blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 13 Reykjavíkurborg ætlar aö stórefla átak gegn veggjakroturum: Krassar gegn dópi ísafjörður: Listrænir lögreglumenn Lögreglan á ísafirði tekst ekki eingöngu á við afbrotamenn og umferðarbrot því þegar lögreglu- menn hafa tíma þá taka þeir myndir af fallegri náttúrunni í fsafjarðarbæ. Myndin sem fylgir þessari grein heitir Skutulsfjörður - ei- líft logn og var tekin í vikunni í blíðskaparveðri. Myndirnar eftir lögreglumennina má sjá á heima- síðu þeirra á logregla.is. Frakkland: Sálu styttu um þjóðarmorð Styttu sem var rei&í úthverfi Parísar til minningar um þjóð- armorð Tyrkja á Armenum árið 1915 var stolið um helgina. Frönsk lögregluyfirvöld telja að þjófarnir hafi stolið styttunni, sem er um 300 kíló að þyngd, til þess að selja í brotajárn en íbúar sem er armensku bergi brotnir fullyrða að stuldurinn sé mótmælaað- gerð vegna umdeildra laga sem franska þingið samþykkti í síð- ustu viku og hafa vakið upp hörð viðbrögð meðal Tyrkja. Lögin gera það að glæpsamlegu athæfi að neita því að þjóðar- morðin hafi farið fram og hafa stjórnvöld í Ankara meðal annars hótað Frökkum viðskiptaþving- unum vegna þeirra. Bæði efri deild þingsins og franski forset- inn þurfa að samþykkja lögin áður en þau taka gildi. Mikil ólga hefur verið meðal Tyrkja vegna málsins og hafa stjórnvöld í Ankara meðal annars lýst því yfir að hugsanlega verði frönskum fyrirtækjum meinað að taka þátt í útboðum á vegum ríkisins í landinu. Reykjavík: Metanknúnir sorpbílar Tveir nýir metanknúnir sorp- bílar á vegum umhverfissviðs Reykjavíkurborgar voru teknir í notkun í gær. Þeir nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi í stað jarð- efnaeldsneytis og eru búnir sjálf- virkum íslenskum rafknúnum tunnulyftum. Reykjavíkurborg rekur sorphirðu með tíu sorpbílum til söfnunar á heimilissorpi hjá íbúum borgarinnar. Ætlunin er að endurnýja sorpbílana á næstu árum með metanknúnum bílum, en þeir eru nú þrír talsins. „Menn halda að þeir geti bara krítað á veggi eins og ekkert sé,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni i Reykjavík. Nokkuð hefur borið á iðnum krassara sem spreyjar slagorð gegn fíkniefnum á húsveggi í miðbænum. Búðirnar sem verða fyrir barðinu á honum mála ítrekað yfir boðskap hans og kosta það með eigin fé, til dæmis Herrafataverslun Guðsteins. „Það er náttúrlega ekki eðlilegt að krassararinn skemmi eignir með slagorðum," segir Geir Jón en á einum veggnum segir að neysla kannabisefna hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu þeirra sem þess neyta. Einnig er mynd af broskalli áður en hann neytir fíkniefna og svo mynd af fúllyndum manni sem á að vera búinn að neyta kannabiss. Allur áróðurinn er á ensku en ekki er vitað af hverju krassarinn velur þessa leið til þess að koma þó ágætum boðskap áleiðis. „Maður skiiur bara ekki hvað er á bak við þetta,“ segir Geir Jón sem er orðinn langþreyttur á skemmdar- vörgunum og vill að hart sé tekið á þessum brotum. Fyrir liggur lág sekt við afbrotinu og sjaldnast nást þeir sem eiga hlut að máli. „Við gerðum átak í sumar við að hreinsa veggjakrot," segir Gísli Mar- teinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann boðar hertar aðgerðir gegn krössurunum og vill sporna gegn þeim í samráði við borgarbúa og fleiri. Þá bendir Gísli á að það sé mikill munur á svokölluðum graffitílistamönnum og svo hinum sem eru að skemma eignir borgarbúa. „Borgir í kringum okkur eru að eyða tugum milljóna vegna krassar- anna og þó það sé ekki búið að taka það saman hér þá erum við að eyða allnokkrum fjármunum í að sporna Krassari með boðskap Slagorð gegn fíkniefnum hafa vakið athygli en óprúttinn krassari hefur verið iðinn við að koma skoðunum sínum gegn fíkniefnum áleiðis. gegn þessu,“ segir Gísli Marteinn en verið er að skoða hugmyndir og leiðir til þess að stórefla átak gegn skemmdum af þessu tagi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.