabringu eða gufusoðna lúðu. Og það gerir ekkert til þótt einhver af- gangur verði, því salatið er enn betra daginn eftir. 'h hvítkálshöfuð, skorið í mjög þunna strimla. Skál af köldu vatni 1 glas eða dós af kjúklingabunum, t.d. frá Him- neskri hollustu eða Biona 1 glas Crema di Peperoni frá LaSelva Ferskpressaður safi úr og rifinn börkur af V4 Iffrænt ræktaðri sítrónu 1 hvítlauksrif, gróft saxaö 5 gr. fersk engiferrót I þunnum sneiðum 3-4droparfiskisósa Pínulítið kanilduft, t.d. frá Sonnentor Pínulftið vanilluduft, t.d. frá Himneskri hollustu Sjávarsalt, t.d. Maldon Nýmalaður svartur pipar, t.d. Maldon Hvítkálið er gufusoðið í 3 mínútur, best er að gera það í wok-pönnu eða í potti með gufurist. Það er líka hægt að sjóða það í venjulegum potti með örlitlu vatni. Látið suðuna koma upp og látið svo malla í 3 mínútur. Galdur- inn er að sjóða kálið ekki of mikið eða lengi. Kálið á að vera al dente, þ.e.a.s. stökkt og það á að braka í því þegar það er tuggið. Veiða má einn strimil upp úr pottinum og prófa að bíta i það. Að suðunni lokinni er hvítkálinu hellt í sigti og kalt vatn látið renna yfir til að stoppa suðuna. Síðan er vatnið látið renna af og kálið sett í skál. Hrærið varlega saman í skál hvítkál, kjúklingabaunir, Crema di Peperoni, sítrónusafa og börk, hvítlauk, engifer, fiskisósu, kanilduft, vanilluduft, salt og pipar og njótið vel. Hreint jógúrt með hörfræja- og kanilnasli - fyrir 1 Hörfræja- og kanilnasl er hreint frá- bært. Það bragðast ótrúlega vel og er sætt án þess að innihalda nokkurn sykur. Það er varla hægt að biðja um meira. Það hentar vel sem nasl eða músl út í hreint jógúrt, hreint skyr eða súrmjólk. Einfaldur, bragðgóður og hollur morgunverður. 2 msk. hörfræ 1 tsk. kanilduft, t.d. frá Sonnentor Ögn af vanilludufti frá Himneskri hollustu 1 dós af hreinu jógurt, t.d. frá Bíó Bú (1 diskur af AB-mjólk) Ferskir ávextir ef vill Malið hörfræ ásamt kanildufti og vanilludufti í blandara. Enn betra er að nota rafmagnskaffi- kvörn. Stráið yfir jógúrtið, setjið ávexti yfir ef vill og njótið vel. Snöggsoðið tofu með grænmeti -fyrirfjóra Tofuergóðupp- sprettapróteins fyrir grænmeti- sætur. Besta matreiðsluað- ferðin er að snöggsjóða það en einnig má marineraþað. Munið að borða ekki erfðabreytt tofu eða non- GMO tofu. Hægt er að nota annað grænmeti en það er hagkvæmt, ein- falt og gott að nota wokblönduna ffá Himneskri hollustu. 1 dl. vatn 400 gr. tofu, skorið í teninga 1 poki fersk wokblanda, t.d. frá Himneskri hollustu 1 poki spínat, t.d. frá Himneskri hollustu 1 hvítlauksrif, fínsaxað 5gr.engifer,fíntsaxað 1 tsk. túrmerik, t.d. frá Sonnentor 1 tsk. sinnepsfræ,t.d.frá Sonnentor 3-4 droparfiskisósa Sjávarsalt, t.d. Maldon Nýmalaður pipar, t.d. Maldon Sojasósa, t.d. frá Himneskri hollustu Ferskpressaður safi úr og rifinn börkur af 'h lífrænt ræktaðri sítrónu Hitið wok eða þykka pönnu úr ryðfríu stáli við hæsta hita í 5-10 mínútur. Hellið örlitlu vatni á pottinn eða pönnuna. Pott- urinn á að vera svo heitur að vatnið breytist strax í litla dropa sem hoppa og sjóða. Setjið tofu, wokblöndu, spínat, hvítlauk, engi- fer, túrmerik, sinnepsfræ, fiskisósu, sjávarsalt og pipar í og hrærið strax fram og til baka og í hringi og gætið þess að ekki brenni við. Blandan á að snöggsjóða í 3-4 mínútur, þar til grænmetið er mátulegt. Bætið örlitlu vatni í ef þörf krefur, en ekki svo mikið að blandan sjóði bara í því, heldur einungis til að koma í veg fýrir að brenni fast í botninn. Skvettið sojasósu og sítrónusafa og berki yfir og njótið vel. Hollustubrauð Ragnheiðar 6 dl. spelt 1 dl. haframjöl 1 dl.fræaðeigin vali, t.d. sólblóma- fræ, graskersfræ, sesamfræ og fleira 3 tsk. vínsteinslyfti- duft 1- 2 tsk. salt 2- 3 dl. AB-mjólk eða sojamjólk 2-3 dl. sjóðandi vatn Blandið þurrefnunum saman í skál, hellið síðan vökvanum í og hrærið varlega með sleif. Þegar búið er að hræra örlítið eða þar til mjölið er orðið blautt, er hægt að bæta ýmsu saman við deigið, t.d. pestói, sólþurrk- uðum tómötum, ólífum, döðlum, gul- rótum eða hvítlauk. Til að fá örlitla sætu er gott að nota sojamjólk með bananabragði. Það á alls ekki að hnoða deigið, heldur er nóg að hræra hráefnunum bara saman, annars verður brauðið hart. Setjið síðan degið í smurt form eða búið til bollur og setjið á bökunarpappír. Bakið í ca. 20-25 mínútur við 200 gráður. Hollusta í hverjum bital

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.