blaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 4
NIKON Coolpix P1 8,0 milljón pixlar Þráðlaus yfiríærsla á tölvu og prentara 3 x aðdráttalinsa (36-126mm) 4 x stafrænn aðdráttur Ljósopf/2.7-5.2 Val á milli 19 program stillinga Innbyggt flass með In Camera red-eye fix 2,5" LCD skjár (upplausn 110.000 punktar) Quicktime videotaka Innbyggt 32 mb minni Notar Li-ion rafhlöðu EN-EL8/180 myndir Hleöslutæki, Þyngd 170 g Verð kr. 34.900 FYRIR KRÖFUHARÐA KEFLAVÍK • Sími 421 1535 SMÁRALIND • Sími 530 2900 AKUREYRI • Sími 461 5000 SÍÐUMÚLA 9 • Sími 530 2800 ORMSSON SJÁ NÁNAR: www.ormsson.is 4IFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 blaðiö VEGAVINNA Á UMFERÐAREYJU Landsmenn hafa tekið eftir því að víða er verið að vinna að endurbótum á götum borgarinnar um þessar mundir. Jarðvegsþjöppur eru meðal annars notað- arviðslíkverk. íbúðabyggð í Örfirisey mögu- leg þrátt fyrir olíutankana Til stendur að skipuleggja byggð í Örfirisey. Óvíst er hvort eldsneytisbigðastöðin hverfi þaðan að fullu og kemu til greina að byggt verði í eynni þó tankarnir verði þar áfram. Eftir: Gunnar Reyni Valþórsson Byggð í Örfirisey er á stefnuskrá hjá nýjum meirihluta í borginni. Enn er þó óvíst um framtíð olíubirgðastöðv- arinnar í eynni. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir jafnvel koma til greina að skipuleggja þar byggð í grennd við olíutankana. í skýrslu samráðshóps um málið sem skilað var rétt fyrir kosningar kom fram samdóma álit þátttakenda um að flug- vélaeldsneyti sem nú er geymt í eynni ætti að geyma í Helguvík. Hópurinn lagði ennfremur til að hagkvæmnis- mat yrði gert á því að fly tja olíubirgða- stöðina austur fyrir borgina. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segir að flutningur þotueldsneytisins verði vonandi eitt- hvað sem gerist á næstu árum. „Það er síðan ein af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir að reyna á næstu árum að hefja skipulagningu á byggð þarna, atvinnuhúsnæði jafnt sem íbúðabyggð, og hafa tankana þarna líka.“ Kjartan segir ekki útilokað að menn komist að þeirri niðurstöðu að tankarnir verði þarna áfram í ein- hverri mynd. Kjartan segir að tankarnir sem geyma þotueldsneytið séu um það bil 20% af þeim tönkum sem í eynni eru. Það væri því alltaf bróðurpartur- inn sem yrði eftir þrátt fyrir að þotu- eldsneytisgeymslur verði í Helguvík í framtíðinni. Byggt nálægt olíutönkum erlendis „Við höfum fengið mikið land úr uppfyllingum á þessu svæði og því verður haldið áfram,“ segir Kjartan. „Það má skipuleggja byggð á þeim uppfyllingum, í áttina að Akurey, og það verður þá skoðað með tank- ana hvort að þeir verði að víkja eða hvort þeir geti verið áfram í breyttri mynd. „Erlendis byggja menn miklu nær svona tönkum en þarna hefur verið gert,“ segir hann. Kjartan segir þó of snemmt að slá einhverju föstu í þessum efnum, þessi mál eigi eftir að skoða. Að mati Kjartans væri auðvitað skemmtilegast að losna við alla tankana úr eynni. „En það má ekki gleyma því að tankarnir skila Reykja- víkurhöfn töluvert miklum tekjum,“ segir Kjartan. „Það er heldur ekki til neins að vera að flytja þá langt út fyrir bæinn, til þess eins að flytja eldsneytið á bílum inn í borgina aftur. Við hljótum að vilja reyna að miða við það að flytja bensínið sem fæsta ekna kíló- metra. Örfirisey er glettilega nálægt mörgum bensínstöð vum svo að þetta þarf allt að skoða og reikna út,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi. gunnar@bladid.net Lyfjaverð til neytenda hækkar Verð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur hækkað um allt að 20% hjá markaðsráðandi lyfsölukeðjum frá því i apríl 2005. Þetta eru niður- stöður nýlegrar lyfjaverðskönnunar verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var á dögunum. „Samhliða því sem leyfileg hámarks smásöluálagning hefur lækkað hafa lyfjabúðir dregið úr þeim afslætti sem þær veita af hluta sjúklings í lyfjaverðinu og þannig minnkað verulega ávinning neyt- enda af því samkomulagi sem gert var við lyfjasmásala í fyrra um lækkun á lyfjaverði,“ segir í fréttatil- kynningu frá ASl. Spá lækkun íbúðarverðs Flest bendir til þess að íbúðaverð muni lækka þegar horft er til næsta árs. Þetta kom fram í Morgunkorni Glitnis í gær. „Mikið framboð er framundan á íbúðamarkaði en hækkun vaxta og skertur aðgangur að lánum dregur úr eftirspurn. Lækkun íbúðaverðs mun draga úr verðbólgu, bæði með beinum hætti þar sem íbúðaverð er stærsti einstaki þáttur vísitölu neysluverðs, og með óbeinum hætti þar sem lækkandi íbúðaverð slær á tiltrú neytenda og kaupgleði. Gengi krónunnar mun sennilega lækka frekar á næstunni, en líklegt er að á næsta ári komi gengið til baka þegar viðskiptahallinn tekur að minnka að ráði og úr óvissu dregur varðandi lánshæfiseinkunn landsmanna.“ Leiðrétting Af fyrirsögn fréttar í Blaðinu í gær um hraðahemla í bifreiðum mátti skilja sem svo að uppi væru hug- myndir um það hjá Umferðarstofu að tryggt yrði með slíkum búnaði að bílar kæmust ekki hraðar en 90 km á klukkustund. Þetta er ekki rétt því Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, vill ekki endilega skoða þennan búnað í ljósi þess að takmarka hraða bif- reiða við 90 km hraða. Hann segir að fyrst og fremst þurfi að taka úr umferð það sem kallast ofsaakstur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum Uppsafnað áhorf Stöðvar 2 minnkar Tæplega 92% aðspurðra í nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup horfðu eitt- hvað á Ríkissjónvarpið í vikunni sem spurt var um. Það er um 1% minna en í síðustu fjölmiðlakönnun Gallup frá marsmánuði. Uppsafnað áhorf á Stöð 2 minnkaði um 7% milli kann- ana og var rúmlega 67%. Skjár einn bætir við sig um einu prósentustigi frá síðustu könnun og mældist með 65% áhorf. NFS bætir við sig um 10% og mældist með 33,8% áhorf. Áhorf á Sirkus minnkaði um 2% og mældist um 33,4%. Fréttatími Sjónvarpsins var sá þáttur sem mældist með mest upp- safnað áhorf, eða 38%, en fréttatími Stöðvar 2 og NFS mældist með 21% áhorf. Séu vinsælustu dagskrárliðir allra sjónvarpsstöðvanna skoðaðir, að fréttatímum frátöldum, kemur í ljós að Kastljósið og Aðþrengdar eig- inkonur eru vinsælustu þættirnir, báðir með rúmlega 28% áhorf. Þá mældist þátturinn Út og suður með um 26% áhorf ogþátturinn Lost með 24% áhorf. Á Skjá einum voru þættirnir CSI og CSI: Miami vinsælustu þættirnir með tæplega 17% áhorf. Á Stöð 2 voru þættirnir 24 og Prison Break vinsæl- astir, að frátöldum fréttatímanum, báðir með um 14% áhorf. Á Sirkus mældist úrslitaþáttur American Idol með mest áhorf, eða um 13%. Könnunin var framkvæmd dag- ana 28. maí til 3. júní 2006.1 úrtakið voru 1.500 Islendingar á aldrinum 12- 80 ára valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Alls bárust 614 svör. r-Jk Nikon Pnnmann haLL-m Fagmenn þekkja Nikon gæðin. 6.0 milljón pixlar 3 x aðdráttur í linsu (38-116mm) 15 tökustillingar 2.5" LCDskjár Video upptaka með hljóði 23 MB innbyggt minni - hægt að stækka með XD minniskorti Aðeins 120 grömm án rafhlöðu Notar AA rafhlöðu Verð kr. 29.900 EHm3 8,1 mílljón pixlar VR linsa, alvöru hristivöm 3,5 x aödráttur I linsu (36-126mm) 16 tökustillingar 2.5" LCD skjár Video upptaka með hljóði 23 MB innbyggt minni - hægt að stækka með XD minniskorti Aðeins 170 gán rafhlöðu Notar Lithium rafhlöðu Verð kr. 49.900 Konur hlutfallslega lægst launaðar á Vesturlandi Tekjur kvenna á Vesturlandi eru ein- ungis 58% af tekjum karla á sama svæði samkvæmt fréttavefnum skessuhorn.is. Árið 2005 voru meðal- atvinnutekjur kvenna á Vesturlandi rúmar 1,9 milljónir króna á meðan tekjur karla voru á sama tíma rúmar 3,3 milljónir króna. Eru konur á Vest- urlandi því lægst launaðar á landinu öllu því þar var hlutfallið tæplega 64 % af tekjum karla. Á undanförnum árum hefur hlutfall launa kvenna á Vesturlandi þó farið hækkandi miðað við laun karla því árið 1998 var hlutfall launa þeirra aðeins tæp 52%. Falleg - sterk - náttúruleg Suðurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond V§TRÖND Alfesca hækkaði um 6,5% Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,04% í Kauphöll Islands í gær og var 5.566 stig í lok dagsins. Bréf Alfesca hækk- uðu um 6,5%, bréf Atorku um 3% og bréf Mosaic Fashions um 3%. Bréf Össurar lækkuðu um 2 % og bréf Atl- antic Petrolium um 1%. Alls námu viðskipti í Kauphöllinni í gær um 12 milljörðum króna. Nikon FÆST EINNIG í: r FRlHÖFNINNI Arvirkíanum Eyrarvegi 32, Selfossi. s: 480 1160 PIXLAR GEISLA MODEL BÓKAVERSLUN ÞÓRARINS Garðsbraut 9. HúsaviV, 5:464 1234 1 - ’WSBWKf

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.