blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 26
blaðið Jól í Ölafsfirði Fullvel man ég fimmtíu ára sól er yfirskrift dagskrár með jólasöngvum og Ijóðum í Ólafs- fjarðarkirkju föstudaginn 22. desember klukkan 20:30. Flytjendur eru Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona og Sigursveinn Magnússon. Meðal annars verða sungnir söngvar eftir Schubert, Brahms, Cornelius og Sigvalda Kaldalóns. Aðgangur er ókeypis. DESEMBER 2006 Áritað á Laugavegi Rithöfundarnir Eiríkur Guðmundsson og Steinar Bragi árita bækur sínar í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, klukkan sex í kvöld. Hátíðarhljómar við áramót Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur staðið fyrir glæsilegri dagskrá í kirkjunni í desember. Þessari jóla- tónlistarhátíð lýkur 31. desember með tónleikum Kristins Sigmunds- sonar og Trompeteria-hópsins í tilefni af 25. starfsári Listvina- félagsins. Á efnisskránni verða bassaaríur úr Messíasi og Jólaóra- tóríunni auk hinna alþekktu verka Tokkötu og fúgu í d-moll eftir J.S. Bach og Adagio eftir Albinoni. Tónleikarnir hefjst klukkan 17 á gamlársdag. Jólatónleikar Borgardætra Borgardætur halda aukajólatón- leika í kvöld, 20. desember, á veit- ingastaðnum DOMO við Þingholts- stræti. Allt frá útkomu jólaplötu þeirra árið 2000 hafa þær haldið þessa árlegu tónleika við góðar undirtektir. Dætumar slá á létta strengi og flytja hugljúf jólalög í bland við grín og taumlaust gaman. Borgardætur eru: Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir. Eyþór Gunnarsson leikur undir á píanó og Birgir Bragason á kontrabassa. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. íslensku jólin Þjóðfræðingurinnlerry Gunnell flytur fyrirlestur á ensku í léttum dúr á Þjóðminjasafni (slands á morgun, fimmtudaginn 21. desember. Fyrirlesturinn ber yfir- skriftina The lcelandic Yule: An illustrated presentation in English reviewing the beliefs and traditi- ons of lcelandic Christmas past and present, from pagan gods to practical joking Christmas Lads. Terry mun fjalla um jólasiði (slend- inga í tímans rás og hann mun meðal annars seilast afturtil goða og norrænnar trúar og skoða jólin í fornsögum og þjóðsögum. Hann mun að sjálfsögðu fjalla um hina tröllslegu Grýlu og hina hrekkjóttu íslensku jólasveina. Einnig mun hann segja frá athyglisverðum ættingjum þeirra í nágrannalönd- unum. Að lokum verður athyglinni beint að ýmsum siðum í tengslum við jól og áramót í nútímanum. Dagskráin hefst klukkan 12:10 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns íslands. Bernharðsdóti r víóluleikari Víólan stendur mannsröddinni nærri Víóluleikarinn Svava Leggurlag sitt við tónlist frá öllum tímabilum júpur og flauelsmjúk- ur tónn viólunnar hefur heillað marga gegnum tiðina og skyldi engan undra. Þó má kannski segja að hljóðfær- ið hafi ekki notið fyllilega sann- mælis í tónlistarsögunni og stað- ið í skugganum af systur sinni fiðlunni. Svava Bernharðsdóttir hefur helgað sig víólunni nánast allan sinn feril og fyrir nokkru sendi hún ásamt Ónnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara frá sér geislaplötuna Saviola II sem hefur að geyma islensk verk fyrir viólu. „Ég fór að leggja lag mitt við vióluna stuttu eftir að ég lauk stúd- entsprófi. Mig hafði lengi langað til þess að færa mig yfir á hana en fjölskylda mín var á svo miklu flakki á milli landa að mér gafst ekki almennilegt næði til þess fyrr. Okkur samdi strax ákaflega vel,“ útskýrir Svava þegar hún er spurð um fyrstu kynni sín af hljóð- færinu. „Víólan hefur svo marga skemmtilega eiginleika. Hún stendur mannsröddinni svo nærri með þennan fallega, djúpa bassa- streng og það finnst mér mjög heillandi. Það er líka svo gaman í samspili þegar maður er víólu- leikari því vlólan er miðjurödd og það er svo auðvelt að heyra hvað hinir eru að spila. Við sitjum fyr- ir miðju í hljómsveitinni og náum að taka inn allt það sem er að ger- ast í kringum okkur.“ Svava við- urkennir að víólan sé enn svolítil hornkerling í tónlistarheiminum og að stundum sé minni virðing borin fyrir henni en öðrum hljóð- færum. „Það má segja að hún sé hulduhljóðfæri að einhverju leyti. Margir krakkar sem byrja í Tón- listarskólanum vita ekki að hún er til og það er mjög leiðinlegt þegar ekki eru til nógu margir víólunem- endur í samspil. Þá þarf oft að fara út í einhverjar leiðindareddingar, eins og til dæmis að láta einhvern sem ekki er góður á fiðlu fara yf- ir á víólu. Við ættum miklu frekar að vekja áhuga hjá góðum nemend- um á víólunni því hljóðfærið á það skilið." Nándin á fslandi skemmtileg Á námsárunum í New York þurfti Svava að velja sér stórt rit- gerðarefni og hún ákvað að skrifa um þróun og sögu víólutónlistar á Islandi. „Það var Mist Þorkelsdótt- ir, frænka mín og tónskáld, sem átti hugmyndina að ritgerðarefninu og ég fór fljótlega að huga að því að læra þessi víóluverk sem komu við sögu í ritgerðinni. Við Anna Guð- ný spiluðum svo þessi verk saman á Listahátíð um miðjan níunda áratuginn. Okkur langaði að gefa þetta prógramm út og tókum verk- in upp árið 1994. Við fengum hins vegar ekki útgefanda fyrr en í fyrra þegar ITM tók að sér að gefa þetta út.“ Saviola II varpar skemmtilegu ljósi á íslenska tónlistarsögu og setur víóluna í samhengi við hana. Svava segir þó ekki vera til mikið af íslenskum verkum fyrir víólu en eitthvað hafi bæst við frá því þær stöllur hljóðrituðu efnið. „Nær öll verkin eru samin sérstaklega fyrir einhvern einn víóluleikara og ég var svo heppin að þrjú þeirra voru samin fyrir mig. Þetta nána sam- band tónskálds og flytjanda er eitt af því sem er svo skemmtilegt við íslenskt tónlistarlíf." Góð og slæm tónlist áöllum tímum Svava hefur lagt lag sitt við öll tímabil tónlistarsögunnar og dvaldi meðal annars um tíma í Sviss þar sem hún lærði að spila á upprunaleg hljóðfæri frá miðöld- um og fram til barokktímans. „Ég er alæta á tónlist og finnst allt óg- urlega spennandi. Það er til góð og slæm tónlist á öllum tímabilum. Það er ekki tímabilið eða stíllinn sem segir til um hvort tónlistin er góð heldur hvernig tónskáldinu tekst upp í hvert sinn og hvernig flytjandinn fer með verkið. Það er frammistaðan sem gerir þetta allt svo spennandi.“ Svava er nýflutt heim frá Slóveníu þar sem hún dvaldist í nokkur ár og starfaði við tónlistina. Hún sinnir nú ýms- um störfum hér heima og spilar meðal annars í Sinfóniuhljómsveit íslands og kennir. „Kennslan er sérlega gefandi. Mér finnst nauð- synlegt að geta blandað saman spilamennsku og kennslu. Þetta er ólíkt en nærir hvort annað og tek- ur á ólíkum hliðum. Ég gæti ekki án kennslunnar verið," segir Svava að lokum. hilma@bladid.net Njála fyrir nútímafólk „Ég hef unnið vel og mikið sem verkamaður alla mína ævi. Þegar ég fór á eftirlaun var ég alls ekki tilbúinn til þess að fara að spila 01- sen Olsen dagana langa eða horfa á vegginn og ég ákvað að taka mér það fyrir hendur að útbúa nokkurs- konar nútímaútgáfu af Njálu,“ seg- ir Jóhannes Eiríksson um bókina Njála lifandi komin sem kom út hjá Sölku á dögunum. Þar setur Jóhann- es Njálu fram á nýstárlegan hátt, styttir textann og skreytir með ljós- myndum. Jóhannes segist hafa heillast af fornsögunum barn að aldri og tekið sérstöku ástfóstri við Njálu. „Upprunalega útgáfan af Njálu hent- ar kannski ekki alveg nútímafólki. Hún er hátt á fimmta hundrað Jóhannes Eiríksson Heillaðist af Njálu líkt og margiraðrir blaðsíður, myndalaus og án allra millifyrirsagna. Mig langaði því til að gera hana svolítið aðgengilegri fyrir fólk sem hefur lítinn tíma og stytti verkið heilmikið og umskrif- aði.“ Margir hafa heillast af Njálu í gegnum tíðina og verkið stendur hjarta landsmanna nærri svo ekki sé meira sagt. Jóhannes segist hafa haft þessa staðreynd í huga frá upp- hafi. „Ég geri mér grein fyrir því að margir eru viðkvæmir fyrir því að Njála sé stytt eða að eitthvað sé átt við hana. Sumum finnst að ekki megi snerta hana en ég er því algjör- lega ósammála. Ég stytti textann mikið og umskrifaði en reyndi að hafa anda sögunnar í huga þegar ég vann verkið og held að hann skili sér mjög vel í bókinni.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.