blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 29
blaðið MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 41 til að stofna íslenskan her í gegn- um tíðina og af hverju þær runnu út í sandinn. „Danir og íslenska yf- irstéttin ætluðu að stofna her hérna 1785 og voru komnir mjög langt í undirbúningi en það misheppnað- ist. Það var eina alvörutilraunin til að stofna íslenskan her en það voru líklega móðuharðindin sem gengu frá því,“ segir Birgir sem hefur einnig sínar skoðanir á því af hverju ekki var stofnaður íslenskur her í kjölfar lýðveldisstofnunar ár- ið 1944. „Ástæðan var náttúrlega sú að Bandaríkjamenn vildu vera hér áfram og sóttust stíft eftir því. Islendingar vissu af því að þeir færu ekki langt og að þeir nytu óbeinnar verndar af hálfu Banda- ríkjamanna. Þeir gátu því leyft sér þann lúxus að stofna ríki án hers og sparað sér fjármuni. Samt kom millibilsástand frá 1945-1949,“ segir Birgir og bendir á að svipað ástand sé komið upp núna. „Þeir fóru ekki langt þá og heldur ekki núna. íslendingar sættu sig ekki við ástandið þá frekar en þeir gera núna. Árið 1948 voru menn að þreifa fyrir sér með að stofna nor- rænt varnarbandalag og spurning- in hvort það ætti að vera sjálfstætt eða í samvinnu við önnur vestræn ríki. Síðan kom fljótlega í ljós að það gekk ekki upp því að hugmynd- in var ekki raunhæf. Núna ætlum við aftur að fara í faðm Dana eða Norðmanna og við munum sjálf- sagt komast að því að samstarfið við þá er ekki raunhæft til lengdar. Það kemur eitthvað annað í stað- inn, hvort sem Bandaríkjamenn koma aftur eða við tökum varn- irnar í okkar eigin hendur, enda berum við íslendingar endanlega ábyrgð á okkar eigin öryggi þegar upp er staðið," segir Birgir Lofts- son að lokum. Hvað ertu að lesa? Svandís Svavarsdóttir borgar- fulltrúi Fjárhagsáætlun Reykjavíkur Þessa dagana les ég aðallega fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar en ekki get ég nú sagt að það sé skemmtilesn- ing. Hins vegar er alltaf býsna fjölbreyttur bókabingur á náttborðinu mínu. Þarertil dæmis nærandi pólitískt rit sem er bók Steingríms J. Sigfússonar Við öll en í bókinni kristallast vel meginlínur okkar vinstri grænna. Oftast eru þarna einhverjar Ijóða- bækur, en núna líka Vetrarhöllin eftir Arnald Indriðason. Ég er að vísu ekki enn farin að lesa hana, enda annir miklar þessar vikurnar og oft er það nú þannig að svefninn sækir fljótt á þegar loksins er komið í ból. Ég hlakka til að lesa jólabækurnar og vona að ég fái eitthvert lesefni upp úr pökkunum. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona Ég er að lesa Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku. Þetta er skáldsaga sem er alveg geðveikis- lega fyndin. Af því að ég er komin með svo mikið ógeð á morðum og viðbjóði í bókmenntum ákvað ég að lesa eitthvað skemmtilegt. Svo hlakka ég mest til að lesa Tryggðarpant eftir Auði Jóns og Sendiherr- ann eftir Braga ólafsson af íslensku bókunum og vonast til að fá þær í jólagjöf. Svo langar mig reyndar líka til að lesa ævisögu Ólafíu eftir Sigríði Dúnu. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona hefur sagt mér svo mikið frá henni enda er hún mikill aðdá- andi hennar. Goðsögn fær sína ævisögu Mér liggur við að byrja á orðunum loksins loksins. Svo löng var biðin eftir ævisögu Ríkharðs Jónssonar orðin. Sennilega hafa fáir einstaklingar haft viðlíka áhrif á íslenska knatt- spyrnu og þessi magnaði garpur af Skaganum sem innleiddi nýja hugs- un í íslenska boltann aðeins 21 árs að aldri. Það er því með hreinum ólíkindum að saga hans hafi ekki verið sett á bók áður, það næsta sem menn hafa komist því er umfjöllun um Ríkharð í bókunum Skaga- menn skoruðu mörkin sem komu út fyrir um tuttugu árum. Jón Birgir Pétursson sem skráir sögu Ríkharðs hefur áður sent frá sér nokkrar bækur um íþróttir og íþróttamenn, svo sem sögu Þrótt- ar og Eyjólfs sundkappa. Hann dregur hér fram helstu þætti í sögu Ríkharðs, hvort tveggja það sem viðkemur fótboltanum og einkalífi hans auk þess að ræða við marga samferðamenn Ríkharðs um einstaklinginn og fótboltakapp- ann Rikka. I bókinni eru margar skemmtilegar myndir og dregnar upp frásagnir blaða af leikjum og uppákomum á ferli Ríkharðs. Að því leyti er þetta fróðleg bók og á köflum hin ágætasta skemmtun. Eitt verður hins vegar til að draga úr ánægju við lesturinn og óvíst livort er við höfundinn að sakast eða útgefandann sem fékk hann til verksins. Ævisaga Ríkharðs er sett fram í samtalsformi. Því miður verða slíkar bækur sjaldnast jafn góðar og sagan sem þær segja. Saga Ríkharðs Jónssonar er stútfull af dramatík, sætum sigrum og mikl- um áföllum og þó Jón Birgir geri um margt vel við ritun bókarinnar og dragi margt áhugavert fram get ég ekki varist þeirri hugsun að frá- sögnin hefði náð hærri hæðum ef Fróðleg bók og á köflum ágætasta skemmtun. Líður fyrir að vera í samtalsformi og nær því ekki þeim hæðum sem sag- an gefur færi á. Rikki fótboltakappi Eftir Jón Birgi Pétursson Bækur ★★* hún hefði verið sett fram sem saga frá höfundarins hálfu frekar en sem samtalsbók. brynjolfur@bladid.net „Persónuleg og skemmtileg. Ljósmyndirnar hennar Aslaugar Snorra eru æðislegar! Falleg bók sem á erindi inn í hvert eldhús!" Valdís Gunnarsdóttir, útvarpskona www.brekka-books.is Olsson einkaþjálfari og danshöfundur hefur tekið saman uppáhaldsuppskriftirnar sínar sem eiga það allar sameiginlegt að vera framandi& léttarg. Líf & List Habitat Iða Kokka www.femin.is Vs.W'sV Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, háskólanemi og umsjónamaður Kastljóss Yesmine áritar bækur eins og hér segir fram að jólum: Steinar B. Aðalbjörnsson, næringar- fræðingur og löggiltur næringarráðgjafi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.