blaðið - 31.07.2006, Page 1

blaðið - 31.07.2006, Page 1
FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS! ■ MEHNIHG Óli G. Jóhannsson sýnir bæði ný verk og bók | SÍÐA 29 ■ IPROTTIR Strákarnir okkar í Englandi undirbúa sig | SÍÐA 21 171. tölublað 2. árgangur mánudagur 31. júlí 2006 Jarðvarmi fyrir níu milljón Ijósaperur Raforkuframleiðsla frá jarðvarmavirkjunum tvöfaldast á næstu árum framkvæmdastjóra Orkuseturs. Holurnar sem hafa verið boraðar til að komi ekkert óvænt upp á. Framleiðslan verður þá komin upp í 3.300 virkja jarðvarmann eru orðnar tíu þúsund talsins og má búast við að sú gígavattstundir. Sú orka myndi duga til að láta níu milljón 40 vatta Ijósa- tala éigi enn eftir að hækka ef ráðist verður í að virkja háhitasvæðin á perur loga allan sólarhringinn að sögn Sigurðar Inga Friðleifssonar, Norðausturlandi. | sfÐA6 Selfoss: Spörkuðu linnulaust „Þeir voru sennilega fimmtán sem komu heim til mín,“ segir Björn Gylfason, en hann ásamt félaga hans urðu fyrir ofbeldi hóps ungra manna á Selfossi um helgina. „Þeir spörkuðu linnulaust í okkur,“ segir Björn sem reyndi að verja höfuðið eins og hann gat. Að sögn Björns kom lögreglan stuttu eftir að barsmíðarnar hófust. Þá lágu þeir báðir í blóði sínu og þurfti að kalla sjúkrabíl til. Vinur hans reyndist höfuð- kúpubrotinn og með heilahrist- ing auk innvortis blæðinga, að sögn Björns. Sjálfur þurfti hann að láta sauma skurði og fékk glóðurauga, einnig kvarnaðist úr tönnum. SJÁ SlÐU 8 Stykkishólmur: Flugvél lenti á golfvellinum „Það var í gangi heljarmikið mót þennan dag en sem betur fór voru ekki mjög margir úti á vell- inum þegar þetta gerðist,“ segir Eyþór Benediktsson í Stykkis- hólmi en einshreyfils flugvél var lent á golfvelli bæjarins í miðju golfmóti. „Þetta var svona venju- leg einshreyfilsvél en hún virtist vera alveg ómerkt. Vélin kom fyrst inn yfir völlinn mjög lágt og hægt. Við tókum einmitt eftir henni því hún lækkaði sig þegar hún fór yfir völlinn.“ SJÁ SÍÐU 2 Vélhjólamaður segir frá ofsaakstri og spennuþörfinni: Á 240 með kærustuna ■ Hefur ekið á meira en 300 ■ Hjólin gerð fyrir ofsaakstur ■ Kærastan vildi fara svona hratt Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Tæplega þrítugur mótorhjólakappi keyrði á 240 kílómetra hraða með kærustuna á hjólinu. Maðurinn, sem vill ekki gefa upp nafnið sitt, segist hafa verið úti á landi ásamt þremur kunn- ingjum og fullyrðir að þeir hafi keyrt á ríflega 300 kílómetra hraða þegar þeir óku hraðast. „Hjólin eru gerð fyrir þennan hraða,“ segir hann en hjólið er svokallaður „racer“ sem nær gríðarlegum hraða á stuttum tíma. Mikil umræða hefur spunnist um ofsaakstur mótorhjólakappa. Þeir hafa mælist á allt að 200 kílómetra hraða. „Þetta er spurning um kikkið,“ segir maður- inn og bætir við að sér þyki magnað að upplifa hraðann. Hann segir tilfinninguna allt aðra en á bílum. Hann segir vissulega hættu á að detta af hjólinum, og þá sérstaklega á vondum vegum. Hann ítrekar að hann myndi aldrei keyra svo hratt innanbæjar enda hættan þar mikil á að slasa aðra. „Það er betra að hendast af út í sveit heldur en í bænum,“ segir hann. „Það var hún sem vildi keyra svona hratt,“ segir maðurinn um hvort kærastan hafi verið sátt á hjólinu með honum. Hann segir bæði hafa verið í góðum göllum og segir gallana góða og fólk sé vel varið. Hann segir helstu hættuna vera að þeir lendi á einhverjum hörðu þegar þeir detta. „Það er vissulega leiðinlegt að lesa um þessa vit- leysinga sem eru að stinga lögguna af og keyra eins og brjálæðingar," segir hann og áréttar að hann sjálfur hafi aldrei verið sektaður né stungið lögregluna af. SJásíðu 2 Reykjavík: Beit eyra af plötusnúði „Hann rankaði bara við sér og beit af mér eyrað,“ segir Kári Ey- þórsson hálfhissa á viðbrögðum ÍBH mannssem 3 hannvarað styðja eftir að sáhafði dáið áfeng- isdauða á Kaffibarnum. Dyravörður staðar- ins segir manninn hafa hlaupið út um leið og hann beit eyrað af Kára. Tveir menn eltu hann og náðu honum. Dyravörðurinn hringdi á lögregluna sem keyrði Kára upp á spítala. SJÁSIÐU4 KAFFIBARINN ILÍFIÐ Háð háum hælum Jessica Simpson elskar háa hæla svo mikið að hún klæðist þeim jafnt á ströndinni og heima við. | SÍÐA 26 ■ VEÐUR Ekki bjart Ekki er hægt að búast við björtu veðri á landinu í dag. Hiti verður 10 til 20 stig | SÍÐA2 ■ MATUR Aukablað um mat fylgir Blaðinu í dag jSÍÐUR 13-20 LÆGRI VEXTIR BÍLALÁN Finndu bara bíiinn sem þig dreymir um og við sjáurn um fjármögnunina. Reiknaöu lánið þitt á www.frjalsi.is, hringdu í síma 540 5000 eða sendu okkur línu á frjalsi@lrjalsi.is. Við viljum að þú komist sem lengst! MATUR r 7 FRJÁLSI Fj'ÁRFESTINCARBANKINN

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.