blaðið

Ulloq

blaðið - 30.03.2006, Qupperneq 17

blaðið - 30.03.2006, Qupperneq 17
blaðið FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 VIÐTALI 17 lenska sjónvarpið ekki komið til sögunnar. Þá var hárið á hljómsveit- armeðlimum sítt og mikið. Flestir höfðu aldrei séð okkur og fólk kom úr sveitunum bara til að horfa á okkur. En það voru aldrei mikil læti í okkur. Við vorum prúðir og óskap- lega feimnir." Er erfitt að höndla miklar vinsœldir? „Það er ekkert erfitt að höndla þær rétt. Menn verða bara að vera á jörðinni og láta hólið ekki stíga sér til höfuðs. Ég hef reynt að halda jarðsambandinu. Það eru allir hé- gómlegir og ég veit að hégóminn er þarna en maður verður að halda ró sinni." Hassið og lífsstíllinn Eiturlyfjaneysla var útbreidd á hippa- tímanum. Áttirðu einhvern tíma í baráttu við eiturlyf? „I sjö til átta ár var ég fremur virkur á því sviði. Það byrjaði á því að við Hljómarnir vorum í túr úti í Svíþjóð þar sem rótari bauð okkur upp á hass. Þá var hass í tísku og enginn þótti maður með mönnum nema hann hefði prófað það. Mórall- inn var þannig. Eftir þessa reynslu sá vinur okkar uppi á velli um að útvega okkur hass. Hann átti alltaf nóg. Þannig gekk þetta í nokkur ár. Trúbrotstímabilið einkenndist líka af þessari neyslu.“ Hafði þessi neysla áhrif á sköpunargáfuna? „Já, ég var ekki góður á þessum tíma. Það var útbreitt viðhorf að ég væri betri en ég hefði verið og ég trúði því sjálfur að ég væri miklu betri. Það var misskilningur. Þegar ég lít til baka á það sem ég var að semja þá er það ekki mjög gott. Sumt er alveg hræðilegt.“ Fórstu ísterkari efni en hass? „Við prófuðum LSD í tvö eða þrjú skipti. Áhrifin af því voru skrýtin og öðruvísi en af hassinu. Ég sá ofsjónir og mikla litadýrð. Ég slapp við að fara á það sem kallað er slæmt tripp. En ég fann strax að LSD var efni sem menn ættu ekki að leika sér að.“ Ákvaðstu bara einn daginn að hcetta? „Þetta var skemmtilegt fyrst en svo hætti það að vera skemmtilegt og várð æ verra. Þetta var lífsstíll en ég var ekki háður hassi á þann hátt að ég þyrfti á því að halda á hverjum degi. En ég var afskaplega feginn þegar ég hætti. Það var ekki erfitt að taka þá ákvörðun.“ I einsmannsvinnu Þú dvaldir um tíma í Englandi og Bandaríkjunum og vannst að tónlist. Dreymdi þig um heimsfrcegð? „1 og með en samt tók ég þá drauma aldrei of alvarlega. Ég fór aldrei rúntinn á milli umboðsskrif- stofa. Auðvitað hefði verið gaman að ná góðum árangri erlendis en ég er ánægður hér á landi og fegnastur þegar ég er heima hjá mér.“ Ertu mikillfjölskyldumaður? „Já, ég er það. Ég hef átt sömu kon- una í tuttugu og fimm ár. Hún gefur mér svigrúm og skilur að stundum verð ég að vera einn. Ég er í eins- mannsvinnu. Ég hef aldrei samið með öðrum að neinu ráði. Ég verð að vera einn þegar ég er að semja og vinna úr hugmyndum. Þetta er ein- manalegt starf. Ég kann ekki á hóp- vinnu nema þá í hljómsveit." Ertu einrœnn eða ertu félagsvera? „Ég held að ég sé fremur einrænn og hafi orðið einrænni með árunum. Kannski af því að ég er ekki lengur í hljómsveit.“ Var ekki stundum erfitt að vera í hljómsveit og þurfa að halda sam- vinnunni gangandi? „Að vera í hljómsveit er eins og að vera í hjónabandi. Það eru ekki margar hljómsveitir sem endast lengi en sumar þó. Samstarfið í Trúbrot tók stundum á og þar voru alltaf bölvuð læti. Engin bönd héldu Kalla vini mínum Sighvatssyni. Ef hann ætlaði sér eitthvað þá gerði hann það. Einu sinni áttum við að spila um helgi og á þriðjudegi fyrir tónleikana var mér tilkynnt að Kalli væri hættur í hljómsveitinni og far- inn til Frakklands. Hann kvaddi hvorki kóng né prest. Það var alltaf svo mikið að gerast hjá Kalla.“ Eiga bestu listamennirnir sem þú hefur unnið með eitthvað sameiginlegt? „Já, þeir bestu eru fremur hógvært fólk. Þeir þurfa ekki að nota hroka til að koma sér áfram. Þeir eru góðir í því sem þeir eru að gera og vinnan skiptir þá máli.“ Það kom mér á óvart þegar ég las að Gustav Mahler vœri uppáhaldstón- skáldið þitt. Afhverju Mahler? „Fyrir um fimmtán árum sá ég kvikmyndina Dauðinn í Feneyjum. I upphafi myndarinnar sjáum við Fen- eyjar meðan tónlist er leikin. Mér fannst tónlistin afar áhrifamikil og komst að því að hún var eftir Mahler. Þannig rann ég á lyktina. Ég stúder- aði tónlist Mahlers mikið og las um hann. Hann hafði mikla þekkingu á möguleikum hljómsveitarinnar og í tónlist hans er mikil dramatík. Hann gagntók mig. Eitt sumar fór ég til Austurríkis og heimsótti alla þá staði þar sem hann bjó. Ég vildi sjá þá með eigin augum. Svo eru önnur tónskáld sem ég held sömuleiðis mikið upp á, eins og Tjaikovsky og Rachmaninoff og fleiri og fleiri. Núna á seinni árum grauta ég meira í klassískri tónlist en poppinu. Það er aldurinn. Það er bara aldurinn.“ Ánægður þegar ég sem gott lag Hvað ertu ánægðastur með á ferlinum? „Ég er ánægður þegar ég sem gott lag. Hér og þar eru góðar perlur. Um 1981-1982 komu mörg af mínum bestu lögum. Ég held að ástæðan sé að ég var svo ástfanginn af konunni minni að ég vildi heilla hana sem mest. Ég hef enga aðra skýringu.“ Hefurðu fengið slœma gagnrýni áferl- inum eða hefur þetta verið beinn og breiður vegur? „Ég hef fengið harða gagnrýni. Ég man sérstaklega eftir gagnrýni sem ég fékk 1982 eða 1983. Þar stóð að nú væri kominn tími fyrir mig til að hætta, þetta væri orðið alveg hrika- legt. Ég tók þetta inn á mig og velti því fyrir mér hvort eitthvað væri til í þessu. Ég á til svona viðkvæmni. Ég hef reynt að lesa ekki gagnrýni en gefst svo upp og les hana.“ Finnst þér sjálfum að þú sértgóður? „Stundum er ég góður. Stundum er ég sæmilegur. Þetta er samt þannig vinna að maður ræður ekkert við hana. Suma daga kemur ekki neitt, aðra daga er mikið flæði. Svo maður situr bara og bíður eftir að eitthvað komi.“ Bíður eftir innblœstri? „Já, bíður eftir innblæstri. En það er í þessari vinnu eins og annarri að þeir fiska sem róa.“ kolbrun@bladid.net (DUX) Sumartilboð Eftirsótt lífsgæði DUX 1001 Original 90x200 cm og Duxiesta yfirdýna AÐEINS 99.000 verðáður 149.370 Hjónarúm 180x200 cm (2x90x200 cm) og heil yfirdýna AÐEINS 198.000 verð áður 297.000 TAKMARKAÐ MAGN Sérfræöingur frá DUX í Svíþjóö verður í versluninni dagana 7. og 8. apríl ADVANCED TECHNOLOGY IN SLEEPING Ármúla 10 • Sími: 5689950 www.duxiana.com

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.