blaðið - 23.06.2006, Síða 16

blaðið - 23.06.2006, Síða 16
16 I FJÖLSKYLDA FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaAÍÖ Jafningjafræðslan var stofnuð árið 1995 af félagi framhaldsskólanema og hugmyndin á bak við fræðsluna er sú að ungt fólk fræði annað ungt fólk á jafningjagrundvelli. Unga kynslóðin frœdd á jafn- ingjagrundvelli Jafningjafræðsla Hins hússins verður með opið hús í kjallara Hins hússins til að fagna opnun nýrrar heimasíðu, www.jafn- ingjafraedslan.is. Jafningjaf- ræðslan var stofnuð árið 1995 af félagi framhaldsskólanema og hugmyndin á bak við fræðsluna er sú að ungt fólk fræði annað ungt fólk á jafningjagrundvelli. Ösp Árnadóttir, framkvæmdastjóri Jafningjafræðslunnar, segir að ung- lingarnir taki fræðslunni mjög vel og hafi gaman af. „Unglingsárin eru mikill umbreytingatími og það er alltaf gerð meiri krafa til unglinga að verða fullorðnir sem fyrst. Leið- beinendur ræða því við unglingana á jafnréttisgrundvelli um hvað sé gott fyrir þau hvert og eitt. Þau eru fengin til að velta fyrir sér hvað þau eru að gera.“ Styrkur til að standast hópþrýsting Leiðbeinendur Jafningjafræðsl- unnar, sem eru á aldrinum 17-20 ára, leggja áherslu á að tala um það já- kvæða sem fylgir því að sleppa öllu rugli og styrkja fólk til þess að stand- ast hópþrýsting. Samkvæmt Ösp er fræðslan mjög skemmtilegt, það er byrjað á leikjum og svo er spjallað. ,Þetta tekur um þrjá tíma og í lokin geta unglingarnir komið með nafn- lausar fyrirspurnir um eitthvað sem brennur þeim á hjarta. Leiðbeinend- urnir hafa nokkrar spurningar með- ferðis svo unglingarnir freistist ekki til að reyna að rekja hvaðan spurn- ingarnar koma.“ Ungir listamenn láta Ijós sitt skína Opna húsið hefst kl. 18:00 og þar munu ungir listamenn láta ljós sitt skína. Á dagskránni verður meðal annars ljósmyndasýning, dansatriði og tónleikar sem hefjast kl. 20.00. Meðal hljómsveita sem stíga á stokk eru meðal annars Sigríður Hjaltalín, Cheddy Carter, Heróglymur, Big Ka- huna og Thugz on Parole. DJ Stef heldur uppi stuði á milli atriða auk þess sem léttar veitingar verða á staðnum. Utsalan er hahni 30%- 60% ajslattur afsumarvörum. 15% afsláttur afnýjum og klassískum vörum fram yfir helgi. Veriö hjartanlega velkomin Holtasman 1 • Simi 5178500 • www.tvohf.is opið 11-18 alla virka daga og 11 -16 á laugardögum Jákvœð sjálfsmynd barna Foreldrar geta haftjákvœð áhrifá ímyndamótun barna sinna þrátt fyrir að fjölmiðlar, vinir ogsamfélagið hafi einhver áhrif Skoðið fjölmiðla með gagnrýnum augum og látið börnin vita að fyrirsætur og aðrir í sjónvarpi eru farðaðir sérstaklega, lýti klippt út og myndir aðlagaðar. Það er ekkert launungamál að börn verða fyrir miklum áhrifum frá umhverfi sínu. í nútímasamfé- lagi skiptir ímynd miklu máli og blessuð börnin fara ekki varhluta af því. Anorexía og aðrir sjúkdómar herja á fólk og aldur þeirra sem þjást af þeim lækkar að sama skapi. Börn þróa skoðanir sínar og hegðun frá foreldrum sínum og nánum ætt- ingjum. Þótt fjölmiðlar, vinir og samfélagið í heild hafi einhver áhrif geta foreldrar haft jákvæð áhrif á ímyndamótun barna sinna. Hér eru nokkrar leiðir til að ýta undir heil- brigt sjálfsmat hjá börnum: Leggið áherslu á hæfileika barnanna og hvers virði þau eru. Ekki einblína á líkamlegt útlit þeirra. Ef barnið ykkar þarf að léttast eða fitna, látið vera að minn- ast á það en eldið þess í stað hollari kvöldmat, farið reglulega í göngu- ferðir með barninu og þess háttar. Látið barnið vita að þið elskið það, sama hvernig það lítur út. Talið við börnin ykkar um sjálfsálit, líkamsímynd og hvað það merkir að vera fallegur. Skoðið fjölmiðla með gagn- rýnum augum og látið börnin vita að fyrirsætur og aðrir í sjónvarpi eru farðaðir sérstak- lega, lýti eru klippt út og myndir aðlagaðar. Vertu heilbrigð fyrirmynd. Það er hægt að hjálpa börnum að byggja upp góða sjálfsímynd með því að gæta að orðalagi og hegðun. Til að mynda ætti ekki að gera grin að vaxtarlagi annarra í ná- vist barnanna. Eins ættu foreldrar ætíð að koma á sama hátt fram við alla, hvort sem þeir eru feitir eða Leggið áherslu á hæfileika barnanna og hvers virði þau eru. Ekki einblína á líkam- iegt útlit þeirra. grannir. Barn getur byggt upp góða sjálfsmynd með því að stunda áhugamál sín, hvort sem þau eru tengd hreyfingu eða ekki. Með því að æfa fótbolta, dans, fiðluleik eða stunda leiklist fær barnið meiri trú á hæfileika sína og virði. Verið stolt af börnum ykkar, sama hvernig þau líta út. Það er grundvallaratriðið að sýna börnum hve stoltir foreldrar eru af þeim enda ýtir það undir sjálfstæði og sjálfsvirðingu. Ef barn er of þungt eða á erfitt með að finna á sig föt af ein- hverjum ástæðum er hægt að beita ýmiss konar útsjónarsemi til að finna það sem hentar. Pantið er- lendis frá, saumið fötin sjálf eða fáið aðstoð við það. Það er alltaf hægt að finna lausn á öllum vandamálum en umfram allt er mikilvægt að barnið finni ekki fyrir pirringi vegna þessa, þar sem það mun kenna sjálfu sér um. Takið eftir og bendið börnum ykkar á hvernig fjölmiðlar ýta undir og skapa staðal- ímyndir. Ýttu undir samræður þar sem barnið fær að tjá sig og segja hvað því finnst um ákveðna auglýs- ingu eða kvikmynd. Örvaðu gagn- rýna hugsun barnsins með því að nýta hana í samræðum. Taktu afstöðu á móti hvers kyns fordómum og ræddu það opinskátt við barnið. For- dómar, hvort sem það er gegn kyn- þáttum, kyni, eða holdarfari, tengj- ast og því er best að kenna barninu að vera fordómalaust. svanhvit@bladid.net Gömul húsráð sem virka ekki Flestir hafa átt mæður, ömmur eða jafnvel langömmur sem voru algjörir viskubrunnar hvað varð- aði þrif og góð heimilisráð. Þessar mætu konur voru oftast viljugar að deila visku sinni og því má ætla að margur íslendingurinn noti þessi góðu ráð enn þann dag í dag. En tímarnir breytast og hlutirnir með og því er ekki víst að öll ráðin virki í dag. Hér eru nokkur gömul húsráð sem sum hver eiga ekki lengur við. Sódavatn Qarlægir bletti betur en vatn Þetta er alrangt enda hefur sódavatn sömu virkni og vatn. Munurinn er enginn þrátt fyrir þessar freistandi loftbólur í sódavatninu. Að ryksuga stöðugt eyðileggur teppið Það er lítil hætta á að ryksugan eyði- leggi teppið enda hefur stöðug ganga og annar núningur mun verri áhrif á það. Það er best að ryksuga teppi um tvisvar sinnum í viku og það fer mun betur með teppið heldur en að ryksuga það sjaldnar. Það má nota tannkrem til að pússa silfur Þetta húsráð er komið til ára sinna og er að mestu leyti rétt. Tannkremið fægir silfrið en fara þarf varlega því það er hrjúfara en silfurfægir. Ef tannkrem er notað til að pússa silfur er best að nota lítið af því og pússa laust. Hins vegar má aldrei nota tannkrem sem gerir tennur hvítari til að pússa silfur. Franskbrauð þrífur veggfóður Eins fáránlega og það hljómar þá hentar franskbrauð einkar vel til að þrífa veggfóður. Rétt eins og með veggi má bleyta brauðið örlítið og þrífa veggfóður. Hins vegar tekur það ansi langan tíma þar sem ein- ungis er hægt að þrífa lítinn bút í einu. Saltvatn kemur í veg fyrir að föt missi lit Þetta er því miður ekki rétt. Ef föt fölna og missa lit þegar þau eru þvegin er það vegna verksmiðju- galla og því lítið við því að gera. Til að kanna hvort föt missi lit þegar þau eru þvegin má setja vatnsdropa á fötin að innanverðu og nudda þau með hvítum klút. Ef litur kemur á klútinn er betra að handþvo fötin.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.