blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 11
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 11 Viðskiptaráðherra: Aðgerðir gegn peningaþvætti mbl.is íslensk stjórnvöld munu halda áfram að styrkja varnir Islands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og hefur verið ákveðið að sérstök ráðgjafarnefnd sem starfað hefur að undirbúningi og framkvæmd úttektarinnar haldi áfram störfum og fylgist meðal annars með þróun þessara mála hér- lendis og á alþjóðavettvangi. Viðskiptaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í gær skýrslu um aðgerðir Islands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. ísland er í hópi fyrstu EES- ríkja sem ljúka innleiðingu til- skipunarinnar samkvæmt upplýs- ingum frá viðskiptaráðuneytinu. Kópavogsbær: Börnin tryggð fyrir slysum Kópavogsbær hefursamið við Vátryggingafélag Islands, VÍS, um slysatryggingu á öllum börnum undir átján ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í bænum. Vátryggingin tekur einnig til ferða til og frá heimili vegna starfseminnar og ferða innan- lands á vegum viðkomandi félaga, til dæmis keppnisferða. Er þetta í fyrsta sinn sem bæjarfé- lag tryggir börn og unglinga með þessum hætti. Höfuðborgarsvæðið: Helmingur bíla á nöglum mbl.is Notkun nagladekkja á höf- uðborgarsvæðinu er komin niður í 52 prósent, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir framkvæmda- svið Reykjavíkurborgar í lok síðasta vetrar. Til samanburðar mældist hlutfallið 65 prósent í febrúar árið 2002 og hefur notkun nagla- dekkja því dregist saman um fimmtung á fjórum árum. Sex sérmenntaðir starfsmenn á 67 heimili: Ofurfóstrur heim í stað vistheimila Á síðasta ári fóru sex sérmennt- aðir starfsmenn úrræðisins Stuðn- ingurinn heim - uppeldisráðgjöf á 67 heimili í Reykjavík og leiðbeindu við uppeldi um 170 barna. Vandinn sem starfsmennirnir glíma við er svipaður og hjá ofurfóstrunum í sjónvarpsþættinum Supernanny og árangurinn lætur ekki á sér standa þegar fólk er fúst til að gera breytingar. „Stuðningurinn heim - uppeld- isráðgjöf er úrræði sem sett var á laggirnar þegar annað af tveimur vistheimilum barna var lagt niður í Reykjavík fyrir fimm árum,” segir Aðalbjörg Valberg, forstöðukona úr- ræðisins. „Pláss var fyrir sex börn á hvoru þessara heimila og komu foreldrarnir þangað til að fá uppeld- isráðgjöf og dvöldu hjá börnunum þar til þau fóru að sofa. Einnig var lítil foreldraíbúð á hvoru heimili því nauðsynlegt þótti að sumir foreldrar dveldu þar allan sólarhringinn,” greinir Aðalbjörg frá. I kjölfar vangaveltna um hvort ekki væri hægt að brjóta upp ákveðin heimilismynstur án þess að aðskilja börn og foreldra var úrræðið Stuðn- ingurinn heim - uppeldisráðgjöf sett á laggirnar. Nú er hins vegar eitt Endalaus fátækt hjá sumum fjölskyldum Aðalbjörg Valberg, forstöðukona úrræðis- ins Stuðningurinn heim. vistheimili fyrir börn rekið í Reykja- vík þar sem eingöngu er sinnt verk- efnum á vegum Barnaverndar. Aðalbjörg, sem starfað hefur við þessi mál í 30 ár, segir þörfma oft brýnasta á þeim heimilum þar sem mikil fátækt ríkir. „Við lifum í vel- ferðarþjóðfélagi en samt er endalaus Prúð í leik Ofurfóstrur hafa hjálpað 67 fjölskyldum aö aga börnin. fátækt hjá sumum fjölskyldum. Það er talað um að láta börn stunda tóm- stundastörf í forvarnarskyni en slíku hafa ekki allir foreldrar efni á.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.