blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 blaöiö VEÐRIÐ í DAG Bætir í vind Bætir heldur í vind, einkum austanlands. Norðaustan átta til þrettán í kvöld og slydda austanlands. Hiti 0 til 6 stig, en vægt næturtrost í flestum landshlutum. Amorgun Léttskýjað Víða léttskýjað, en slydduél austanlands. Hiti 2 til 5 stig sunnan- og vestanlands, ann- ars kringum frostmark. VÍÐAUMHEIM | Algarve 22 Amsterdam 15 Barcelona 20 Berlín 14 Chicago 10 Dublin 14 Frankfurt 16 Glasgow 14 Hamborg 13 Helsinki 8 Kaupmannahöfn 12 London 16 Madrid 16 Montreal 12 New York 18 Orlando 22 Osló 4 Palma 25 París 18 Stokkhólmur 9 Þórshöfn 5 Mengunarmál: Flugið kallar á aðgerðir Samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna við Oxford-há- skóla munu bresk stjórnvöld aldrei ná markmiði sínu um að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda um 6o prósent fyrir árið 2050 án þess að grípa til aðgerða og draga úr eftirspurn eftir flugsamgöngum. Að sögn vísindmannanna eru Bretar orðnir háðir flugvélum sem ferðamáta og spá þeir þvi að flugumferð á Bretlandseyjum muni bera ábyrgð á fjórðungi allrar losunar á gróðurhúsaloft- tegundum í Bretlandi um miðja öldina. Umferðaróhapp: Bíll í Elliðaá Bifreið hafnaði út í Elliðaá við Geirsnef gegnt bílasölu Ingvars Helgasonar síðdegis í gær. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem bíll hafnar þar en samkvæmt lögreglu hefur það þó ekki verið tilkynnt til hennar áður. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Nokkur vitni voru að slysinu en svæðið er mikið notað til úti- vistar á góðviðrisdögum eins og í gær. Lítið var vitað um tiidrög þess í gærkveldi. Innbrotafaraldur á Suðurnesjum Samkvæmt Jóhannesi Jenssyni, yfirmanni rannsóknardeildar lög- reglunnar i Keflavík, hefur lögreglan veriö upptekin alla vikuna vegna faraldursins. Myndin er sviðsett. Tilkynnt var um tíu innbrot á einni viku á Suðurnesjum: Fimmtán ára í fíkniefnagengi ■ Haglabyssu stolið ■ Innbrotshrina i fyrirtæki og heimili Eftir Val Grettisson ________________jralur@bladid.net „Við höfum meira eða minna verið uppteknir í rannsóknum undan- farið,“ segir Jóhannes Jensson, yfir- maður rannsóknardeildar lögregl- unnar á Suðurnesjum, en lögregla rannsakar tíu afbrot sem voru framin á einni viku, sem er sérlega mikið samkvæmt Jóhannesi. Alls voru fimm handteknir í gær, þar af þrennt sem grunað er um flest innbrotin. Það voru 29 ára karlmaður, átján ára stúlka og svo fimmtán ára piltur. Einnig voru tveir sautján ára strákar handteknir vegna eins innbrots. Fyrsta innbrotið var framið á mánudaginn í síðustu viku en þá var farið inn í tvö íbúðarhúsnæði í Keflavík og tveimur fartölvum stolið. Þremur dögum síðar fékk lög- reglan tilkynningu um þrjú innbrot í fyrirtæki í umdæmi lögreglunnar. Farið var inn í fyrirtæki í Garði þar sem borðtölvu var stolið. Brotist var inn í Vogum þar sem fartölva var tekin ásamt borðtölvu og myndavél. Að lokum var brotist inn í golfskál- ann á Vatnsleysuströnd þar sem raf- magnsverkfærum var stolið. „Við náðum þriggja manna hópnum að lokum,“ segir Jóhannes en búið er að sleppa þeim öllum. For- ráðamönnum fimmtán ára piltsins var gert viðvart sem og félagsmála- yfirvöldum vegna innbrotanna en hin fengu að fara að yfirheyrslum loknum. Innbrotahrinunni í bænum var þó hvergi nærri lokið, því á föstudag var brotist inn á tvö heimili. Á öðru þeirra var haglabyssu og fartölvu stolið en ekkert var tekið á hinu heimilinu. Svo virðist sem styggð hafi komið þar að þjófunum. Þá var tilkynnt um tvö innbrot síðar sama dag og voru tveir sautján ára piltar teknir fyrir það innbrot. Fartölvu og smáræði af peningum var stolið í þeim gjörningi. Piltarnir játuðu inn- brotin og að hafa stolið bíl. Helgin var varla liðin þegar lög- reglan fékk enn og eina tilkynning- una um innbrot á sunnudeginum. Farið var inn í skóla en ekkert tekið. Gluggi hafði verið spenntur upp og einhverjar skemmdir unnar. „Það hefur sem betur fer gengið vel að upplýsa þessi mál,“ segir Jó- hannes en þó eru nokkur innbrot óupplýst. Alls var sex tölvum stolið en þær munu vera vinsæll gjaldmiðill í fíkni- efnaheiminum og því oftast teknar í slíkum innbrotum. Þremenning- arnir voru allir í fíkniefnum og þar með talinn 15 ára pilturinn. Þau ját- uðu á sig innbrotin sem þau voru sökuð um. Kínverskur háskóli: Skyldar fólk í golfkennslu Stjórnendur háskóla eins í Xiamen í Kína hafa ákveðið að skylda alla nemendur sem leggja stund á lögfræði, hagfræði og tölv- unarfræði til að sækja námskeið í golfíþróttinni. Er þetta gert til þess að auðvelda nemendunum að klífa upp metorðastigann að námi loknu. Að sögn forseta skólans er golf ekki einungis ágætis líkamsrækt heldur kennir hún iðkendum framúrskarandi samskiptahæfileika og slíkir hæfileikar eru nauðsynlegir til þess að ná frama í lífinu. Skólayf- irvöld hyggjast opna golfæfinga- svæði fyrir nemendur á næstu mánuðum. Öryggisráðið: Enn barist um sæti Enn hefur ekki náðst niður- staða í kosningu í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um hvort Venesúela eða Gvatemala fái sæti Rómönsku-Ameríku í öryggis- ráðinu á næsta ári. Til þess að hljóta setuna þarf annað ríkið að tryggja í það minnsta stuðning 2/3 þeirra 192 ríkja sem eiga fulltrúá á allsherj- arþinginu. Kosið var í tólfta sinn í gær og þá hlaut Gvatemala 107 atkvæði en Venesúela 77 og sjö ríki sátu hjá. Bestu dekkin átta ár í röð! I átta ár í röð hafa Toyo dekkin veriö valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala í Bandaríkjunum. Vagnhófða 23 - S: 590 2000 A % TO\ IRES\ Sextugur maður dæmdur í þrjátíu daga fangelsi: Kona gísl í hálftíma Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Rúmlega sextugur maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að svipta konu sem starf- aði hjá Orkuveitunni í Reykjavík frelsi þegar hún ætlaði að taka raf- magnið af fyrirtæki sem maðurinn starfrækti. Það var í febrúar á þessu ári að konan, sem er fædd árið 1980, kom á vegum Orkuveitunnar í fyrirtækið sem er í Hlíðarsmára í Kópavogi. Hún hugðist taka rafmagnið af í kjallara hússins vegna vangoldinna reikninga þegar maðurinn kom að henni. Samkvæmt dómsorði brast hann harkalega við þegar hann sá hana og hún þorði ekki annað en að setja strauminn aftur á. Maðurinn fór með konuna á Starfsmaður Orkuveitunnar í gíslingu Kona sem starfaði hjá Orku- veitunni lenti tgíslingu þegar hún tók rafmagn af fyrirtæki i Kópavogi. skrifstofu sína og hringdi í lögregl- una. Samkvæmt konunni hélt hann henni þar inni þar til lögreglan kom. Ástæðan að hans sögn var sú að hún myndi útskýra gjörning sinn fyrir lögreglunni og taldi hann að raf- magnssviptingin væri ólögmæt. Þegar lögreglan kom hálftima síðar ætlaði konan út af skrifstof- unni þar sem maðurinn hélt henni en hann varnaði henni farar. Lög- reglan áréttaði þá fyrir honum að það mætti hann ekki gera. Hann sleppti konunni við svo búið. I dómsorði kemur fram að kon- unni hafi brugðið mikið við reynsl- una og sótti hún sér áfallahjálp vegna þessa. Hún sagðist vera óör- ugg þegar hún færi inn í hús og að atvikið hefði haft djúp áhrif á sig. Maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum einnig gert að greiða rúm hundrað þúsund í skaða- bætur og allan málskostnað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.