blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 21
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 29 " Reiðtúr í miðborg s Isafold ýtt úr vör Vegfarendum í miðborginni brá ei- lítið í brún um hádegisbilið í gær en þá mátti sjá vörpulegan mann með hatt sitja hest á Austurvelli. Þarna var á ferð ritstjórinn Reynir Trausta- son sem var að taka upp sjónvarps- auglýsingu fyrir tímaritið Isafold Fyrsta tölublað Isafoldar lítur dagsins ljós í lok mánaðarins og er nú verið að ganga frá öllum lausum endum. Eitt af því sem þarf að gera er kynning ísafoldar og ákvað ritstjórinn að láta til sín taka þar sem og við ritstjórn tímaritsins. Blaðið náði tali af Reyni í gær áður en hann steig á bak og var ekki laust við að það væri skrekkur í ritstjór- anum sem hefur þó marga fjöruna sopið. „Ég hef ekki setið hest síðan ég var þrettán ára gamall svo maður er eilítið banginn. Ég velti því fyrir mér hvernig í ósköpunum ég eigi að komast á bak. Okkur fannst vel við hæfi að tefla saman hesti og stórborg- inni Reykjavík í auglýsingu fyrir Isa- fold þar sem þetta er tímaritið fyrir alla Islendinga og með því að tefla saman þessum andstæðum sýnum við vel breidd okkar lesendahóps.“ Reynir er stoltur af hinni nýju tsafold enda hefur hún af mörgu að státa. „Þetta er stærsta blað sem ég hef unnið og auglýsendur hafa tekið okkur fagnandi. Við gerum ekki kynjamun, teljum að konur séu líka menn og því er ísafold jafnt fyrir bæði kynin.“ Áhöfn Isafoldar er skipuð prýðisfólki, en þar mun meðal annars hinn kunni leiklist- argagnrýnandi Jón Viðar Jónsson kveðja sér hljóðs eftir margra ára hlé frá leikhúsdómum. „Það er mik- ill fengur í Jóni Viðari og við erum stolt af því að hafa hann innanborðs. Við leggjum mikið í menninguna og gerum henni jafn hátt undir höfði og öðrum þáttum,“ sagði Reynir kampakátur i gær áður en hann steig á bak í fullum skrúða. Reynir hefur fyrir margt löngu getið sér gott orð i fjölmiðlum enda vakið athygli hvar sem hann hefur farið. Skiptir þá ekki máli hvort hann hefur verið á DV, Fréttablaðinu eða Mannlífi. Því er ekki að undra að ýmsir bíði ísafoldar spenntir. hilma@bladid.net Reynir á hestbaki í miðbænum Þó langt sé um liðið síðan ritstjórinn knái fór siðast á hestbak virtist hann ekki í miklum vandræðum þarsem hann reið um gangstéttar miðborgar Reykjavikur ígær. Margir ráku þó upp stóraugu enda eiga menn ekki að venjast þviað sjá fólk á hestþaki í borginni. Fullbúinn alvörujeppi á einstöku verdi 3.395.000 kr. 35.539 kr. á mánudi Miöaö viö 30% útborgun og gengistryggöan bílasamning SP til 84 mánaöa. m HEKLA* Stadalbúnadur: ■ Hátt og lágt drif • Álfelgur • Stigbretti • Vindskeid • Skyggdar rúdur • ABS hemlalæsivörn Pajero sport Sjálfskiptur medV6 bensinvél, 177 hestöfl 3.395.000 kr. Aflmeiri 136 hestafla dísilvél 3.595.000 kr. Umboösmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 • HEKLA, Borgamesi, sími 437 2100 • HEKLA, Isafiröi. simi 456 4666 I HEKLA, Laugavegi 174, sfmi 590 5000 HEKLA, Reyöarfiröi, sími 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 • HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 I www.hekla.is, hekla@hekla.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.