blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 blaöiö VEÐRIÐ j DAG Stormur Sunnan- og suðaustan 18 til 23 metrar á sekúndu vestanlands seint í dag, en annars 13 til 18. Talsverð rigning eða súld, en úr- komulítið norðaustantil. Hiti 5 til 12 stig. Bretland: Annar maður handtekinn Breska lögreglan handtók annan mann í gærmorgun í tengslum við morðin á fimm vændiskonum í Ipswich í Bret- landi. Maðurinn, sem er 48 ára, var handtekinn á heimili sínu í nágrenni rauða hverfisins í Ips- wich og var yfirheyrður í gær. Hann ku hafa keypt þjónustu allra vændiskvennanna sem lét- ust. Tom Stephens, 37 ára fyrrver- andi starfsmaður stórmarkaðar, var handtekinn á mánudaginn. Ölvunarakstur: Tveir teknir Aðfaranótt þriðjudags stöðv- aði lögreglan í Reykjavík tvo ökumenn fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Lögreglan í Reykjavík hefur nú stöðvað um 77 ökumenn fyrir ölvuna- rakstur frá fyrsta desember. Lögreglumenn í Reykjavík segja að vissulega sé þessi tala í hærri kantinum og bæta við að þeir muni halda áfram að fylgjast grannt með aksturslagi Reykvíkinga. Á MORGUN Hvassviðri Suðvestanhvassviðri með skúrum eða éljum, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig. VÍÐA UM HEIM Algarve 12 Amsterdam 6 Barcelona 11 Berlín 4 Chicago 5 Dublin 2 Frankfurt 5 Glasgow 7 Hamborg e Helsinki -6 Kaupmannahöfn 6 London 3 Madrid . 8 Montreal -2 New York 6 Orlando 17 Osló -1 Palma 21 París 4 Stokkhólmur 0 Þórshöfn 9 Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net „Við erum báðir síðhærðir, rekum meðferðarheimili og heitum Guð- mundur. Það virðist vera nóg til að valda misskilningi,“ segir Guð- mundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Mótorsmiðj- unni. Hann segist hafa orðið fyrir töluverðu ónæði og aðkasti í kjölfar umfjöllunar Stöðvar tvö um nafna sinn Guðmund Jónsson, forstöðu- mann Byrgisins, um síðustu helgi. Mummi rekur meðferðarúrræði fyrir ungt fólk undir nafninu Götu- smiðjan en stöðva þurfti fjársöfnun smiðjunnarímiðjumklíðumámánu- daginn vegna misskilningsins. Dónaleg ummæli „Fólk sem var að hringja út fyrir okkur gafst einfaldlega upp. Það var skellt á það og dónaleg ummæli um mig látin falla,“ segir Mummi . „Mig óraði ekki fyrir því að þetta gæti gerst þegar þessi Kompáss- þáttur var sendur út.“ Stöð tvö fjallaði ítarlega um mál- efni Byrgisins í fréttaskýringarþætt- inum Kompási á sunnudaginn og meðal annars meint kynferðislegt samband Guðmundar Jónssonar við skjólstæðinga sína. Svo virðist sem margir hafi í kjöl- farið ruglað saman Mumma í Mótor- smiðjunni og Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins. Mummi segir það hafa komið sér í opnu skjöldu hversu algengur þessi miskilningur virðist vera. Hann segir að starfsfólk sitt og hann sjálfur hafi orðið fyrir aðkasti. ,Það var hringt í einn starfsmann Götusmiðjunnar og spurt hvort ég hefði leitað á hann. Þá var hreytt ónotum í mig þegar ég var á gangi í Garðabænum daginn eftir sýningu þáttarins. Það virðist vera almenn umræða í samfélaginu um að ég sé einhver kynferðisglæpamaður.“ Fyrirtæki hætta við styrki Að sögn Mumma hefur fjársöfn- uninni verið slegið á frest þangað til hægt verður að leiðrétta misskiln- inginn. Hann segir það óheppilegt enda byggi rekstur Götusmiðjunnar mikið á fjárframlögum frá einstak- lingum og fyrirtækjum. „Við erum alltaf með þessa söfnun fyrir jólin. Við höfum hins vegar ákveðið að bíða með hana þangað til þetta gengur yfir.“ Mummi tekur fram að hann vilji ekki fella dóm í máli nafna síns en segir það ósanngjarnt að sú um- ræða skuli bitna á sér. „Það hafa stór fyrirtæki í Reykjavík hætt við að styrkja okkur út af þessari um- ræðu sem hefur ekkert með okkur að gera. Ég skil hreinlega ekki af hverju þessi misskilningur breiðist út með þessum hætti. “ Seiður lands og sagna IV Fjórða bókin í hinum glæsilega bókaflokki Gísla Sigurðssonar blaðamanns og ritstjóra. í þessari bók er fjallað um Mýrar og Snæfellsnes. Eins og í fyrri bókum er efnið sótt í sögu þjóðarinnar frá landnámi til okkar tíma. Á fimmta hundrað ljósmyndir, málverk, teikningar og kort prýða bókina. Glæsilegt afrek í íslenskri bókargerð SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 R. skrudda@skrudda.is St. Franciskusspítali seldur ríkinu: Sjötíu ára starfi systranna lýkur Formlegum afskiptum systra- reglunnar sem kennir sig við heil- agan Frans frá Assisí af heilbrigð- isþjónustu á fslandi lauk í gær. Systir Belén Aldanondo, fulltrúi reglunnar, og Árni Mathiesen fjármálaráðherra skrifuðu undir samkomulag um kaup ríkisins á eignarhluta reglunnar í St. Franc- iskusspítalanum í Stykkishólmi og verða greiddar 140 milljónir fyrir hlutann. Engar breytingar verða á rekstri eða þjónustu spítalans við kaupin en þjónustusamningur við hann fellur úr gildi. Alls eru 40 sjúkra- rúm á spítalanum og þar er jafn- framt rekin heilsugæslustöð. St. Franciskusreglan lét reisa sjúkrahúsið í Stykkishólmi árið 1934 og var það tekið formlega í notkun haustið 1936. Fyrir rúmum aldarfjórðungi réðust systra- reglan, rlkissjóður og hrepparnir sem þá ráku heilsugæslustöðina í að stækka sjúkrahúsið. Hættulegur vegur: Fjögur óhöpp á tveimur tímum Fjögur umferðaróhöpp urðu á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á innan við tveimur tímum í gær. Engin slys urðu á fólki en bílar skemmdust þó nokkuð. Vegarkaflinn sem um ræðir er frekar nýlegur en hann var lagður þegar unnið var að gerð Hvalfjarðarganganna. Lögreglan lokaði veginum þar sem hann var hvað verstur og unnið er að viðgerð. Helgi Pétur Ottesen hjá lögregl- unni á Akranesi segir að þessi til- tekni vegarkafli sé mjög slæmur, mikið af holum og það hafi lengi staðið til að gera við veginn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.