blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 24
24 I VIÐTAL FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaöiö Getum við farið með dýr eins og skepnur? Lítil umræða hefur verið um dýrasiðfræði hér á landi og orðið eitt kemur mörgum spánskt fyrir sjónir. Erlendis er þessu öfugt farið en þar hefur kastljósið beinst að þessu sviði siðfræðinnar á undanförnum árum, meðal annars vegna fjölgunar verk- smiðjubúa og aukinnar andstöðu við tilraunir á dýrum. Gunnar Örn Sigvaldason, heimspekingur, hefur kynnt sér þessi fræði en hann skrifaði meðal annars BA-ritgerð um hugmyndir Peter Singer eins frægasta og alræmd- asta dýrasiðfræðings sem uppi er. Blaðamaður Blaðsins settist niður með Gunnari Erni og fékk hann til að leiða sig í allan sannleikann um dýrasiðfræði. Gunnar segir að dýrasiðfræði sé í raun hefðbundin siðfræði sem sé heimfærð upp á dýrin og meðal annars sé leitast við að svara spurn- ingum sem tengjast meðferð okkar á þeim. „Við spyrjum okkur hvernig menn eigi að fara með dýr. Er allt sið- ferðilega réttlætanlegt? Hvað er ekki siðferðilega réttlætanlegt? Ein höf- uðspurning dýrasiðfræðinga snýst í raun um það hvort dýr eigi heima í siðahringnum, það er að segja hvort dýr geti í einhverjum skilningi kall- ast siðferðisverur. Margir halda að þegar talað er um siðferðisverur að þær hafi einhverjum skyldum að gegna. Ég á ekki við það í þessu sam- hengi heldur að menn hafi skyldum að gegna gagnvart dýrum,“ segir Gunnar. Blalid/SteinarHugi Gunnar Sigvaldason segir að umræða fjölmiðla um dýraverndunarhópa sé oft einsleit enda sé áherslan einkum lögð á jaðarhópana sem ganga hvað lengst. Umhverfisspjöll fylgja verksmiðjubúskap Á undanförnum árum hafa dýrasið- fræðingar ekki síst beint spjótum sínum að svokölluðum verksmiðju- búskap sem hefur aukist mjög í heim- inum, ekki síst í Bandaríkjunum. ,Það eru reyndar ekki bara dýrasið- fræðingar sem hafa gagnrýnt verk- smiðjubúskap vegna þess að vanda- mál sem honum fylgja tengjast ekki aðeins dýravernd eða dýraréttindum heldur tengjast þau umhverfis- málum í víðum skilningi. Það hefur einfaldlega verið sýnt fram á það að verksmiðjubúskapur, einkum svína- og nautakjötsframleiðsla, hefur í för með sér gífurleg umhverfisspjöll," segir Gunnar og bendir meðal ann- ars á, máli sínu til stuðnings, að úr- gangi frá dýrunum hafi verið varpað út í náttúruna þar sem hann olli mengun á vatnsbúskapi og landi. I Bandaríkjunum er ennfremur talið að notkun hormóna og annarra vaxt- arbætandi efna í nautgriparækt hafi leitt til þess að matvælaofnæmi er tíð- ara þar í landi nú en áður. Dýrasiðfræðingar og dýravernd- unarsinnar hafa einkum gagnrýnt aðstæður dýra í þessum verksmiðju- búum. „Þessi býli eru gífurlega stór. Þarna eru þúsundir ef ekki tugþús- undir dýra í tiltölulega litlu plássi þar sem farið er mjög illa með þau. Þetta eru dýr sem fá kannski aldrei að sjá sólarljós og fá vart að hreyfa sig,“ segir Gunnar. 99................................................... „Áríð 1944 var Draize-prófið svokailaða samþykkt af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu og var viðurkennt próf næstu árin. Það gekk út á að setja efni, oft óþynnt, í augu og á feld dýra til að athuga hvort að ígerð myndaðist. Það eru til frægar myndir afkanínum sem voru festar í gapastokk og augu þeirra spennt upp þannig að þær gátu ekki lokað þeim. Síðan voru hreinsiefni sett í augun á þeim," Verksmiðjubúskapur á fslandi Gunnar leggur áherslu á að það þurfi að gera greinarmun á verksmiðjubú- skap og hefðbundnum búskap. „Við getum ekki sett íslenskt lambakjöt og hvernig það er verkað i sama flokk og verksmiðjubúskap. Það er ástæðan fyrir þvi að margir siðfræð- ingar telja réttlætanlegt að borða kjöt af íslenskum lömbum sem lifa tiltölulega hamingjusömu lífi og líða ekki þjáningar," segir Gunnar. Að hans sögn er verksmiðjubú- skapur hafinn hér á landi líkt og víðast hvar annars staðar en hér hafi ekki komið upp sömu vandamál í tengslum við hann og erlendis. Verksmiðjubúskapur hefur verið að aukast alls staðar í heiminum og við skulum alls ekki halda að það gerist ekki á íslandi. Við verðum að gæta þess að ef við viljum þannig búskap, sem við viljum ekki öll, þá verðum við að setja þeim strangar kröfur sem ætla að standa í þessum rekstri,“ segir Gunnar. Vitund fólks um verksmiðjubú- skap og þau vandamál sem honum tengjast hefur aukist mjög á und- anförnum árum og segir Gunnar að það sé meðal annars að þakka tilkomu öflugra dýraverndunarsam- taka. Sú vitundarvakning hefur þó ekki sjálfkrafa áhrif á neysluvenjur fólks. „Á sama tíma gerir fólk kröfu um ódýr matvæli og því skapast viss togstreita. Matvæli sem eru fram- leidd í verksmiðjubúum séu mun Bialil/EinmJ. Dýraverndunarsinnar vekja athygli á illri meðferð á dýrum í París í fyrrasumar. Andstaða við tilraunir á dýrum og verksmiðjubúskap hefur aukist mjög bæði í Bandaríkjunum og Evrópu á undanförnum árum. SÝNDUTILWIF'. SVNDU HÆRLöKÁ'- SVNDU METNAÐ' Táþessþarftþú aö haía > hondunum MbæravéV. nikon FYRIR KRÖFUHARÐA 6.0 milljón pixlar 3 x aðdráttur I linsu (38-116mm) 15 tökustiilingar 2.5* LCDskjár Video upptaka meö hljóöi 23 MB innbyggt minni - hægt að stækka með XD minniskorti Aöeins 120 grömm án rafhlöðu Notar AA rafhlöðu Verð kr. 29.900 Nikon Fagmenn þekkja Nikon gæðin. NIKON Coolpix P3 8,1 milljón pixlar VR linsa, alvöru hristivörn 3,5 x aðdráttur I linsu (36-126mm) 16 tökustillingar 2.5' LCD skjár Video upptaka með hljóði 23 MB innbyggt minni - hægt að stækka með XD minniskorti Aðeins 170 g án rafhlöðu Notar Lithium rafhlöðu Verð kr. 49.900 SÍÐUMÚLA 9 • Sími 530 2800 I SMARALIND • Sími 530 2900 I KEFLAVÍK • Sími 421 1535 I AKUREYRI • Simi 461 5000 I SJA NANAR: www.ormsson NIKQN Coolpix P1 8,0 milljón pixlar Þráðlaus yfirfærsla á tölvu og prentara 3 x aðdráttalinsa (36-126mm) 4 x stafrænn aðdráttur Ljósopf/2.7-5.2 Val á milli 19 program stillinga Innbyggt flass með In Camera red-eye fix 2,5" LCD skjár (upplausn 110.000 punktar) Quicktime videotaka Innbyggt 32mbminni Notar Li-ion rafhlöðu EN-EL8/180 myndir Hleðslutæki, Þyngd 170 g Verð kr. 34.900 Nikon FÆST EINNIG i: FRÍHÖFNINNI Arvirkjanum PIXLAR CEISLA MOOEL BÓKAVERSLUN ÞÓRARINS ™ ORMSSON IS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.