blaðið

Ulloq

blaðið - 23.06.2006, Qupperneq 30

blaðið - 23.06.2006, Qupperneq 30
30 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaðið ■ HM-leikir dagsins H-riðill, kl. 15 Úkraína - Túnis • Varnarmaðurinn Vladyslav Vashchyuk kemur aftur inn í lið Úkraínu eftir að hafa tekið út leik- bann. Landi hans Volodymyr Yes- ersky verður hins vegar frá vegna lærmeiðsla. Hjá Túnis er hinn brasilískættaði sóknarmaður, Francileudo Santos, tæpur vegna meiðsla. • Úkraínumenn eru öruggir áfram með sigri og nægir jafntefli ef að Sádí-Arabía sigrar ekki Spán með meira en fjögurra marka mun. Túnis verður að sigra til að komast áfram. • Roger Lemerre, þjálfari Túnis, hefur ekki ENN unnið leik á HM. Hann stjórnaði liði Frakka sem vann ekki leik á HM 2002 í ár hafa Túnismenn gert eitt jafn- tefli og tapað einum leik. Spánn - S.-Arabía • Spánverjar hafa þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum. Þar munu þeir mæta öðru af lið- unum sem kemst upp úr G-riðli - Frakklandi, Sviss, Suður-Kóreu eða Tógó. • Luis Aaragones, þjálfari Spán- verja, mun að öllum líkindum hvíla nokkra leikmenn. Talið er víst að sóknarmaðurinn ungi, Fernando Torres, muni byrja á bekknum og þá mun Santiago Canizares líklega standa í mark- inu í stað Iker Casillas. • Sádí-Arabar hafa keppt á síðustu fjórum HM. Besti árangrinum náðu þeir 1994 er þeir komust í 16-liða úrslit. • Spánverjar hafa ekki tapað síð- ustu 24 leikjum sinum. Síðasta tap þeirra var gegn Portúgal í riðlakeppni EM 2004. Spænski markahrókurinn Raul er svo myndarlegur að áhorfendum verkjar er hann brosir. Boltinn í beinni 32 sæta lúxus salur Skeytin inn Miroslav Klose er ekki á leiðinni frá Werder Bremen, samkvæmt forráðamönnum liðsins. Þessi knái framherji hefur slegið í gegn á HM og skorað fjögur mörk í þremur leikjum og er í dag markahæstur á mótinu. Um- boðsmaður Klose, Alexander Schutt, segir að fjölmörg stórlið í Evrópu hafi spurst fyrir um kappann - þar á meðal Manc- hester United og Arsenal. „Frammistaða Miros á HM hefur gert það að verkum að hann er mikið í sviðsljósinu núna. En það kemur ekki til greina að við seljum hann,“ sagði Klaus Allofs, yfirmaður íþróttamála hjá Bremen. Schutt segir hins vegar að skjólstæð- ingur sinn hafi í huga að leika erlendis einhvern tímann á ferlinum og það gæti gerst strax á næsta tímabili. Paulo Wanchope tilkynnti í gær að hann væri hættur að leika með landsliði Kosta Ríka. „Ég hef alltaf verið mjög stoltur af því að leika fyrir þjóð mína en nú er komið að leiðar- lokum. Ég er Iíka fyllilega sáttur þó að við höfum ekki unnið neinn leik á HM. Mér fannst ég standa mig vel og ég skoraði góð mörk fyrir Kosta Ríka,“ sagði Wanchope. Þrír aðrir leikmenn Kosta Ríka, þeir Jose Porras, Maur- icio Solis og Ronald Gomez, tilkynntu einnig að þeir væru hættir. „Kynslóð frábærra knatt- spyrnumanna er nú horfin á braut. Við höfum ekki brugðist neinu og eigum virðingu skilda," sagði Wanchope ennfremur. „Það getur enginn haldið því fram í raun og veru að Kosta Ríka geti unnið HM.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.