blaðið - 23.06.2006, Page 35

blaðið - 23.06.2006, Page 35
blaöíð FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 AFÞREYING I 35 „Þetta er súrrealisk upplifun" Magni, söngvari hljómsveitarinnarÁ móti sól, erá leiðinni úttilBandaríkjanna tilþess að takaþáttíraunveruleika þœttinum Rockstar Supernova. Magni gaf sér tíma til þess að setjast niður með Kristínu Hrefnu, blaðamanni Blaðsins, á erilsömum degi, rétt áður en hann hellir sér í slaginn en hannfer út á laugardaginn. Hvernig upplifun er þetta fyrir sveitastrák frá Borgarfirði eystri að taka þátt í þessu ævintýri? Magni glottir og lætur hugann reika til æskustöðvanna. „Það er eins langt frá því að vera í Borgarfirðinum eða bara á íslandi og mögulegt er, algjörlega súrrealískt. Þetta eru ekki Bandaríkin, þetta er Los Angeles, þetta er Hollywood og það kemur bara Bandaríkjunum og umheiminum ekkert við. Þetta er önnur vídd þar sem skrítið fólk býr og það eru allt önnur gildi og allt er öðruvísi. Fólkið sem vinnur við þetta í sjónvarpinu og vinnur við gerð þessara þátta er einfaldlega mjög sérstakt. Þau eiga sér enga fjölskyldu og ekkert líf. Þau eru bara í vinnunni allan daginn og það kemst ekkert annað að hjá þessu fólki sem er mjög skrítið,“ segir Magni. Geðveikin rétt að byrja „Ég fer út til Los Angeles á laugardaginn og þá byrjar vika af fjölmiðlafári. Við verðum í endalausum viðtölum og upptökum. Svo byrjar þátturinn líklega 28. júní og þá ílytjum við inn í setrið. Þá byrjar nú geðveikin fyrir alvöru. Svo er þetta auðvitað bara vika fyrir viku þar og ég gæti komið heim eftir viku, eða ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Magni hress í bragði. Hann er eini Evrópubúinn sem er eftir í þessum rokkstjörnu-raunveruleikaþætti. Kvíðir því að fara frá syni sínum Er þetta langþráður draumur að rætast? „Ég veit það ekki. Fyrir fimm árum hefði ég hoppað um allt af kæti en í dag tek ég þessu með stóiskri ró. Ég er orðinn þroskaðri en ég var og ef ég hefði fengið þetta tækifæri þá hefði ég örugglega klúðrað þessu. Þáttastjórnendurnir eru búnir að segja við mig að þeir sjái vel að ég sé fullorðinn og taki þessu þannig, eins og atvinnumaður. Ég er búinn að fatta um hvað lífið snýst og það er ekki bara þetta. Þetta er auðvitað frábært og skemmtilegt en það er meira í lífinu. Eins og til dæmis litli níu mánaða gamli sonur minn - ég kvíði ótrúlega mikið fyrir að þurfa að fara frá honum. En það fær mig til að halda mér jarðbundnum og geraþetta af alvöru, fýrst ég er á annað borð að fara út í þetta. Því ef ég væri ekki að fara út í þetta af heilum hug myndi ég frekar gera eitthvað annað eins og að vera heima með fjölskyldunni,“ segir hinn nýbakaði faðir. Hefur engar væntingar „Ég hef nákvæmlega engar væntingar til þessa þáttar. Þetta er ekki kapplaup og ég get ekki gert neitt annað en að ^ vera ég sjálfur. Þeir eru að leita að persónu og reyna að finna söngvara í hljómsveit og það er alveg sama hvort ég reyni að koma mér í mjúkinn j hjá einhverjum, reyni að mynda sambönd eða eitthvað þess háttar. Ég kemst ekkert frekar áfram, annað hvort passa ég inn í hljómsveitina eða ekki. Ef þú ert ekki þú sjálfur kemur það strax fram í sjónvarpinu og þá getur maður allt eins bara farið heim. Hljómsveitin er að leita sér að fjórða meðliminum og eitt okkar er best til þess fallið, svo einfalt er það. Ég vil ekki vinna þetta bara til að vinna þetta og ég veit ekkert hvort í passa inn eða ekki. Ég hef ekki einu sinni heyrt Supernova spila. Kannski finnst mér þetta ekki einu sinni áhugaverð hljómsveit,“ segir Magni. Grenjað á gresjunni „Það eina sem ég kvíði fyrir er lífið í setrinu. Það að vera með myndavél ofan í kokinu allan daginn er ekki alveg minn tebolli, ég kann ekki alveg við það að hafa myndavél á mér þegar ég fer á klósettið og allt. Ég held að þetta verði svolítið eins og að vera í menntaskóla á heimavist. Ég hef prófað það og kunni ágætlega við mig. Bara myndavél í ofanálag og ég þarf ekkert að læra,“ segir Magni. „Þú verður að koma auminginn þinn" „Þetta byrjaði einfaldlega þannig að það var hringt í mig fyrir löngu síðan þegar áheyrnarprufur fyrir þáttinn voru á Gauknum. Ég var nú eiginlega bara manaður upp í þetta, svona þú verður að koma auminginn þinn. Við mættum þarna 40 manns, þekktumst nú eiginlega öll, næstum allt vinir og höfum marg oft spilað saman. Flestir voru nú svona misjafnlega sjoppulegir og nývaknaðir. Þar vorum við svo með kassagítara og spiluðum fyrir tvo fulltrúa frá þáttunum. Einhvern veginn enduðu svo fjögur okkar í Los Angeles þar sem fimmtíu manna úrslitin voru,“ segir Magni. „Síðan þurfti ég að redda alls konar veseni, vegabréfsáritunum og fleira. Ég skal segja ykkur eitt að það er ekki auðvelt að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Svo fórum við fjögur út um síðustu mánaðamót og eftir viku voru hin þrjú send heim og ég var einn Islendinganna eftir í þrjátíu manna úrslitunum. Þá sungum við fyrir toppana á sjónvarpsstöðvunum og aðal „pródúserana“. Eftir það þá var fækkað í hópnum niður í átján manns og allir látnir undirbúa sig eins og þeir væru að fara í loftið - svo voru í raun þrír varamenn sem enginn vissi hverjir voru. Það er bara nýbúið að greina frá því hverjir varamennirnir eru og þá í leiðinni að ég kemst áfram,“ segir Magni. „Þarna úti komum við tvisvar fram með húsbandinu. 1 fyrra skiptið var hljómsveitin að hlusta og svo var maður bara tekinn f létt spjall. Svo í seinna skiptið tók ég líka eitt lag og létt spjall en þá voru allir aðalsjón varpsframleiðendurnir að fylgjast með. Hvort tveggja tók nú bara svona um það bil fimmtán mínútur. Það er ekki búin að vera mikil dagskrá fyrir utan þessar fimmtán mínútur. Maður var eiginlega bara læstur inni á hótelherbergi og mátti ekki tala við einn eða neinn og allra síst hina keppendurna. Þannig að ég er búinn að sjá ótrúlega mikið af bandaríska sjónvarpinu og ég gæti örugglega sagt þér hvað er í sjónvarpinu núna,“ segir Magni hlæjandi. „Svo er ég líka búinn að fara í sálfræðipróf og líkamsástand allra var skoðað. Einnig var líka athugað hvort maður er geðveikur eða hvað,“ segir Magni. Rokk og ról „Þessi hljómsveit er ekki að fara að spila gamaldags þungarokk, ég er aðeins búinn að spjalla við þá um það. Þannig að þetta er verður ekkert svo ólíkt því sem við erum búnir að vera að gera í Á móti sól. Svo er tónlist bara tónlist og þeir hafa ekki hugmynd um það hvernig hljómsveitin mun hljóma því að það vantar söngvarann. I þættinum erum við bara að fara að syngja gömul og góð rokk og ról lög,“ segir Magni. Fullt af frægu fólki „Ég veit ekkert hvernig þetta verður en það fer einn dagur í það að versla föt, einn í það að æfa með hljómsveitinni en ég er ekki með planið á hreinu. En ég veit eitt, eftir hvern þátt sem við komum fram í verður brjálað partí þar sem slökkt er á myndavélunum og fullt af frægu fólki kemur í heimsókn. Það ku vera mjög skemmtilegt og allir veða blindfullir og henda sér í sundlaugina og gera fullt af skandölum,“ segir Magni. Allir samningar þverbrotnir ,Það eru mjög strangar reglur um það hvað maður má og má ekki. Það er til dæmis alveg bannað að berja mann og annann, ég skil nú ekkert í því,“ segir Magni og glottir. „Ég þurfti að skrifa undir bunka af samningum sem er örugglega þykkari en símaskráin um alls konar bull og vitleysu, þagmælsku og fleira. Þetta er nú samt allt þverbrotið og fáir sem fara eftir öllu þessu en það var brýnt ákaflega harkalega fyrir okkur að við mættum ekki tala við hina keppendurna og ekki neina blaðamenn,“ segir Magni. Þau mega ekkert kynnast en eru búin að stelast til þess engu að síður. Næstum ekkert sameiginlegt Hvað geturðu sagt mér um hina keppendurna? „Ég má nú ekki segja mikið, eða í rauninni ekki neitt. En eins og það lítur út í dag þá gæti það verið að einn skemmtilegasti keppandinn fái hreinlega ekki inngöngu í Bandaríkin því að hann fær ekki vegabréfsáritun og getur því ekki verið með. Ég má ekkert segja hvað hann heitir en hann er frá Ástralíu,“ segir rokkarinn. „Það eina sem við eigum öll sameiginlegt er tónlistin. Annars eigum við næstum ekkert sameiginlegt, ekki neitt,“ segir Magni. „Maður veltir því fyrir sér hvort að keppendurnir væru þarna út af persónuleikanum vegna þess að þetta er auðvitað raunveruleikaþáttur en það er ekki. Vá, raddirnar, þau eru alveg geðveik og sérstaklega stelpurnar. Alveg sturlaðar raddir þarna,“ segir Magni sem stendur hinum keppendunum ekki skrefi aftar. kristin@bladid.net >< -=><-■ Gjöf til þín 1000 kr. inneign! Þetta er 1.000 kr. inneign á gott ferðalag. Þú getur nýtt ávísunina á flestum sölustöðum Vegahandbókarinnar í bókabúðum, bensín- stöðvum og söluskálum. Aðeins er hægt að nota einn miða - eina ávísun fyrir hverja bók. Eldri útgáfur bókarinnar eru ekki teknar uppí með þessari ávísun. 9 "789979 975014' >e Verð áðuri^ Verð nú: 2.990.- Tilboðið gildir til i. júlí 2006 Vegahandbókin sími: 554 7700 » * * * • . » Heinekeius ENGAR MÁLAMIÐLANIR, NJÓTUM LÍFSÍNS TIL FULLS! {

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.