blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 blaöið VEÐRIÐ í DAG Dálítil rigning víða 5 til 8 m/s suðvestan- og vestanlands og dálítil rigning öðru hverju, en hægviðri og yfirleitt þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðan- og austanlands. AMORGUN Hlýjast lyrir norðan Suðaustan 5-10 m/ssuð- vestan- og vestantil og dálítil væta, en annars hægari og bjart með köflum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðanlands. VÍÐAUMHEIM | Algarve 21 Amsterdam 22 Barcelona 26 Berlln 27 Chicago 30 Dublin 13 Frankfurt 27 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 12 New York 22 Orlando 12 Osló 17 Palma 22 Paris 21 stokkhólmur 17 Þórshöfn 16 22 14 23 22 17 8 Á FÖRNUM VEGI Hvernig fer landsleikur Serba og íslendinga í handbolta? Sigfús Sigurðsson 2-0, og seinna markið verður úr homi. Alma Eir Sævarsdóttir íslendingar vinna pottþétt. Verónika Steinunn Magnúsdóttir Serbar vinna. Kári Harðarson Ég vona að Islendingar merji þá. Lögreglumaður fékk greidda dráttarvexti: Islenska ríkinu ber að borga ■ Prófmál segir formaður Landssambands lögreglumanna ■ Fleiri hafa ekki fengið dráttarvexti greidda Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Hæstiréttur íslands viðurkenndi í gær skyldu íslenska ríkisins til að greiða dráttarvexti af vangoldnum launum Einars G. Guðjónssonar, lög- reglumanns, vegna tímabilsins 26. apríl 2002 til 1. maí 2004. Einnig er íslenska ríkinu gert að greiða Einari hálfa milljón í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í nóvember í fyrra viðurkennt skyldu íslenska ríkisins gagnvart Einari vegna tímabilsins 1. september 2001 til 1. maí 2004. Sveinn Ingiberg Magn- ússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir þetta mikinn sigur og lítur á þetta sem prófmál. „Það er náttúrlega mikið fagn- aðarefni sem við sjáum í því að þetta skyldi enda svona. Við teljum þetta vera prófmál komi aftur upp ágreiningsmál varðandi réttindi launþega opinberra starfsmanna til leiðréttingar og dráttarvaxta af van- goldnum launum." Þegar nýr kjarasamningur lög- reglumanna tók gildi haustið 2001 kom upp ágreiningur um túlkun ákvæða samningsins sem lutu að því að hvaða leyti starfsaldur hefði áhrif á röðun í launaflokka. I framhaldi af því höfðuðu fimm lög- reglumenn mál á hendur islenska ríkinu og kröfðust viðurkenningar á rétti sínum til röðunar í tiltekna launaflokka samkvæmt kjarasamn- ingnum. Fjórir af þeim kröfðust einnig greiðslu á vangoldnum launum auk dráttarvaxta. Með dómum Hæstaréttar frá 18. mars 2004 var fallist á skilning Landssambandsins á efni samnings- ins. Allir lögreglumennirnir fengu leiðréttingu launa sinna eftir þetta en íslenska ríkið taldi sér hins vegar ekki skylt að greiða dráttarvexti á hin vangoldnu laun. Fengu þvi ein- ungis þeir sem fóru í mál dráttar- vexti af vangoldnu laununum. Einar var einn þeirra sem fékk ekki greidda dráttarvexti en van- goldin laun hans námu rúmlega einni og hálfri milljón króna á tímabilinu 1. september 2001 til 1. maí 2004. Krafðist Einar því viðurkenningar á skyldu íslenska ríkisins til greiðslu dráttarvaxta af vangoldnum launum til hans vegna tímabilsins. Sveinn Ingiberg segir þó nokkra lögreglumenn ekki hafa fengið greidda dráttarvexti en Einar sé sá eini sem hefur stefnt íslenska rik- inu vegna dráttarvaxtanna. Vonast hann til þess að þetta mál verði til þess að þeir verði greiddir. Kópavogur: Brátt fá allir frítt í strætó Reykjavíkurborg ætlar ekki að feta í spor Kópavogsbæjar og veita öllum frítt í strætó frá áramótum, eins og bæjar- stjórn Kópavogs ákvað í gær. „Við höldum okkar striki,“ sagði Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir.borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Strætó bs. í greinargerð á fundi borg- arstjórnarinnar stendur að á annað hundrað milljónir kosti að rukka inn þær þrjú hundruð milljónir sem gjald fyrir full- orðna skili Strætó væri börnum, unglingum og öldruðum leyft að ferðast frítt með strætó eins og yfirvöld í Reykjavík og Hafnarfirði hafa ákveðið. Bandaríkin: Bannar buxur skoppara Carol Broussard, borgarstjóri Delcambre í Louisianaríki i Bandaríkjunqm, segist ætla samþykkja nýtt lagafrumvarp sem felur meðal annars í sér að notkun skopparabuxna á almannafæri flokkast sem ósið- samlegt athæfi. Bæjarstjórnin samþykkti einróma fýrr í vikunni bann við að klæðast buxum þar sem sést í nærbuxur viðkomandi. Lögbrjótar í Delcambre geta nú átt vona á andvirði rúmlega þrjátíu þúsund króna sekt og allt að sex mánaða fangelsi. Fyrirhugað bann hefúr mætt talsverðri andstöðu meðal sumra bæjarbúa, sér i lagi unglinga. Dísel Volvo alveg milljón Eigum nokkra bíla ó lager. 5 og 7 manna með og ón topplúgu. Litir: Silfur - Dökkgrár - Svartur - Dökkblór. Ustaverð með þessum ríkulega búnaði: fró 8.300 þús. til 8.450 þús. Okkar verð fró 7.250 til 7.390 þús. Mismunur alveg milljón. www.sparibill.is SicúlagöHj 17 Sími: 577 3344 J Viðvörun frá norskum björgunarsveitum: Börn séu bleiulaus í bátum Norskar björgunarsveitir, Redn- ingsselskapet, vara við því að láta lítil börn vera með bleiu úti á sjó eða vatni. Séu börn með bleiu er hætta á að flot- búnaðurinn i björgunarvestum þe- irra virki ekki. Björgunarvestin sem eru á mark- aði í Noregi eru ekki prófuð á börnum með bleiu og hið sama gildir um þau vesti sem eru á markaði hér á landi. „Það eru gerðar sömu kröfúr til vestanna hér og í Noregi og það er ekkert í leiðbeiningunum sem varar við þessu,“ segir Herdís Storgaard for- varnafulltrúi hjá Forvarnahúsi Sjóvár. Haft er eftir fulltrúa björgunar- sveitanna í Dagbladet í Noregi að i raun séu bleiubörn með flot við boss- ann þegar bleian er þurr með miklu lofti. Flotbúnaðurinn í björgunarvest- inu eigi að sjá til þess að barnið snúist og liggi með andlitið upp en sé jafn- ffamt flot í bleiunni virki ekki búnað- urinnívestinu. Jafnframt er bent á að barnið geti sogast niður sé bleian ekki þurr. „Bleiuframleiðendur hafa verið dug- legir við að búa til bleiur sem soga í sig mikinn vökva. Öll björgunarvesti eru miðuð við þunga og það segir sig sjálft að barnið getur dregist niður ef eitthvað er í bleiunni. Þar að auki lig- gja bleiur misjafnlega þétt að líkam- anum og geta fyllst og við það bætast ansi mörg grörnrn," segir Herdís. Hún segir fyllstu ástæðu til að vara við þessu. „Þótt fólk stundi almennt ekki mikið siglingar hér á landi þá getur verið mikið um að það leigi skútur erlendis."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.