blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 23
blaðiö MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2006 31 Spornað við myndatökum: Búnaður sem gerir Vísindamenn við tækniháskóla í Georgíuríki í Bandaríkjunum hafa smíðað frumgerð tækis sem gerir stafrænar ljós- og kvikmyndavélar óvirkar. Slíkt tæki mætti meðal annars nota til að koma í veg fyrir að fólk gæti myndað á tilteknum stöðum þar sem það er ekki talið æskilegt einhverra hluta vegna. Þannig mætti til dæmis hindra að fólk notaði myndavélar til iðnað- arnjósna eða til að taka upp ólög- legar útgáfur af kvikmyndum í kvikmyndahúsum. Frumgerð tækisins getur skynjað stafrænar myndavélar í ákveðnu rými og gert þær óvirkar. Enn á eftir að sníða ýmsa van- kanta af búnaðinum en síðari út- gáfur hans gætu virkað án þess að eftir honum yrði tekið. Útbúnaðurinn virkar þó ekki á hefðbundnar filmumyndavélar eða einnar linsu spegilvélar (SLR) sem flestir atvinnuljósmyndarar nota. Með auknum rannsóknum mætti útbúa gerð tækisins sem gæti nýst í kvikmyndahúsum en talið er að kvikmyndaiðnaðurinn tapi um 3 milljörðum Bandaríkja- dala vegna ólöglegra útgáfa af kvik- myndum. í mörgum tilfellum eru ólöglegu myndirnar teknar upp í kvikmyndahúsum. myndavélar óvirkar L_ Umferðin: Aldrei of varlega farið Ökumaður þessarar bifreiðar missti stjórn á henni á Sæbraut í Reykjavík á dögunum. Skipti engum sköpum að bifreiðin lenti á hlið í skurði sem grafinn hafði verið við við götuna í tengslum við vegaframkvæmdir á Sæbrautinni. Betur fór en á horfðist en atvikið sýnir þó mikilvægi þess að fara var- lega í umferðinni, ekki síst þar sem framkvæmdir eru í gangi. Gæðir sér á ávöxtum Þessi ísbjörn í stærsta dýra- og skemmtigarði Suður-Kóreu gæddi sér á ávöxtum sem frystir höfðu verið í stóra klaka sem síðan var komið fyrir í búri ísbjarnarins. Mikill hiti er í Suður-Kóreu þessa dagana og ísbjörninn því kuld- anum feginn. James Bond: Feneyjar fuðruðu upp á Englandi Mikill eldur braust út í hinu sögufræga Pinewood-myndveri í suð- urhluta Englands. Verið var að taka upp atriði fyrir nýjustu James Bond- myndina, Casino Royale, þegar ekki vildi betur til en svo að eftirlíking af Feneyjum sem byggð hafði verið í myndverinu brann til kaldra kola. Sem betur fór fyrir framleið- endurna mun tökum þó hafa verið lokið á sviðinu og var verið að taka leikmyndina niður þegar eldurinn braust út. Pinewood hefur verið notað í fjölmörgum James Bond-myndum í gegnum árin og er þetta í annað sinn sem eldur brýst út þar. Fullkomin gæði og þægindi í heitum nuddpotti frá MASTER SPAS’ Master Spas nuddpottarnir eru sérhannaðir til að taka á öllum líkamanum frá hálsi og niður í tær. Nuddstútarnir eru í mismunandi útfærslum og eru hannaðir til að gefa kraftmikið nudd á rétta staði á líkamanum. Master Spas gefur góða meðferð, eykur blóðstreymi, losar um vöðvabólgu og streitu. Master Spas nuddpottarnir eru hlaðnir búnaði og þægindum. Margar stærðir og gerðir, frá 3 - 4 manna upp í 8 manna. Besta verðið? LSX 700 214 x 214 x 92 cm LS 700 214 x 214 x 92 cm Exeter SE 214 x 214 x92cm Nuddstútar fyrir Háls, Herðar og Axlir Master Spas LS 750FST hlaut viðurkenninguna “Best Buy” Þessi frábæri nuddpottur er með 15” flatskjá, DVD / CD spilara, útvarpi og hljómkerfi. 4 Þrepa ECO PUR hreinsikerfi sem er samsett af, Forsiu Stóm Hreinsisíu, smásíu og Ozon. ECO MIR LS 750 FST 214 x 214 x 92 cm ^ V www.ofnasmidja.is ' v OFNASMIÐJA m REYKJAVÍKUR Vagnhöfða 11 110 Reykjavík ® 577 5177 fax. 577 5178

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.