blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 24
blaöió 18. OKTÓBER 2006 Díva væntanleg Ein frægasta óperudíva samtímans, Jessye Norman, mun halda tvenna tónleika með Sinfóníuhljómsveit íslands í byrjun desemb- er. Munu án efa færri fá að sjá drottninguna en vilja og því um að gera að tryggja sér miða áður en það verður um seinan. Hátíð í bæ Kanadísk menningarhátíð er í fullum gangi í Kópavogi og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. (kvöld klukkan 20 má til dæmis gera sér ferð í Salinn þar sem listahópurinn Red Sky flytur skemmtilega tónlistaruppákomu sem byggir á siðum og háttum frumbyggja. NÍNA BJÖRK OG SELMA, UMSJÓN MEÐTÍSKUSÝNINGUM. LHUGHRDHLSHÖLL 20. 22. OHTÓBER 2006 VERTU MEÐ OG NJÓnUÞESS . flO UERA...KONA . TAKTU ÞESSA HELGI FRÁ FYRIR ÞIG I WWW.ISLANDSMOT.IS S: 534 7010 ■ ll\IFO@ISLANDSMOT.IS ÍSLANDSMÓT Pingkosningar í Bandaríkjunuxn Á morgun klukkan 12 flytur dr. Michael Corgan fyrirlestur í Árna- garði, stofu 311, um þingkosning- arnar í Bandaríkjunum. Komandi kosningar líta út fyrir að verða einhverjar þær mest spenn- andi í langan tíma. Demókratar standa nú sterkar en þeir hafa gert lengi og er jafnvel talið að þeim muni takast að ná meirihluta á þinginu. Dr. Corgan er dósent við Boston University og gestakennari við stjórnmálafræðiskor HÍ. Hann mun ræða um þau málefni sem eru efst á baugi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og hvaða áhrif mögulegar niðurstöður kosninganna geti haft á utanrík- isstefnu Bandaríkjanna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður og stundakennari við stjórnmála- fræðiskor, stýrir umræðum að erindinu loknu. Trúbadorar á Café Rosenberg I kvöld geta unnendur Ijúfsárrar trúbadoratónlistar lagt leið sína á Café Rosen- berg en klukkan 21 munu fjórir trúbadorar stíga á stokk. Það eru þeir Torben Stock frá Þýskalandi, Pete Uhlenbruck frá Ástralíu og íslend- ingarnir Svavar Knútur Kristins- son og Brynjar Páll Rögnvaldsson. Margslunginn hönnuður hugmynda og hluta uðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir er fjölhæfur hönnuður og á dögun- um fékk hún Sjónlist- arverðlaunin í flokki hönnunar. Þessa dagana er hún að vinna að áhugaverðu verkefni sem fjallar um íslensku þjóðarsálina og Guðrún hyggst frumsýna það á vor- dögum. „Eg er að hlutgera þjóðarsál- ina okkar. Eg hef komist að því að við erum ofsalega margslungin. Þetta er ofsalegt skemmtilegt verkefni og ég er að vinna með þjóðarsálina eins og ég sé hana í dag. Verkefnið byggir á því að ég tala við ýmsa íslendinga, á öllum aldri og hvaðanæva að, og hanna siðan hlut út frá þeim tilfinn- ingum og hugmyndum sem þessir einstaklingar gefa mér, þannig að ég hlutgeri manneskjuna eins og hún kemur mér fyrir sjónir.” Guðrún segir að Sjónlistarverð- launin hafi verið einstaklega ánægju- leg viðurkenning og gefi henni rými til að vinna að eigin verkefnum eins og þessu. „Ég geri prótótýpu af hverj- um hlut og til þess að þjóðarsálin nái að koma fram þurfa að vera ío til 15 hlutir í línunni.” Guðrún rekur hönnunarstúdíóið Studio Bility ásamt eiginmanni sín- um Jóni Ásgeiri sem er grafískur hönnuður og Ólafi Ómarssyni sem er vöruhönnuður. Stúdíóið tekur að sér verkefni á ýmsum sviðum hönn- unar, grafíska hönnun og vöruhönn- un og innanhússhönnun. Það eru nokkur verkefni á borð- inu hjá Guðrúnu Lilju og Studio Bil- ity. Auk þess sem þau eru að vinna að heildarhönnun Gljúfrastofu sem er gestastofa í Ásbyrgi fyrir norðan eru þau að vinna verkefni fyrir Þjóð- minjasafnið og einnig stórt verkefni fyrir rússneskt snyrtivörufyrirtæki, Rougebunnyrouge. Vörur snyrtivörufyrirtækisins, sem er í hæsta gæðaflokki eins og Gucci og Dior, eru seldar i stórum vöruhúsum í Moskvu og Varsjá. „Ég er að hanna andlit þeirra út á við og þá geri ég allar innréttingar, spegla og hillur fyrir vörurnar og allt sem því fylgir. Þetta eru stöðv- ar í stórum verslunum, sem hafa verið opnaðar í Moskvu og Varsjá. Samstarfið hefur staðið í ár en þeir sáu verkefni mitt, Inner Beauty, á sýningu úti í Köln í janúar í fyrra.” Guðrún segir að þegar maður sé að vinna fyrir kúnna þurfi maður að geta brugðið sér í allra kvikinda líki og markmiðið sé að selja vöruna. “Ég fékk ákveðið konsept frá þeim að vinna með, og ég blanda minni hönnun inn í þetta. Ég fékk mjög frjálsar hendur í byrjun. Lokaniður- Inner Beauty Ytra lag húsgagnanna er einfalt og straumlínulagað en innra byrð- ið er lifandi og áhugavert þar sem plöturnar raðast saman á þann hátt að þær búa til þrívítt mynstur innan húsgagnanna. staðan er fremur dulúðug og róm- antísk. En markmiðið var að hafa útlitið sem flottast svo hægt væri að tryggja bestu staðina í búðunum og útlitið mitt hefur tryggt fyrirtækinu aðgang að þessum stöðum.” Guðrún hlaut Sjónlistarverðlaun- in fyrir tvær hönnunarlínur, Flatp- ack Antiques og Inner Beauty. Hún vinnur nú að því að koma Flatpack Antiques í sölu hér heima en hús- gögnin eru framleidd hér á landi hjá Hit innréttingum. í Inner Beauty (Innri fegurð) línunni sem inni- heldur kolla, bekki og frístandandi hillur notast Guðrún við tölvuskurð- artækni sem hún beitir á krossviðar- plötur sem eru settar saman í mörg lög, límdar og raðað á mismunandi hátt þannig að mismunandi mynst- ur og form koma fram sem má laga að óskum hvers kaupanda. Hægt er að panta húsgögnin hjá Guðrúnu þar sem ekkert þeirra er eins og að- eins framleitt eftir eftirspurn. loa@bladid.net Egill fremur gjörning I kvöld klukkan 19 mun listamað- urinn Egill Sæbjörnsson fremja gjörninginn Hugmynd fyrir tvo fætur, tvær hendur og fjögur horn í Safni, Laugavegi. „Ég er að fást við ákveðið þroska- ferli, hvernig manneskjan lærir smám saman að fóta sig í tilver- unni. Við sögu kemur gaur sem ber nafnið Jörgen sem kann ekki neitt og vill ekkert læra. Það eina sem hann nennir að gera er að syngja lög og ég þarf að syngja með honum. Þegar hann sofnar breytist allt og allt hið lógíska dettur upp fyr- ir,“ segir Egill sem sýnir einnig vídeó-innsetningu í Safni um þess- ar mundir en þessi verk eru bæði hluti af hinni viðamiklu Sequenc- es-hátlð sem stendur nú sem hæst. Egill er ekki við eina fjölina felldur í listsköpun sinni en hann kemur einni fram á Iceland Airwaves-há- tíðinni sem hefst um helgina. „Ég er að búa til popptónlist og ætla mér að flytja hana með ýmsum út- úrdúrum, mögulega mun ég flytja ljóð og reyna að skemmta gestum með öllum ráðum.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.