blaðið

Ulloq

blaðið - 14.04.2007, Qupperneq 18

blaðið - 14.04.2007, Qupperneq 18
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Aldraðir í vinnu „Síðustu sextán ár undir nær samfelldri stjórnarforystu okkar sjálfstæð- ismanna hafa verið þjóðinni farsæl. Við höfum náð að styrkja efnahags- lega stöðu þjóðarinnar með þeim hætti að aðdáun hefur vakið víða um heim. Þau viðfangsefni sem við glimum nú við i efnahagsstjórninni hér á landi þættu flestum öðrum ríkjum öfundsverð,“ sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, í setningarræðu landsfundar flokksins í Laugardalshöll. Þá sagði hann kaupmátt ráðstöfunartekna heimilanna hafa aukist um 60% frá árinu 1995 og á sama tíma hafi skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður þannig að hann megi heita skuldlaus. Þetta er alveg rétt hjá forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Það hefur ríkt velmegun hjá flestum hópum þjóðarinnar undanfarin ár með nægri atvinnu. Þó hafa einstaka hópar þjóðfélagsins orðið útundan og það veit Geir mætavel. Hann lofar nú að efla hlut námsmanna svo og aldraðra komist flokkurinn aftur til valda. Það er að segja aldraðir geta nú farið aftur út á vinnumarkaðinn án þess að litli lífeyrinn þeirra skerð- ist. Gott og blessað en trúlega er það ekki stór hópur fólks á þessum aldri sem treystir sér út á vinnumarkaðinn aftur þótt hann vildi gjarnan fá eilítið meiri pening í budduna. Ekki er heldur víst að úr mörgum störfum sé að velja fyrir fólk á þessum aldri. Gamla fólkið er blessunarlega búið að ljúka sínu ævistarfi á farsælan hátt fyrir okkur afkomendurna og á skilið að fá hærri lífeyri án þess að það þurfi sérstaklega að þræla fyrir honum. Þar fyrir utan hefur fólk sem hefur misst vinnu sína á sextugs- eða sjö- tugsaldri ekki átt auðvelt með að fá vinnu sökum aldurs. Hitt er hárrétt hjá forsætisráðherra að velmegun hefur ríkt hjá flestum og það mun skila sér í atkvæðum 12. maí til Sjálfstæðisflokksins. Stað- reyndin er nefnilega sú og hefur áður verið bent á það hér að þegar vel- megun ríkir þorir fólk ekki að breyta til. Þetta er þekkt í fræðunum og hefur verið kennt i háskólum. Skoðanakannanir sýna líka svo ekki verði um villst, síðast könnun Blaðsins í gær, að Sjálfstæðisflokkurinn er á fljúgandi siglingu með næstum því helmings fylgi allra kosningabærra manna á landinu. Framsóknarflokkurinn, samstarfsflokkurinn, er hins vegar ekkert að græða á velmegun undanfarinna ára heldur þvert á móti. Hver ætli sé skýringin á því? Hún gæti verið sú að framsóknarmenn hafa stýrt þeim ráðuneytum sem fara með velmegunarmál, svo sem heilbrigðis- og félags- mál. Þau ráðuneyti skipta máli fyrir fólkið í landinu og þá sérstaklega sjúklinga, öryrkja og aldraða. I þessum ráðuneytum hefur niðurskurðar- hnífnum verið beitt af alefli. Framsóknarflokkurinn hefur því fallið úr 17 prósentum niður í 9 prósent í fylgi frá síðustu kosningum. Ef niðurstaða kosninganna yrði á þessa leið væri það tæpast sanngjarnt hjá Sjálfstæðis- flokknum að byggja meirihluta með framsóknarmönnum. Hann verður að finna sér annað viðhald. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Ekki bara ódýrt aðra leið! Keflavík o Osló Keflavík-o- Stokkhólmur Aðrir áfangastaðir í Noregi og Svíðjóð á frábæru verði auk fjölda tenginga um Evrópu. Bókaðu núna á: www.flysas.is Skráðu þig á www.flysas.com í EuroBonus - fríðindaklúbb SAS, sem opnar heilan heim af friðindum hjá SAS og öllum samstarfsflugfélögum. Flug til Stokkhólms hefst 27. aprfl. Sími fjarsölu: 588 3600 SAS A OTAfl ALUANCE MEMBER /»* 18 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 blaöiö TS ERPlíiM^TOÖpDfjr/I 2oOMiýl &ÖVILU ' mWtmÁFUfá- ffm&fifflmmgÉffliíl FKJfálYW, Wvi, liWl/Sí/I£LWWj §Molö{siL MRLFxE'iSí os te vett ekki WAV 0ö Iðrandi syndarar Það hefur verið skemmtilegt í vikunni að fylgjast með forystu- mönnum stjórnarflokkanna koma fram eins og iðrandi syndarar fyrir alþjóð. Nú mánuði fyrir kosningar sér Framsóknarflokkurinn allt í einu tækifæri á að lofa til hægri og vinstri allskyns úrbótarmálum sem hann þó hefur í engu sinnt sl. 12 ár. Stærsti kosturinn er þó sá að hin gríðarlegu loforð um fram- kvæmdir og fjármagn eiga varla að kosta neitt. Eins og kjósendur þekkja hefur þessu verið alveg öf- ugt farið sl. 12 ár því allan þann tíma hafa þeir talið allt of dýrt að gera hið góða sem þeir boða nú. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sjáum við svo Geir Haarde sem ætlar að fara að draga úr tekjuteng- ingum hjá öldruðum. Þessi sami landsfundur hefur þó aftur og aftur samþykkt algjört afnám tekjuteng- inga en í verki hafa lífeyrisþegar aldrei verið eins þétt reyrðir i fjötra þeirra. Aldrei áður hafa þessum sömu lífeyrisþegum verið sendir aðrir eins bakreikningar sem fylgt er eftir af fullri hörku. Það er þó eitthvað kunnuglegt við þessa sviðsmynd. Var það ekki einmitt fyrir fjórum árum, á sama tíma árs, að sömu flokkarnir héldu blaðamannafund í Þjóðmenning- arhúsinu um stórkostlegar kjara- bætur fyrir öryrkja sem voru síðan sviknir strax um haustið? Og var það ekki þá sem það átti að gera svo mikið fyrir gamla fólkið? En eru ekki enn þá 400 manns á biðlistum í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými? Eru ekki enn þá 1.000 manns sem þurfa að deila herbergi með öðrum og hefur ekki þróun skattkerfisins orðið til þess að tekjulægsti hópur aldraðra er farinn að borga umtals- verða skatta? Græni leikþátturinn Auðvitað er ekkert að marka þetta kosningaleikrit. Það sýnir þó að stjórnarflokkarnir vita upp á sig skömmina og að það er vilji til þess hjá almenningi að nota hluta af tekju- aukningu okkar til þess að bæta vel- ferðarkerfið. Til þess að bæta það sýnir sagan okkur að ríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks duga skammt því það þarf jafnaðar- menn til þeirra verka. Helgi Hjörvar Stjórnarflokkunum hefur hins vegar verið lagið að efla stóriðju í landinu sem leitt hefur til atvinnu- og tekjuaukningar sem ekki ber að vanmeta. f þeirri uppbyggingu hafa þeir þó farið offari, gengið of nærri náttúrunni og efnahagslífinu. Hluti kosningaleikritsins að þessu sinni er því sá að þeir reyna nú að sveipa sig grænni hulu. Þó kemur skýrt fram hjá bæði Geir og Jóni að þeir vilja ráðast í öll þau stóriðjuverkefni sem kostur er á og eru hundfúlir yfir því að Hafnfirðingar skyldu hafna Straumsvík. Það er auðvitað ekkert gagn af grænu tali ef hér á að halda áfram í stórfelldum umhverf- isfórnum og mengandi stóriðju á fullri ferð. Efnahagsundrið Lokaþátturinn í kosningaleikriti stjórnarflokkanna er svo jafnan hræðsluáróður um að aðeins þeim sé treystandi fyrir atvinnu- og ef- hagsmálum. Nú ber hins vegar svo við að stöðugleikinn er með öllu horfinn, verðbólga er hér mun meiri en i nágrannalöndum okkar og vextir hæstir í heimi. Svo illa hafa þeir misst tökin á þenslunni að for- ystumenn í atvinnulífinu hafa sagt að engar fjárfestingar standi undir þeim háu vöxtum sem nú eru. ít- rekaðar aðfinnslur um stjórn ríkis- fjármála hafa borist frá innlendum og erlendum greiningarstofnunum. Aukin hætta er talin á harðri lend- ingu og ótryggt efnahagsástand á íslandi er orðið útrásarfyrirtækjum til trafala. I stað þeirrar farsælu opnunar viðskiptalífsins sem jafn- aðarmenn höfðu forystu um með EES samningnum eru stjórnvöld nú farin að setja skorður við frelsi fyrirtækja til að gera upp í erlendri mynt. Við þær aðstæður skortir aug- ljóslega mjög á trúverðugleika stjórn- arflokkanna í efnahagsmálum. Van- rækslusyndir þeirra eru ágætlega raktar í yfirgripsmikilli efnahags- stefnu sem Samfylkingin kynnti í vikunni. Augljóslega er tími til kom- inn að gefa þessum ágætu flokkum frí því að halda aftur að þenslunni, friða helstu náttúruperlur okkar og efla velferðarkerfið eru allt verkefni sem best eru komin með forystu jafnaðarmanna. Höfundur er þingmaður Samfylkingar Klippt & skorið Forystumönnum Framsóknarflokksins virðist líka vel að láta vatn leika um likamann fyrir framan myndavél. Og það er nokkuð Ijóst að þeir skammast sín síður en svo fyrir líksamsvöxt ^ ^ sinn. Margir muna eflaust I eftir því þegar Valgerður I Sverrisdóttir, þáverandi | iðnaðar- og viðskiptaráð- ^ herra, skellti sér í sund og sturtu fyrir framan kastljós fjölmiðla er hún tók þátt íkynningu á framleiðsluvörum Pharm- arctica, nýrrar lyfjaverksmiðju. Þessa dagana má sjá Jón Sigurðsson, formann flokksins, taka nokkur góð sundtök í Laugardalslauginni. Sundtökin eru hluti af auglýsingu Framsóknar- flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og telur formaðurinn greinilega að spengilegur líkami hans muni vinna flokknum fylgi. Sitt sýnist hverjum um nýtt nafn Olíufé- lagsins Esso sáluga, Bílanausts og fleiri fyrirtækja sem sameinuðust undir einum hatti BNT. Nýtt merki og nafn var kynnt í gærog urðu margirhissa. Nýtt nafn erNi eða Enn einn og merkið rauður rammi sem hallar fram á við og á að endurspegla kraft, lipurð og áræðni. Alls mun þjónusta Ni verða í boði á um 115 stöðum um land allt, miklum mun fleiri en nokkurt annað fyrirtæki getur státað af. Nafnið þýðir að N1 er alltaf í grenndinni og í öðru lagi vísar það til stóraukins úrvals af vöru og þjónustu. Ljóst er að margir munu sakna gamla góða ESSO-hringsins en fortíðin hefur trúlega að mati nýrra stjórnenda verið fjötur um fót, samráð og fleira smálegt sem ekki samrýmist sókn dagsins ídag. Landsfundur Sjálfstæðsiflokksins stendur nú sem hæst í Laugardalshöll. Sú nýbreytni var tekin upp að þessu sinni að stilla upp fánum með tilvitnunum í fleyg orð allra formanna flokksins gegnum tiðina. Mörg hver eru ódauðleg og stútfull af visku. Davíð Odds- son, forveri Geirs H. Haarde, var þó hvergi sjáanlegur, hvorki fáni hans né persóna. Geir flutti kveðju frá Davíð f setningarræðu sinni en fór að vísu ekki með tilvitnun í for- manninn fyrrverandi. Nú velta menn því fyrir sér hvað skýrt geti fjarveru þessa dáða formanns. the@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.