blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 22
- 30 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 blaðið kolbrun@bladid.net Mestu skiptir að manni auðnist ao gera það rétta á réttum tíma. Stef an Zweig Afmælisborn dagsms PIERREELLIOTTRUDEAU FORSÆTISRAÐHERRA, 1919 CHUCK BERRY ROKKSÖNGVARI, 1926 Ibsen skrópar Á fimmtudags- og föstudags- kvöld klukkan 20:00 gefur að heyra tónleikverkið Suzannah eftir Atla Ingólfsson á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins. Texti þess er byggður á sam- nefndu leikriti Jons Fosse og er flutningurinn liður í Fosse-hátíð leikhússins. Þetta er gestasýn- ing frá Gautaborg, en þar var verkið flutt síðasta vetur og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Jon Fosse sjálfur lýsti jafnframt yfir mikilli ánægju með sýning- una. Sýningin kemur hingað beint frá Ósló þar sem hún var hluti Ibsen-hátíðarhalda þar í borg en var jafnframt liður í dagskrá Ultima-tónlistarhátíð- arinnar. Verk Jons Fosse sviðsetur eig- inkonu Henriks Ibsen, Súsönnu Thoresen, á þremur ólíkum ævi- skeiðum samtímis. Þar talast við hugrenningar hinnar ungu, miðaldra og gömlu Súsönnu sem snúast mjög um eiginmann- inn og fjarveru hans, fjarveru sem verður næstum yfirþyrm- andi eftir því sem líður á verkið. Textinn byggir á því sem vitað er um heimilislíf Ibsen-hjónanna og persónuleika Súsönnu. [ verki Atla eru átta hljóð- færaleikarar á sviðinu ásamt leikkonunum þremur. Tónlistin er notuð til að byggja upp heildarformið, ekki ósvipað því sem gerist í óperum þótt hér sé textinn aldrei sunginn. Hann er auðheyrður, nema þar sem tónskáldið vill að hann hverfi. Gagnrýnendur í Svíþjóð lofuðu mjög það nýstárlega samband texta og tónlistar sem hér gefur að heyra og gengu sumir svo langt að segja að svo virtist á . köflum sem orðin væru undir- spil fyrir tónlistina en ekki öfugt. Leikstjóri sýningarinnar er Svante Áulis Löwenborg, leik- arar eru Lena Nordberg, Anna Forsell og Sara Estling en tónlistin er flutt af Göteborgs Kammarsolisterna. Málþing um Gunnlaðar sögu Þann 15. september slíðasí- liðinn frumsýndi Kvenfélagið Garpur, í samvinnu við Hafn- arfjarðarleikhúsið, Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur, í leikgerð Sigurbjargar Þrastar- dóttur og leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Aðstandendur sýningarinnar blása nú til málþings og um- ræðna um Gunnlaðar sögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu sunnu- daginn 22. október og hefst það klukkan 16.00. Frummælendur verða: Soffía Auður Birgisdóttir, Ármann Jakobsson og Sigurbjörg Þrast- ardóttir. Daði Guóbjörnsson „ínúttúr- unni sér maður aldrei beinar línur og þar er allt í bylgjuhreyfingum. Þess vegna Ift ég á það sem visst raunsæi að reyna að nálgast það hvernig hreyfingin ílífinu er." Mynd/Esther Ir Listasafni íslands stendur nú yfir sýningin Málverkið eftir 1980 en þar eru sýnd verk eftir 56 listamenn. Daði Guðbjörns- son er meðal þeirra sem verk eiga á sýningunni en mynd hans Rauð tunga frá árinu 1982 prýðir forsíðu sýningarskrárinnar. „Um 1980 var ég að ljúka námi við nýlistadeildina í Myndlista- og handíðaskólanum," segir Daði. „Ég hafði verið að mála síðan ég var ung- lingur og fór ekki í málaradeildina því mér fannst hún ekki spennandi á þeim tíma og valdiþví nýlistadeild- ina því þar var skemmtilegasta fólk- ið og bestu partíin. Á þessum tíma var komin þreyta í konseptlistina og menn hneigðust meir að því að fást við tilvistarlega hluti í mynd- listinni. Því hefur oft verið haldið fram að nýja málverkið hefjist árið 1983 en við Helgi Þorgils Friðjónsson höfum verið sammála um að tíma- bili nýja málverksins hafi svo að segja lokið það ár því þá var búið að koma með allar stríðsyfirlýsingar og menn þurftu að fara að vinna og pússa. Þá hætti maður að vera ung- ur, reiður og skemmtilegur gaur og fór að vinna sem agaður listamað- ur. Á þessum tíma komst ég að því að málverkið var það sem hentaði mér. Aðrir, sem voru þátttakendur Daði Guðbjörnsson, Rauð tunga, 1982. í þessari bylgju, komust kannski að þeirri niðustöðu að málverkið hentaði þeim ekki og fóru að gera eitthvað annað." Hreyfingin í lífinu Þegar Daði er spurður um áhrifa- valda segir hann: „Kjarval á íslandi og svo Þjóðverjinn Hans Bellm- er sem er mjög sálfræðilegur og skemmtilegur listamaður. Ég er mikill aðdáandi Svavars Guðnason- ar. Um 1980 dáðumst við félagarnir mjög að frumkraftinum í verkum hans og hvernig hann málaði sálar- landslagið." Um eigin málverk segir Daði: „Hinar svokölluðu krúsídúllur mín- ar eru eins og hugsun okkar og eins og allt er. 1 náttúrunni sér maður aldrei beinar línur og þar er allt í bylgjuhreyfingum. Þess vegna lít ég á það sem visst raunsæi að reyna að nálgast það hvernig hreyfingin í lífinu er. I fyrstu verkum mínum er ég mjög líkamlegur en andlegar myndir komu inn á milli og hafa með árunum orðið æ fyrirferðar- meiri. I myndlistinni eru gróft tiltekið tvær línur: skynsemin og tilfinningarnar. Ef menn fara tilfinningalegu leiðina eins og ég geri þá hlýtur maður að enda í and- legum pælingum." Edison deyr Á þessum degí árið 1931 dó Thomas Alva Edison, einn merk- asti uppfinningamaður sögunnar. Hann endurbætti ljósaperuna og símann og fann upp hljóðritun og kvikmyndun. Edison fæddist ár- ið 1847 og naut lítillar formlegrar skólagöngu. Rúmlega tvítugur áttu uppfinningar hug hans allan. Hann bjó yfir gríðarlegu innsæi sem nýtt- ist honum vel en hann lagði einnig mikið upp úr því að ráða til sín góða aðstoðarmenn sem bjuggu yf- ir stærðfræðihæfileikum og tækni- kunnáttu sem hann skorti. Uppfinn- ingar hans gjörbreyttu lífi manna. Edison vann fram á níræðisaldur og fékk á ferlinum einkaleyfi á rúm- lega þúsund uppfinningum. Hann var 84 ára þegar hann lést.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.